Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.03.2015, Síða 30

Fréttatíminn - 13.03.2015, Síða 30
30 viðtal Helgin 13.-15. mars 2015 Grét vegna ofskynjana Súsanna Sif Jónsdóttir er með geðhvörf og hefur verið edrú í þrjú ár eftir mikla fíkniefnaneyslu. Hún var í viðtölum hjá BUGL frá 8 ára aldri en var komin í dagneyslu á örvandi efnum á meðan hún var enn í grunnskóla. Súsanna gagnrýnir það úr- ræðaleysi sem blasir við ungu fólki með tvíþættan vanda. Hún klippir út minningargreinar um vini og kunningja – ungt fólk sem hefur ekki tekist að fóta sig í lífinu – en bara á síðasta ári missti hún fjóra. É g er enn svolítið ónýt eftir síðasta ár. Það voru óvenju margir sem ég þekkti sem dóu í fyrra,“ segir Súsanna Sif Jóns- dóttir, 23 ára fíkill í bata sem enn- fremur er með geðhvörf. Hún til- heyrir hópi ungmenna sem glíma við það sem kallast tvíþættur vandi, er með bæði fíknisjúkdóm og geð- sjúkdóm. Súsanna bendir mér á útklipptar minningargreinar sem hún er með uppi á vegg í stofunni hjá sér. „Ég er með fleiri úti í bíl. Ég keypti stóran ramma fyrir þær til að halda þessu öllu saman.“ Fjög- ur ungmenni sem hún þekkti létu lífið á síðasta ári; ungir fíklar, ungt fólk með geðraskanir og ungmenni með tvíþættan vanda. Tvö þeirra frömdu sjálfsvíg en þau höfðu bæði leitað sér aðstoðar vegna geðrænna vandamála sinna. Hin tvö létust lík- lega bæði vegna fíkniefnaneyslu, en annað þeirra var ung stúlka sem lést í svefni. Hún var rétt komin á menntaskólaaldur og hafði verið í harðri neyslu.“ Í dagneyslu á örvandi efnum í grunnskóla Súsanna fór í sitt fyrsta viðtal á Barna- og unglingageðdeild Land- spítalans, BUGL, aðeins 8 ára göm- ul. „Ég hef alltaf verið mikill hrak- fallabálkur og sjö ára var ég búin að brjóta í mér flest bein. Starfsfólk barnaverndarnefndar velti fyrir sér hvort ég væri jafnvel að slasa mig viljandi og ég var send í greiningar- viðtal. Í ljós kom að vegna vefjagigt- ar þurfti mjög lítið til að ég brotnaði og var ekki að gera þetta viljandi. Stuttu seinna fór ég að vera mjög döpur og var reglulega í viðtölum á BUGL þar til ég var 16 ára. Snemma kom upp grunur um að ég væri með geðhvörf en ég fékk ekki formlega greiningu fyrr en ég var 19 ára. Það spilaði líka inn í að ég var í neyslu og því erfitt að greina mig rétt,“ segir hún. Súsanna var tólf ára gömul þeg- ar hún man fyrst eftir að hana hafi langað til að deyja. „Það þurfti af- skaplega lítið til að raska tilfinn- ingum mínum. Ég var ofsaglöð einn daginn en þann næsta langaði mig að drepa mig. Það þurfti ekki meira til en að vinkona mín talaði illa um mig eða ég hætti með kær- astanum og mig langaði að deyja. Ég var sett á þunglyndislyf en þau virkuðu ekki. Tólf ára byrjaði ég líka að drekka og stuttu seinna var ég farin að neyta kannabis. Ég var síðan komin í dagneyslu á örvandi efnum áður en ég byrjaði í mennta- skóla.“ Hún byrjaði snemma að vinna og beitti ýmsum brögðum til að fjár- magna neysluna. „Þrettán ára fór ég að vinna í Krónunni og stal þar síg- arettukartonum sem ég skipti fyrir kannabis. Þetta komst upp og ég var rekin. Þá fór ég að vinna á Burger King og Subway á sama tíma. Ég var orðin amfetamínfíkill og tók stundum í röð eina vakt á Subway, eina vakt á Burger King og aðra á Subway. Amfetamínið hélt mér gangandi. Sextán ára var ég farin að selja eiturlyf en ég var alltaf blönk. Fíkill að selja eiturlyf er eins og api að selja banana. Þetta bara hverfur og ég missti stjórn á öllu.“ Með glóðarauga á báðum Þann 3. mars síðastliðinn var Sús- anna búin að vera edrú í 3 ár en hún fór nokkrum sinnum í meðferð áður en takmarkið náðist. „Í eitt skiptið var ég búin að vera vakandi í tvær vikur og vissi ekki lengur hvað fólk- ið í kring um mig hét. Ég endaði í bílnum mínum við bensínstöðina ÓB í Knarrarvogi þar sem ég talaði 3x15 Kolvetnaskert, próteinríkt og fitulaust Hentar fyrir LKL mataræði H VÍ TA H Ú SI Ð / S ÍA við sjálfa mig klukkutímum saman og grét yfir því hvað ég hefði keyrt yfir mikið af litlum dýrum, sem var samt bara ímyndun og ofskynjanir,“ segir hún og ég spyr hvort hún hafi oft keyrt undir áhrifum: „Áður en ég varð edrú keyrði ég varla nema undir áhrifum. Mér finnst það öm- urlegt og ég vissi alveg að það var rangt en samt gerði ég það. Sem betur fer slasaði ég aldrei neinn.“ Í öllu rússinu hafði Súsanna þarna rænu á að hringja í mömmu sína sem hringdi svo á lögregluna. „Mamma fór svo með mig heim, hún þurfti að baða mig og klæða mig og ég svaf í þrjá daga. Ég var með glóðarauga á báðum augum og bólginn munn en ég veit ekki hvað gerðist. Mamma og pabbi halda enn þann dag í dag að ég hafi verið lam- in en ég bara veit ekki hvað gerðist. Það er mjög óþægilegt að vita það ekki.“ Súsanna vaknaði því næst á Vogi og var edrú í nokkrar vikur. „Ég reyndi að vera edrú en ég reyndi líka endurtekið að drepa mig. Það þurfti að dæla upp úr mér lyfjum sem ég tók til að deyja og eins furðu- lega og það hljómar þá held ég að það hafi bjargað lífi mínu tímabund- ið að fara aftur í neyslu. Ég hætti þá þessum sjálfsvígstilraunum. Mér leið illa og ekkert gat lagað það, og neyslan fyllti upp í tómarúmið. Það bjargaði mér síðan aftur þegar mér tókst að verða edrú og ég fór í þá andlegu vinnu sem þurfti til. Súsanna hafði verið á biðlista eftir meðferð í tvo mánuði en fékk hvergi inni þegar hún ákvað að taka málin í sínar hendur. „Ég hringdi í nokkra aðila sem ég þekkti sem voru edrú og bað þá um að koma með mér í sumarbústað. Ég sagðist vilja vera edrú en lagði ekki í það ein. Þau komu með mér yfir helgi þar sem ég tók út fráhvörfin í heita pottinum og þau lásu fyrir mig úr 12-spora bók. Þegar við komum aftur í bæ- inn fór ég strax í 12-spora vinnu,“ segir Súsanna sem hefur verið edrú síðan. Þarf kynjaskipta meðferð Þrátt fyrir að vera edrú glímir Sús- anna enn við geðhvörfin. „Ég er á fjórum tegundum af lyfjum en þau hjálpa mér bara að halda tengslum við raunveruleikann. Ég er núna búin að vera í maníu í þrjá daga og svaf bara í tvo tíma í nótt. Ég verð ekki þunglynd nema kannski einu sinni í mánuði. Ég hef verið spurð hvort ég sé ofvirk en manían verður til þess að ég er mjög framkvæmda- glöð. Kærastinn minn hjálpar mér að halda mig á jörðinni og bendir mér á þegar ég fer yfir strikið. Í gær ákvað ég að skrifa bók en í dag fatt- aði ég svo að það væri óraunhæft því ég get ekki einu sinni lesið bók. Í maníu skrái ég mig á námskeið og ætla að læra allt, ég kaupi húsgögn og eyði öllum peningunum mínum.“ Súsanna er afar gagnrýnin á það úrræðaleysi sem blasir við ung- mennum með tvíþættan vandar. Teigur, sem er starfræktur innan geðdeildar Landspítalans, er fyrir þá sem eru orðnir 18 ára en ekkert er sérstaklega fyrir yngra fólk með bæði fíknivanda og geðsjúkdóma. „Það er allt of mikið af yngri krökk- um sem hafa engan stað til að fara á,“ segir hún og gagnrýnir einnig að meðferð á Vogi sé ekki kynjaskipt. „Ég þekki fjölda dæma um að ungar stelpur hafi þar kynnst mönn- um sem eru miklu eldri en þær og þeir leita svo eftir að vera með þeim þegar meðferð lýkur. Þetta eru brotnar stelpur sem leita jafn- vel eftir öryggi hjá eldri mönnum. Ein vinkona mín kynntist manni á Vogi sem var 20 árum eldri en hún. Hún fór svo á Vík en hann á Staðar- fell í eftirmeðferð. Þegar þau komu út var hann búinn að kaupa trúlof- unarhring handa henni, húsgögn og barnavagn handa barninu henn- ar og hún bara þorði ekki að segja nei við hann. Svo fór hann aftur í neyslu og hún féll líka. Ekki að það hafi verið honum að kenna en þetta var ekki besti félagsskapurinn fyrir hana. Það sem vantar fyrir þetta unga fólk er líka úrræði þegar það kemur úr meðferð í staðinn fyrir að það fari bara beint aftur í sama skólann, í sama félagsskapinn,“ segir hún en Súsanna gat nýtt sér verkefnið Grettistak hjá Reykjavíkurborg sem miðar að því að endurhæfa þá sem hafa átt við langvarandi vímuefna- vanda. „Ég held að ég væri ekki edrú ef ég hefði ekki fengið þessa endurhæfingu en þetta er bara í boði fyrir 18 ára og eldri.“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Súsanna Sif Jónsdóttir hefur verið edrú í þrjú ár en hún glímir ennfremur við geðhvörf. Hún tilheyrir því hópi ungs fólks með tvíþættan vanda; fíknisjúkdóm og geðsjúkdóm. Mynd/Hari Ég var ofsa­ glöð einn daginn en þann næsta langaði mig að drepa mig.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.