Fréttatíminn - 13.03.2015, Blaðsíða 54
54 matur & vín Helgin 13.-15. mars 2015
H in árlega Nemakeppni Kornax var haldin með glæsibrag í húsnæði Hót-
el- og matvælaskólans þann 5. og
6. mars síðastliðinn. Sjö nemendur
frá sjö bakaríum tóku þátt í þess-
ari skemmtilegu keppni sem haldin
er af Kornax í samstarfi við Klúbb
bakarameistara, Landssamband
bakarameistara og Hótel- og mat-
vælaskólann. Verkefni nemanna var
að útbúa glæsilegt veisluborð sem
samanstóð af ýmsu brauðmeti og
skrautstykkjum.
Jöfn og skemmtileg keppni
Forkeppnin fór fram viku áður og
komust fjórir bakaranemar áfram
í úrslitin. Keppnin nýtur vaxandi
vinsælda og er óhætt að segja að
vel hafi tekist til með baksturinn í
ár. Keppnin var mjög jöfn og klár-
uðu allir nemendur á réttum tíma.
Sigurvegari Nemakeppninnar í ár
kemur frá Passion og heitir Birgir
Þór Sigurjónsson. Birgir hlaut að
launum eignar- og farandbikar auk
ferðavinnings. Ennfremur veitir eitt
af úrslitasætum keppninnar rétt til
þátttöku í Evrópukeppni bakara-
nema.
Íris Björk Óskarsdóttir frá
Sveinsbakaríi hafnaði í 2. sæti,
Anna María Guðmundsdóttir frá
Mosfellsbakarí hafnaði í 3. sæti og
Gunnlaugur Ingason frá Kökulist
varð í 4. sæti. Kornax er aðalstyrkt-
araðili keppninnar og eru fulltrúar
þeirra afar ánægðir með hvernig til
tókst og þakka öllum bakaranemum
fyrir skemmtilega og jafna keppni
og óska vinningshafanum til ham-
ingju með árangurinn.
Góð æfing fyrir sveinsprófið
Birgir Þór Sigurjónsson er á sinni
lokaönn í náminu og ákvað að taka
þátt í keppninni fyrst og fremst til
að æfa sig fyrir sveinsprófið. Það
kom honum því skemmtilega á
óvart að standa uppi sem sigurveg-
ari. „Ég lagði mig þó meira fram fyr-
ir úrslitin, æfði mig á hverjum degi
vikuna fyrir og skipti um þema,“
segir Birgir, en hann valdi sér frost
sem þema í undankeppninni og fékk
þá ábendingu frá dómnefndinni um
að erfitt væri að vinna með bragð
tengt frostinu.
„Ég valdi mér því þemað sjálf-
bærni og vann með ferska ávexti,
aðallega ber, í kringum bakstur-
inn.“ Birgir starfar hjá Passion sem
er eitt af fáum handverksbakaríum
sem eru starfandi í dag. „Ég kann
mjög vel við mig þar. Það er varla
hægt að finna betri stað til að læra
á, þar er allt gert í höndunum og frá-
bærir meistarar. Mig langar einnig
að grípa tækifærið og þakka þeim
Styrmi og Elíasi Þór í Passion fyrir
allt saman. Einnig Gunnu, Hafdísi
og Sædísi, en án þeirra hefði þetta
aldrei verið hægt. Svo verð ég líka
að þakka Einari Birni bróður mín-
um, Einsa kalda, sem ýtti á eftir mér
að drífa mig í skóla og klára námið.“
Fram undan hjá Birgi er að klára
námið í vor og svo tekur við ferð til
Þýskalands með Kornax á bakara-
sýningu. „Þar mun ég eflaust læra
eitthvað nýtt og skemmtilegt, en
það er alltaf markmiðið að verða
betri bakari,“ segir Birgir.
Unnið í samstarfi við
Kornax
Birgir Þór sigraði í nemakeppni KORNAX
Bakaraneminn Birgir Þór Sigurjónsson stóð uppi sem sigur-
vegari í nemakeppni Kornax um síðustu helgi. Hann valdi sér
frost og sjálfbærni sem þema og útbjó glæsilegt veisluborð með
gómsætu brauðmeti og skrautstykkjum. Með sigrinum vann
hann sér inn þátttökurétt í Evrópukeppni bakaranema.
Birgir Þór Sigurjónsson fagnar sigrinum í nemakeppni KORNAX 2015. Mynd / Hari.
Birgir Þór blandaði saman frostþema og
ávöxtum. Útkoman var einkar glæsileg
og bragðgóð. Mynd / Hari.