Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.03.2015, Page 28

Fréttatíminn - 13.03.2015, Page 28
Það var smá sjokk fyrir pabba þegar ég hætti í fótbolta til að ein- beita mér að leiklist en hann fyrirgaf mér það. PÁSKAEGG M EÐ TVEIMUR SANDLEIKFÖ NGUM HÆGT AÐ BREYTA Í FÖTU 2850 kr PÁSKAEGGIN Leikfangg frr KÍKTU Á VEFVER SLUN KRUMMA.IS Gylfaflöt 7 112 Reykjavík 587 8700 www.krumma.is B estu ár mín eru að baki en hann á allt lífið fram undan,“ segir Hörð-ur Magnússon íþróttafréttamaður um son sinn, Tómas Geir, sem vakið hefur mikla athygli fyrir framgöngu sína með liði FG í Gettu betur. Úrslitin í Gettu betur réðust á miðviku- dagskvöld. Þá fór Tómas Geir fyrir liði Fjöl- brautaskólans í Garðabæ sem atti kappi við lið Menntaskólans í Reykjavík. Tómas og liðsfélagar hans áttu aldrei séns og töpuðu á endanum með nokkrum mun. Þau geta þó borið höfuðið hátt eftir frækna frammistöðu í vetur. Pabbi var líka í Gettu betur Tómasi Geir þykir svipa nokkuð til pabba síns, bæði í útliti en ekki síður í skapgerð. Báðir eru þeir miklir keppnismenn og til- finningaverur. „Tómas er ótrúlega mikill keppnismaður og gríðarlega tapsár,“ segir Hörður um son sinn. „Við spilum alltaf á annan í jólum, fjöl- skyldan. Þegar við höfum verið saman í liði höfum við nær alltaf unnið. Ég man eftir einu skipti þar sem við þó töpuðum í borðs- pili og það varð allt vitlaust bara. Mamma hans er kappsöm líka.“ Hörður segir að sonurinn hafi spurninga- áhugann frá foreldrum sínum. „Við höfum alltaf haft mikinn áhuga á spurningakeppn- um og spiluðum Trivial Pursuit mikið á sínum tíma. Ég keppti sjálfur í Gettu betur með Flensborg. Ég held að það hafi verið annað árið sem keppnin var haldin. Við unnum í útvarpinu, sem þá var á Skúlagötu, og komumst í sjónvarpssal.“ Erfitt fyrir pabba þegar ég hætti í boltanum Hörður var einn skæðasti framherjinn í ís- lenska fótboltanum á sinni tíð. Hann segir að Tómas hafi verið í fótbolta þegar hann var yngri og nokkrir vina hans séu nú að spila með FH. „Þegar hann var tólf eða þrettán ára var hann frá í eitt og hálft ár vegna krónískra bakmeiðsla. Þau bundu enda á hans feril,“ segir Hörður. Hörður segir að það sé engin tilviljun að Tómas hafi náð svona langt í Gettu betur. „Hann nær yfirleitt því sem hann stefnir að.“ Sjálfur segir Tómas að það hafi verið erfitt fyrir pabba sinn þegar hann hætti í boltanum. „Það var smá sjokk fyrir pabba þegar ég hætti í fótbolta til að einbeita mér að leiklist en hann fyrirgaf mér það. Hann hefur alltaf mætt á sýningarnar mínar og er stoltur af mér.“ Hafnfirðingur í skóla í Garðabæ Það vekur einmitt nokkra athygli að Tómas skuli stunda nám í Fjölbraut í Garðabæ enda af þekktum Hafnfirðingum kominn í báðar ætti. Pabbi hans lék með FH og föður- afinn, Magnús Ólafsson leikari, hefur lengi haldið merki bæjarins á lofti. Skýringin er einfaldlega sú að Tómas hafði áhuga á leik- list og það er boðið upp á sérstaka leiklistar- braut í FG. „Ég vildi auðvitað að hann færi í Flensborg eins og pabbinn,“ segir Hörður. „Þetta sýnir hvað hann hugsar sjálfstætt og fram í tímann. Hann var tilbúinn að yfirgefa vinina fyrir þetta nám. Systir hans gerði einmitt það sama en hún útskrifaðist fyrir einu eða tveimur árum.“ Á leið í heimsreisu með vinum sínum „Þegar ég byrjaði á leiklistarbrautinni í FG þekkti ég ekki neinn. Ég hafði komist í úrslit með spurningaliðinu í grunnskóla svo ég var spurður hvort ég vildi ekki mæta í forpróf fyrir Gettu betur. Ég gerði mér ekki miklar vonir en komst samt í liðið og hef verið öll fjögur árin. Úrslitaviðureignin var fjórtánda keppnin mín. Við höfum alltaf komist í sjónvarpið en aldrei náð svona langt,“ segir Tómas. Tómas segir að uppeldið hafi gagnast sér vel í Gettu betur. „Pabbi og mamma eru bæði mjög menningarlega sinnuð og vel með á nótunum í tónlist og kvikmynd- um. Það eru einmitt mínir flokkar í Gettu betur.“ Hann hefur ekki látið sér Gettu betur nægja. Í vetur hefur hann verið forseti nem- endafélagsins og keppt í Morfís. Þá hefur hann líka leikið í söngleikjum í skólanum en lét það vera í vetur. „Ég útskrifast í vor og ætla mér að verða leikari í framtíðinni. Ég fór í prufurnar í LHÍ í janúar og komst í 40 manna hópinn. Það verða aftur prufur í janúar á næsta ári og þá reyni ég aftur. En þangað til ætla ég að fara í heimsreisu. Það er búið að vera klikkað að gera síðasta árið og nú ætla ég að ferðast með vinum mínum.“ Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is Tilfinningavera eins og pabbi Tómas Geir Harðarson fór fyrir liði FG sem komst alla leið í úrslit Gettu betur í vikunni. Tómas er af þekktum Hafnfirðingum kominn og pabbi hans, Hörður Magnússon íþrótta- fréttamaður, er stoltur af árangri sonarins. Tómas Geir ætlar sér að verða leikari í framtíðinni en að útskrift lokinni í vor ætlar hann að skella sér í heims- reisu með vinum sínum. Feðgarnir Tómas Geir og Hörður í Hafnar- firðinum. Þeir eru svipaðir í skapgerð; báðir tilfinningaverur og tapsárir. Hörður er stoltur af árangri sonar síns sem komst í úrslit Gettu betur með FG. Ljósmynd/Hari 28 viðtal Helgin 13.-15. mars 2015

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.