Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.03.2015, Blaðsíða 14

Fréttatíminn - 13.03.2015, Blaðsíða 14
É g hef búið og dvalið víða erlendis en hér á ég heima,“ segir Katrin Ólína Pétursdóttir þar sem við sitjum við eldhúsborðið á heimili hennar við Bergstaðastrætið. Katrín er menntaður iðnhönnuður frá París en hún starfar á svo víðu sviði sköpunar að það er erfitt að kenna hana við eitt svið. Einna þekktust er hún fyrir ævintýralegan myndheim sem flætt hefur um rými á borð við Listasafn Reykjavíkur og Cristalbar í Hong Kong. Ímyndunaraflið er henni hugleikið, hún hefur brennandi áhuga á táknheimi og hvernig tengja má ólíkar greinar á framsækinn hátt. Fjöldafram- leiðslan ekki lengur heillandi Katrín Ólína Pétursdóttir iðnhönnuður telur breyttar áherslur í heimi hönnunar geta gert hönnuði sjálfstæðari og hún sér sóknarfæri á Íslandi. Katrín hefur starfað sjálfstætt að hönnun sinni hér heima og erlendis um árabil. Hún vinnur nú að því að útfæra myndheim sinn með tækni 3D-prentunar við rannsóknarsetur Aalto háskólans í Helsinki en er stödd heima í tilefni HönnunarMars til að frumsýna al-íslenska húsgagnalínu sem hverfist um bækur og u-beygju úr Skagafirði. Nýtt landslag hönnunar „Í mörgum tilfellum fólst starf hönnuðarins á síðustu öld í því að finna lausnir fyrir framleiðslufyr- irtæki til að auka sölu og hagnað,“ segir Katrín. „Hugmyndin um fjöldaframleiðslu og samkeppni um lægsta verðið var áberandi. Með tilkomu internetsins, aðgeng- is og flæðis upplýsinga og þekk- ingar hefur heimurinn gjörbreyst. Við sem neytendur erum orðin miklu meðvitaðri, við viljum vita hvaðan varan kemur og hvernig hún varð til, úr hverju og við hvernig aðstæður. Hugsunin um einsleitan heim fjöldaframleiðsl- unnar er ekki lengur heillandi,“ segir Katrín og bætir því við að nýir tímar kalli á ríkara innihald sem megi t.d. finna í þeim jarðvegi sem standi okkur næst. „Mitt í tækni- og upplýsinga- byltingu á sér samhliða stað ákveðið afturhvarf og rómantík til rótanna og sérstöðunnar og þá opnast svigrúm til að gera annars- konar hugmyndir að veruleika. Þannig getur það sem þótti hall- ærislegt þá, vegna þess að það var t.d. unnið á einfaldan hátt, orðið eftirsóknarvert vegna þess að það hefur innihald. Ný vara verður til og internetið er nýtt til að kynna, tengja og dreifa vörunni. Með þessu fyrirkomulagi minnkar vægi hefðbundinna milliliða eins og framleiðenda og dreifingaraðila, eða fellur út. Þetta er hið nýja landslag sem er að myndast.“ Lestrarhestar úr Skagafirði Ný húsgagnalína Katrínar ber merki þessara nýju tíma en hún er unnin í samstarfi við málmiðj- una Stuðlaberg á Hofsósi. „Fyrir rúmu ári heimsótti ég Stuðlaberg og sá þar vél sem notuð var til að beygja rör í púst fyrir bíla á árum áður. Í kjölfarið fór ég að kanna möguleika á samstarfi og hafði í huga þróun einfaldra húsgagna sem ég hafði gert prótótýpur af 2 árum fyrr,” segir Katrín, og á daginn kom að röravélin hentaði fullkomlega fyrir boga sem hún hafði þá þegar gert tilraunir með. Húsgögnin, svokallaðir Lestrar- hestar, spruttu svo upp úr sam- starfinu sem hverfist um þennan boga, eða U-beygju eins og Katrín kallar hana og sem tekin er með púströravélinni góðu. „Samstarfið við Gunnlaug í Stuðlabergi, sem hefur tileinkað líf sitt málmum og vinnslu með þá, hefur verið gefandi og skemmti- legt. Með þessa hugmynd um breyttar áherslur og svæðabundna framleiðslu að leiðarljósi finnst mér áhugavert að ýta undir sam- starf hönnuðar og smáiðnaðarfyr- irtækis. Í stað þess að málmiðjan sé í verktakahlutverki við þessa framleiðslu er hugmyndin sú að hönnuðurinn og iðjan byggi upp í sameiningu.” Gömul vél fær nýtt hlutverk Það má í raun líkja framleiðslu Lestrarhesta Katrínar við „Beint frá býli“ hugmyndafræðina þar sem lítil svæðisbundin framleiðsla verður til úr því sem er þegar til staðar og er svo seld milliliðalaust til neytandans. Katrín segir sjálfa framleiðsluaðferðina, og þau tæki og þekkingu sem til staðar er, hafa verið einn meginhvata verkefnis- ins. „Í þessu felst að setja saman á nýjan máta, blanda saman og búa til nýtt samhengi. Í stað þess að líta á gamla vél sem ekki hefur verið í notkun í mörg ár sem úrelt tæki er hún tekin í endurmat og endurræst í nýjum tilgangi. Þann- ig getur lítil framleiðsla orðið til og gamlir hlutir gengið í endurnýjun lífdaga.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is 14 hönnunarmars Helgin 13.-15. mars 2015 Fáðu þetta heyrnartæki lánað í 7 daga - án skuldbindinga Bókaðu tíma í fría heyrnarmælingu og fáðu Alta til prufu í vikutíma Sími 568 6880 Prófaðu ALTA frá Oticon Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Þjónusta á landsbyggðinni | Sími 568 6880 | www.heyrnartækni.is | Góð heyrn er okkur öllum mikilvæg. ALTA eru ný hágæða heyrnartæki frá Oticon sem gera þér kleift að heyra skýrt og áreynslulaust í öllum aðstæðum. ALTA heyrnartækin eru alveg sjálfvirk og hægt er að fá þau í mörgum útfærslum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.