Fréttatíminn - 13.03.2015, Side 43
Um okkUr
crossfit 43 Helgin 13.-15. mars 2015
Allir velkomnir í Crossfit XY
C rossfit XY er í Miðhrauni 2 í Garðabæ og hefur dafnað vel á þessum árum og sífellt bætast við fleiri iðkendur sem vilja byrja að stunda þessa skemmtilegu og vin-
sælu íþrótt. „Hingað eru allir velkomnir og líka þeir sem hafa
ekki stundað crossfit áður, en þeir byrja á því að fara á svokall-
að grunnnámskeið þar sem undirstöðuatriðin eru kennd og
æfð,“ segir Árni Björn Kristjánsson, rekstrarstjóri CrossFit XY.
Grunnnámskeiðin byrja yfirleitt á tveggja vikna fresti en hægt
er að fá frekari upplýsingar um þau á facebook síðu Crossfit XY
og heimasíðu stöðvarinnar www.crossfitxy.is.
Fjölbreytt æfingakerfi
Crossfit er æfingakerfi sem hentar öllum, hvort sem fólk er
afreksíþróttafólk eða óvant líkamsrækt, þar sem hver og einn
stundar æfingarnar út frá sínum forsendum. Allir gera sömu
æfingar en með mismunandi þyngdum og á mismunandi erfið-
leikastigi og hraða eftir því hvað hentar. Crossfit byggir á þoli
og styrk en fyrst og fremst fjölbreytni en breytileiki er lykilorð
í crossfit. Þannig er hægt að ná framúrskarandi góðu líkams-
formi og heilsu á breiðum grunni. „Við æfum styrk og þol á
fjölbreyttan hátt og eru ólympískar lyftingar stór hluti af cross-
fit. Það kann að hljóma svolítið skelfilega í eyrum margra, en
dæmin eru mýmörg um að fólk sem hafði aldrei lyft lóðum byrji
að elska þessar ólympísku áskoranir jafnmikið og aðrar æfingar
sem það kannski þekkir betur,“ segir Árni Björn.
Góður og skemmtilegur andi
„Við leggjum áherslu á léttan og skemmtilegan anda í XY þar
sem allir njóta sín, ásamt því að vera með góðar æfingar og
leiðsögn á degi hverjum. Í XY er fólk á öllum aldri og í alls
konar formi. Við erum með iðkendur alls staðar af stór Reykja-
víkursvæðinu þótt flestir komi úr Garðabæ, Hafnarfirði og
Kópavogi. Við erum með keppnisfólk hjá okkur sem hefur náð
góðum árangri á mótum bæði hér heima og erlendis og það er
með gríðarlega reynslu sem það kennir og miðlar til annarra
iðkenda. Lyftingafélag Garðabæjar var stofnað á síðasta ári
og hefur aðstöðu hjá okkur en stöðin býr að stórum sölum og
fyrsta flokks búnaði til að sinna afreksfólkinu okkar jafnt sem
hinum, það er nóg pláss fyrir alla og allir fá sinn æfingatíma.
Hlaupastígarnir í hrauninu hér beint fyrir utan húsið eru líka
forréttindi á sumrin“ segir Árni Björn.
Næsta grunnnámskeið hefst 17. mars. Skráning og frekari
upplýsingar hjá info@crossfitxy.is
Unnið í samsarfi við
Crossfit XY
Crossfit XY býður upp á æfingakerfi fyrir byrjendur
jafnt sem lengra komna. Stöðin fagnar tveggja ára
afmæli um þessar mundir.
CrossFit XY leggur áherslu á að
bjóða upp á CrossFit þjálfun í
skemmtilegu og jákvæðu um-
hverfi.
Aðstaða og tæki: Stöðin er um
1.000 fm, þar af eru um 640 fm
æfingarými sem skiptist í tvo
rúmgóða sali og þriðja minni sem
hentar betur fyrir minni hópa og
einkaþjálfun. Utanadyra höfum
við góðan aðgang að hlaupa-
stígum í hrauninu í kring og stutt
er í Heiðmörkina.
Nudd, heitur og kaldur pottur:
Iðkendur geta nýtt sér notalega
spa aðstöðu okkar þar sem boðið
er upp á aðgang að heitum og
köldum potti og mögulegt að
bóka tíma í nudd.?
Staðsetning: CrossFit XY er
staðsett í Miðhrauni 2 í Garðabæ.
Við erum við Reykjanesbrautina
og því frábært aðgengi að
stöðinni og fljótlegt að koma við
og taka æfingu.?
„Crossfit er æfingakerfi sem hentar öllum, hvort sem fólk er afreksíþróttafólk eða óvant líkamsrækt, þar sem hver og einn stundar
æfingarnar út frá sínum forsendum,“ segir Árni Björn Kristjánsson, rekstrarstjóri CrossFit XY. Mynd/Hari
Það er alltaf líf og fjör á krakkaæfingunum í Crossfit XY.
Léttur og skemmtilegur andi einkennir starfsem-
ina í Crossfit XY. Æfingahópurinn gerir ýmislegt
saman, eins og til dæmis að ganga Laugaveginn
eins og hluti hópsins gerði síðasta sumar.