Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.03.2015, Blaðsíða 2

Fréttatíminn - 13.03.2015, Blaðsíða 2
H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA Dásamlegur á brauðið og hentugur fyrir heimilið Engin fyrirhöfn ms.is TILBOÐ25 sneiðar Loks tekið á móti gleri til endurvinnslu Reykjavíkurborg hefur hafið tilraun á söfnun glers á grenndarstöðvum. Í dag er gleri safnað með steinefnum í Sorpu og notað sem burðarlag en markmið tilraunarinnar er að skoða forsendur þess að taka upp endurvinnslu á gleri. Gler er um fimm prósent alls blandaðs úrgangs í Reykjavík svo það er umtalsvert magn sem hægt er að endurvinna. Í tilkyn- ningu frá borginni kemur fram að til að byrja með verði söfnunargámum fyrir glerumbúðir komið fyrir á grenndarstöðvum við Skógarsel, Laugardalslaug og við Kjarvals- staði. Í gámana má skila hvers konar gleri sem fellur til á heimilum, til að mynda sul- tukrukkum og glerflöskum án skilagjalds. Ílát þurfa að vera hrein og tóm. Raftækin rjúka út Ekkert lát var á söluaukningu raftækja í febrúar. Mest aukning var í sölu svokall- aðra brúnna raftækja eins og sjónvörpum, hljómflutningstækjum og minni tækjum, eða sem nam 42,6% á milli ára. Þá eykst enn eftirspurn eftir snjallsímum þar sem salan var 31% meiri í febrúar en í febrúar í fyrra. Þess má geta að samanlögð sala á snjallsímum síðustu 12 mánuði var 35% meiri en á 12 mánaða tímabili þar á undan. Þetta kemur fram í tilkyn- ningu frá Rannsóknarsetri verslu- narinnar. Sigmundur Davíð fertugur Sig mund ur Davíð Gunn- laugs son for sæt is- ráðherra fagnaði fer- tugsafmæli sínu í gær, fimmtudag. Hann naut afmælisdagsins í Kaupmannahöfn ásamt eiginkonu sinni, Önnu Sig ur- laugu Páls dótt ur. Hjón in eiga eina dótt ur, Sig ríði El ínu, sem fædd er 2012. Metþátttaka á Reykjavíkurskákmótinu Aserski stórmeistarinn Shakhriyar Mamedyarov tefldi fjöltefli í GAMMA í gær, fimmtudag, í tilefni af Reykjavíkurskákmótinu, GAMMA Reykjavik Open, sem sett var formlega 10. mars og stendur til 18. mars. Mamedyarov er 13. stigahæsti skákmaður heims. Tíu skákmenn tefldu við Mamedyarov í fjölteflinu, þar á meðal nokkrir af efnilegustu skákmönnum ungu kynslóðarinnar eins og Nancy Davíðsdóttir sem varð fyrst stúlkna til að vinna Íslandsmeistaratitil barna í skák. Metþátttaka er á Reykjavíkurskákmótinu, fimmta árið í röð, og tefla 273 skákmenn frá 38 löndum í Hörpu þessa dagana. Hættulegustu einstaklingarnir í dag eru strákar á aldrinum 18-23 ára sem eru staðnaðir og sækja í ungar stelpur.  LögregLumáL Leit að týndu barni getur kostað 500.000 kr. Leita að týndu barni annan hvern dag Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa það sem af er ári að jafnaði borist leitarbeiðnir annan hvern dag frá barnaverndaryfirvöldum vegna týndra barna. Afar þungar refsingar liggja við því að hýsa ólögráða börn í óþökk foreldra þeirra. Um tvisvar til þrisvar sinnum í mánuði þarf lögregla að leggja upp í umfangsmikla leit sem hver kostar allt að hálfri milljón króna. á síðasta ári voru það að jafnaði um 11 krakkar sem við leituð-um að í hverjum mánuði. Það sem af er þessu ári eru það tæplega 18 börn á mánuði. Það þýðir að við erum að leita að týndu barni annan hvern dag, að meðaltali. Þetta eru háar tölur,“ segir Guðmundur Fylkisson, aðalvarð- stjóri hjá lögreglunni á höfuðborgar- svæðinu. „Þetta er fjöldi leitarbeiðna sem við fáum frá barnaverndaryfir- völdum. Sumir þessara krakka skila sér sjálfir aftur en um tvisvar til þrisvar í mánuði þurfum við að leggja upp í um- fangsmikla leit,“ segir hann. Guðmundur var frummælandi á mál- þingi Geðhjálpar og Olnbogabarna sem haldið var í gær, fimmtudag, um börn og ungmenni með tvíþættan vanda þar sem farið var yfir aðgerðir í framhaldi af málþingi af svipuðum toga sem hald- ið var haust. Guðmundur fór yfir hvað felst sérstöku átaki lögreglunnar til að koma í veg fyrir að óæskilegir einstak- lingar hýsi börn og ungmenni undir lögaldri. Um er að ræða 12 mánaða til- raunaverkefni sem Guðmundur kom inn í fyrir fjórum mánuðum. „Í fyrra létust nokkur ungmenni sem tengjast þessum heimi og þau tengdust aðilum sem við hefðum þurft að vinna betur í,“ segir Guðmundur um tildrög verkefnisins. „Markmiðið er að koma á breyttu verklagi þar sem fókusinn er á börnunum. Við getum gert betur,“ seg- ir hann. Eitt af því sem lögreglan vekur sérstaka athygli á í þessu sambandi er að refsiramminn sem nær utan um það að hýsa ósjálfráða börn eða aðstoða þau við að koma sér undan forræði for- eldra sinna er samkvæmt hegningar- lögum allt að 16 ára eða ævilangt fang- elsi. „Þetta sýnir hvað löggjafinn lítur þetta alvarlegum augum. Í desember tókum við úr umferð ungan mann sem var skaðvaldur í þessu samhengi. Mig minnir að við séum með tvö mál núna sem eiga eftir að fara til skoðunar varð- andi ákæru. Síðan á eftir að koma í ljós hvernig dómstólarnir taka á þessum málum,“ segir hann. Guðmundur gerði að umtalsefni sögusagnir um að það séu helst eldri menn sem hýsi ungar stúlkur og gefi þeim jafnvel fíkniefni í staðinn fyrir kynlíf. „Ég hef enn ekki rekist á neitt slíkt dæmi. Hættulegustu einstakling- arnir í dag eru sjálfir þolendur, þetta eru strákar á aldrinum 18-23 ára sem eru staðnaðir og sækja í ungar stelpur,“ segir Guðmundur en samkvæmt töl- fræðinni eru stúlkur í meirihluta þeirra týndu barna sem leitað er og meðal- aldur þeirra er 15 ár. Kostnaðurinn við umfangsmestu leitirnar eru töluverður, allt að 350 til 450 þúsund krónur fyrir stórtæka leit. „Það sem er hins vegar ekki hægt að setja verðmiða á eru vonir aðstandenda; foreldra, ömmu, afa og systkina. Það er ómetanlegt hverju þetta starf skilar,“ segir hann. Sjá viðtal við unga stúlku með tví- þættan vanda á síðu 34. Nánari um- fjöllun er einnig að finna á vef Frétta- tímans. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is 193. grein almennra hegningar- laga: Hver, sem sviptir foreldra eða aðra rétta aðilja valdi eða umsjá yfir barni, sem ósjálfráða er fyrir æsku sakir, eða stuðlar að því, að það komi sér undan slíku valdi eða umsjá, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 16 árum eða ævilangt. FjöLdi týndra barna Meðalfjöldi leitarbeiðna sem lögreglan fær á mán- uði frá barnaverndaryfir- völdum Fjöldi á Ár mánuði 2008 14,9 2009 18,3 2010 18,2 2011 15,2 2012 12,2 2013 13,4 2014 10,9 2015 17,6 Guðmundur Fylkisson, aðal- varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, leiðir sérstakt átak lögreglunnar til að koma í veg fyrir að óæski- legir einstaklingar hýsi börn og ungmenni undir lögaldri. Mynd/Hari Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi segir Grandasvæðið hafa stimplað sig rækilega inn. Alls sóttu 45 um versl- unarrými.  grandagarður aukin versLun á gamLa haFnarsvæðinu Blómstrandi svæði í vexti Borgin hefur unnið náið með Faxa- flóahöfnum undanfarin ár með það að markmiði að blómga gamla hafnar- svæðið og aukin verslun við Granda- garð er hluti af því markmiði. Nýlega úthlutuðu Faxaflóahafnir fimm nýj- um verslunarplássum í Grandagarði við Gömlu höfnina í Reykjavík en 45 sóttu um rýmin sem auglýst voru. Allt útlit er fyrir að svæðið við Vestur- höfnina og Örfirisey verði eitt af vin- sælli svæðum borgarinnar með sinni blönduðu byggð íbúa, þjónustu og at- vinnulífs. „Sú þjónusta sem nú þegar starf- ar við Grandagarð gengur mjög vel. Við höfum lagt áherslu á að hún sé fjölbreytt og við viljum að hún haldi áfram að vera það,“ segir Kristín Soffía Jónsdóttir borgarfulltrúi. „Við teljum að áhugaverð og góð þjónusta sé góð fyrir alla, hvort sem það eru Íslendingar eða útlendingar. Við höfum líka séð að fólk sem sækir út á Grandagarð er allskonar fólk, bæði borgarbúar, ferðamenn og fólk utan af landi.“ „Svo styttist í íbúabyggð við Vestur- bugtina og nú þegar eru komnir íbúar við Mýrargötu 6. Svo er líka uppbygg- ing atvinnulífs á svæðinu en nýsköp- unarsetrið Sjávarklasinn, þar sem eru til staðar fjölmörg fyrirtæki, er að stækka. Þetta svæði er bara búið að stimpla sig rækilega inn, sjálf fer ég mikið þarna og ég held að allir upp- lifi þetta sem blómstrandi svæði og ég er viss um að það haldi áfram að blómstra.“ -hh 2 fréttir Helgin 13.-15. mars 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.