Fréttatíminn - 13.03.2015, Blaðsíða 86
tíska Helgin 13.-15 mars 201518
Suomi PRKL! Design, Laugavegi 27 (bakhús)
www.suomi.is, 519 6688
HönnunarMars
í finnsku búðinni
fös-lau 10-18
sun 13-18
&Bros popup
HönnunnarMars tilboð -10% af Múmín fatnaði frá Ivana Helsinki
Notaleg lífsstílsverslun við Laugaveg
Systurnar Katla og María
Krista sameina hönnun sína
undir einu þaki í versluninni
Systur og makar.
S ysturnar Katla og María Krista Hreiðarsdætur eru með sköpunargleðina í lagi.
Þær hafa rekið sitt hvort fyrirtækið
í rúm sex ár undir vörumerkjunum
Volcano Design, sem hannar og
saumar kvenfatnað og Kristu De-
sign, sem framleiðir gjafavöru og
skart. Það hafa þær gert með dyggri
aðstoð maka sinna, þeim Þórhildi
Guðmundsdóttur og Berki Jóns-
syni og gengið mjög vel þrátt fyrir
nokkrar dýfur í þjóðfélaginu undan-
farið. Þessi hópur hefur nú opnað
sína aðra verslun sem ber heitið
Systur og makar og er við Lauga-
veg 40.
Ævintýrið hófst fyrir norðan
„Við höfum sameinað krafta okkar
nokkrum sinnum og til dæmis tekið
þátt í handverkshátíðinni á Hrafna-
gili í Eyjafjarðarsveit þar sem fjöl-
margir hönnuðir safnast saman á
hverju ári og kynna afurðir sínar,“
segir María Krista. Eftir vel heppn-
aða sýningu í ágúst árið 2014 var
ákveðið að fara lengra með sam-
starfið og ákváðu systurnar að
opna saman verslun við Strandgötu
9 á Akureyri. Hugmyndin varð að
veruleika einungis mánuði seinna
sem er líklega sögulega stuttur
undirbúningur. Fyrirtækið fékk
nafnið Systur og makar. Verslunar-
stjóri var ráðinn á mettíma en svo
skemmtilega vill til að hún er systir
Þórhildar, svo nafnið á fyrirtækinu
stendur svo sannarlega fyrir sínu.
Ný verslun í Reykjavík
Samstarfið gekk það vel að ákveð-
ið var að sameina verslun Volcano
Design á Laugavegi og lítið gall-
erí, Kristu Design í Hafnarfirði, og
opna sameiginlega verslun á Lauga-
veginum undir nýjum formerkjum
Systra og maka eins og á Akureyri.
Verslunin var opnuð þann 5. febrúar
síðastliðinn, aðeins fimm mánuðum
eftir ævintýrið á Akureyri. Búðinni
er nú hægt að lýsa sem notalegri
lífsstílsverslun með íslenskri hönn-
un í formi fatnaðar, skarts og heim-
ilisvöru sem öll er hönnuð og fram-
leidd af systrunum, mökum þeirra
og starfsmönnum. „Þrátt fyrir að
merki okkar systranna séu megin
uppistaðan þá kryddum við örlítið
með vörum frá Crabtree & Evelyn
en við erum miklir aðdáendur húðv-
aranna frá þeim og eru gæði og útlit
varanna einmitt það sem við vorum
að leita eftir. Kormákur og Skjöldur
eru með lítið horn hjá okkur og hafa
verið sérstaklega vinsælir á Akur-
eyri enda sérlega falleg herralína
sem býðst ekki annars staðar á
Norðurlandinu,“ segir María Krista.
Sameina hönnun sína
Katla og María Krista hafa mik-
inn áhuga á að tvinna hönnun sína
meira saman og hafa nú þegar gert
eitt verkefni saman en þá hönnuðu
þær vörulínu út frá stjörnumerkj-
unum sem hefur slegið rækilega í
gegn. Fram undan hjá systrunum
er að opna vefverslun með vörum
Systra og maka og mun hún senda
vörur út um allan heim ef allt geng-
ur upp. „Okkur langar að geta þjón-
að sem flestum ef kostur er,“ seg-
ir María Krista. Systurnar hvetja
áhugasama til að kynna sér málið
á www.systurogmakar.is
Unnið í samstarfi við
Systur og maka
Systurnar María Krista og Katla hafa
opnað verslunina Systur og makar á
Laugavegi 40 og nutu dyggrar aðstoðar
maka sinna. Mynd/Hari
H endrikka Waage hefur tek-ið þátt í HönnunarMars frá upphafi segist njóta þess að
sjá hátíðina dafna. „Ég kem alltaf til
Íslands í tilefni af HönnunarMars og
finnst það mjög mikilvægt sem ís-
lenskur hönnuður. Það hefur verið
virkilega gaman að sjá hvernig há-
tíðin hefur vaxið og orðið að merkum
árlegum viðburði,“ segir Hendrikka.
Glamúr og bóhó-stíll
Í ár verður Hendrikka með Pop-
up verslun í Evu við Laugaveg þar
sem hún sýnir nýja kjóla, silkiklúta
og nýtt skart en Hendrikka er fyrir
löngu orðin þekkt fyrir glæsilega
hringa sína sem hafa birst á síðum
allra helstu tískublaða heims síðustu
misseri. Ekki síður vinsæl eru arm-
böndin og hálsmenin sem hún hann-
ar í bóhemískum stíl en nú fetar hún
nýjar slóðir í hönnun silkiklúta og
kjóla.
„Kjólarnir eru blanda af glamúr
og bóhemstíl, eða það sem ég kalla
„free flowing“ kjóla,“ segir Hend-
rikka. Síðkjólarnir eru úr ítölsku
silki og efnin eru líka prentuð á Ít-
alíu. Þeir eru allir með skemmtilegu
munstri og eru frekar litríkir. „Pers-
ónulega hef ég alltaf verið hrifin af
svona kjólum sem bjóða bæði upp
á að vera notaðir við mjög hátíðleg
tækifæri en sem er líka hægt að
nota hversdagslega. Þessir kjól-
ar ganga nefnilega líka mjög
vel í bóhó-stíl, við gallabux-
ur og sléttbotna skó.“
Síðir kjólar ganga við allt
„Þetta eru kjólar fyrir allan aldur,“
segir Hendrikka sem fær innblást-
ur sinn frá ferðalögum sínum um
heiminn. „Síðir kjólar eru svo mik-
ið í tísku og mér finnst að íslenskar
konur mættu alveg vera ófeimnari að
vera í þeim, við hvaða tækifæri sem
er. En svo erum við líka með þrönga
kjóla úr bómull og palíettum og ann-
að spennandi.“
Bóhemískir
silkikjólar
Hendrikku
Waage
Hendrikka Waage
hefur tekið þátt
í HönnunarMars
frá upphafi og
nýtur þess að sjá
hátíðina dafna.
Hún frumsýnir
nýja silkikjóla í
Pop-up verslun í
Evu við Laugaveg
þar sem hún mun
einnig kynna nýtt
skart og klúta.
Hendrikka segir
að íslenskar konur
mættu vera dug-
legri að nota síða
kjóla, þeir gangi
við öll tækifæri.
Kjólarnir hennar
Hendrikku eru
úr ítölsku silki
og efnin eru líka
prentuð á Ítalíu.
Hendrikka
segir að
íslenskar konur
mættu vera
duglegri við að
nota síða kjóla.
Þeir henti ekki
bara við mjög
fín tækifæri
heldur sé fal-
legt að nota þá
hversdagslega
við gallabuxur
og flatbotna
skó.
Hendrikka sýnir líka nýja silkiklúta í Pop-
up versluninni, bæði fyrir karla og konur.
Hendrikka Waage tekur þátt í Hönnunar-
Mars en hún hefur tekið þátt frá upphafi.