Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.03.2015, Blaðsíða 24

Fréttatíminn - 13.03.2015, Blaðsíða 24
Ég held að það sé svona lykill- inn að góðu sambandi að fólk sé ekki að reyna að breyta hvort öðru eða rífa hvort annað niður í rifrildi. Ég nýt stundarinnar að fullu sama hvað á bjátar eftir þessa reynslu. A uðvitað getur óvissan verið erfið en ég hef reynt að láta hana ekki hafa áhrif á mig. Það er svo margt verra sem fólk getur lent í en að missa vinnuna,“ segir fjölmiðlakonan Ellý Ármannsdóttir sem var sagt upp hjá 365 í haust, eftir níu ára starf sem ritstjóri Lífsins. „Ég var ákveðin í að láta einhvern atvinnumissi ekki drepa mig heldur var ég staðráðin í að halda áfram að sinna því sem ég var að gera og geri það nú á mínum eigin miðli,“ segir Ellý sem í dag, föstudag, opnar nýjan lífsstílsvef sem ber heitið Fréttanetið. Þó þar verði ekki fréttir um pólitík og við- skipti, að minnsta kosti ekki til að byrja með, segir hún vefinn algjör- lega standa undir nafni. „Þetta er léttur frétta- og afþreyingarvefur sem byggist upp á áhugaverðum fréttum af fólki og ýmsu skemmti- efni. Fréttir af fólki eru mest lesnu fréttirnar og það sem annað fólk hefur mestan áhuga á. Fókusinn er á kvenlegt efni en auðvitað lætur Fréttanetið ekkert fram hjá sér fara. Ég sé síðan bara til hvernig miðill- inn þróast í framtíðinni en fyrst og fremst verða þetta léttar fréttir af fólki, bæði innlendar og erlendar. Vonandi verður þetta svona persónu- legur fréttamiðill.“ Happatalan 13 Ellý bókstaflega ljómar af eldmóði þegar við hittumst á bílastæðinu fyrir framan Lifandi markað í Borgartúni. „Þetta er hérna uppi,“ segir hún og bendir á glugga fyrir ofan veitingastaðinn. „Þarna er skrif- stofan mín. Komdu!“ – og við drífum okkur upp. Ellý hefur tekið á leigu lítið skrifstofurými í Borgartúni 24 og viðskiptahverfi Reykjavíkur, Wall Street höfuðborgarinnar, blasir við út um gluggann. Fréttanetið er í eigu Ellýjar sjálfrar og vefsmiðsins Hjalta Freys Kristinssonar hjá Hug- ljómun.is sem smíðaði vefinn. „Ég velti því fyrir mér að leita til fjárfesta en síðan ákvað ég að gera þetta bara sjálf. Svona er enginn að anda ofan í hálsmálið á manni.“ Það er engin tilviljun að Ellý opnar vefinn í dag, föstudaginn þrettánda. „Þrettán hefur alla tíð verið happa- talan mín. Fæðingardagur minn er 13. maí, amma mín, Ragnhildur Eyj- ólfsdóttir, fæddist 13. október og það var 13. janúar sem hún gekk að eiga Ármann, afa minn, en þau voru mér mjög kær. Þessi tala hefur í gegnum tíðina fært mér heppni.“ Var skorin upp Ellý býr ásamt manni sínum, Frey Einarssyni, fyrrverandi sjónvarps- stjóra 365, börnum og Samoyed-tík- inni Freyju í Hörgshlíð í Reykjavík. Hún vaknar snemma alla morgna, fær sér hafragraut og gott kaffi. „Síðan útbý ég nestið og keyri ung- lingana í skólann. Eftir það sest ég við tölvuna og byrja að vinna að Fréttanetinu. Í hádeginu fer ég í World Class Laugar þar sem ég æfi daglega með vinkonu minni, síðan vinn ég áfram eftir hádegi. Börnin koma heim og ég læri með þeirri yngstu fyrir skólann,“ en það er Ellý litla sem birtist landsmönnum á RÚV aðeins tveggja og hálfs mánað- ar gömul árið 2007 þegar Ellý, móðir hennar, kynnti dagskrá sjónvarpsins sem þula. „Freyr eldar nánast alltaf og fjölskyldan borðar síðan saman. Svo er það háttatími hjá yngsta barninu en ég gef mér alltaf tíma til að spjalla og lesa fyrir háttinn og það sem eftir lifir kvöldsins reyni ég að njóta þess að vera með manninum mínum heima en þar líður mér best.“ Það var raunar þegar Ellý hafði lesið fyrir dóttur sína eitt kvöldið fyrir þremur árum sem hún fann fyrir beri í vinstra brjóstinu. „Dóttir mín lá þétt upp við mig eftir að ég hafði lesið fyrir hana og hún spurði af hverju þetta harða ber, sem var á stærð við hnetu, væri þarna í brjóstinu. Ég hafði daginn eftir sam- band við Krabbameinsfélagið og þeir buðu mér að koma í skoðun. Brjóstið var skannað og stungið á meininu og í kjölfarið var mér ráðlagt að láta fjarlægja berið strax. Ég dofnaði upp við fréttirnar og ímyndaði mér allt það versta. Ég var skorin upp og það kom síðar í ljós að um góðkynja æxli var að ræða en mér var ráðlagt að vera meðvitaðri og þreifa á brjóstun- um framvegis sem allar konur ættu að gera. Ég var heppin og er þakklát fyrir það. Þetta var viðvörun sem vakti mig til meðvitundar um hvað heilsan er mikilvæg. Ég nýt stundar- innar að fullu sama hvað á bjátar eftir þessa reynslu.“ Fékk ekki greiddan uppsagnar- frest Miklar breytingar höfðu átt sér stað hjá 365 áður en Ellý var sagt þar Margt verra en að missa vinnuna Ellý Ármannsdóttir segir að þó það hafi tekið á að vera sagt upp hjá 365 eftir níu ára starf þá hafi hún verið staðráðin í að halda ótrauð áfram. Í dag opnar hún eigin lífsstílsvef sem tileinkaður er fréttum af fólki. Ellý greindist með æxli í brjósti fyrir þremur árum, sem í ljós kom að var góðkynja, en hún segir þá reynslu hafa kennt sér að njóta líðandi stundar. Hún leggur mikið upp úr samvistum við fjöl- skylduna, les fyrir dótturina, Ellý, á hverju kvöldi og veit ekkert betra en nautasteik með bernaise sem sambýlismaðurinn eldar. upp. Sævar Freyr Þráinsson tók við af Ara Edwald sem forstjóri 365 miðla síðasta sumar og Kristín Þorsteins- dóttir gerðist útgáfustjóri og yfirmaður fréttastofu. Mikael Torfasyni var sagt upp sem ritstjóra Fréttablaðsins, Ólafur Stephensen sagði upp sem ritstjóri Fréttablaðsins og Frey Einarssyni, eiginmanni Ellýjar, var sagt upp sem sjónvarpsstjóra Stöðvar 2. „Það var búið að vera mikið rót á starfsmanna- málunum, nánast stöðugar breytingar sem sér ekki fyrir endann á, sýnist mér. Það voru allir óöryggir með vinnuna sína þannig að þetta kom ekkert á óvart í sjálfu sér,“ segir Ellý um starfslok sín. „Maðurinn minn var í mörg ár búinn að stýra fréttastofunni og þar á meðal Vísi þar sem ég starfaði. Ég gerði satt að segja ekki ráð fyrir því að nýr yfirmað- ur vildi hafa mig þarna áfram í þeim breytingum sem hún boðaði,“ segir hún og á þar við Kristínu. „Það kom í ljós fyrr en síðar að hún vildi losna við mig og ég fékk ekki greiddan upp- sagnarfrest eftir níu ára starf hjá fyrir- tækinu. Ég var auðvitað sár yfir því hvernig staðið var að þessu og fannst mér vera sýnd forneskjuleg framkoma. Það er ólíklegt að Ari Edwald, sem var forstjóri 365, hefði samþykkt að starfs- manni sem búinn væri að vinna í tæpan áratug hjá félaginu væri sagt upp með þessum hætti. Hann reyndist mér alltaf vel. Ég gat alltaf leitað til Ara.“ Ellý segist þó afar sátt við það starf sem hún skilaði hjá 365. „Ég hefði ekki viljað vera þarna deginum lengur á þeim forsendum sem þarna voru komn- ar upp en ég er sátt við þennan tíma sem var lærdómsríkur og skemmti- legur. Við náðum miklum árangri og gerðum miklar breytingar á Vísi í þá hönnun sem hann er í dag sem meðal annars urðu til þess að hann var valinn besti frétta- og afþreyingarvefur lands- ins árið 2012.“ Óhjákvæmilega setti það svip á heimilislífið að bæði Ellý og manninum hennar var sagt upp með nokkurra Ellý Ármannsdóttir er komin í sjálfstæðan atvinnurekstur og er að opna nýjan vef. Hún segist hafa íhugað að leita að fjárfestum en hafi frekar kosið að vera engum háð. Hér er hún með hundinum Freyju sem hún hreyfir reglulega í Öskjuhlíð. Ljósmynd/Hari 24 viðtal Helgin 13.-15. mars 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.