Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.03.2015, Blaðsíða 54

Fréttatíminn - 13.03.2015, Blaðsíða 54
54 matur & vín Helgin 13.-15. mars 2015 H in árlega Nemakeppni Kornax var haldin með glæsibrag í húsnæði Hót- el- og matvælaskólans þann 5. og 6. mars síðastliðinn. Sjö nemendur frá sjö bakaríum tóku þátt í þess- ari skemmtilegu keppni sem haldin er af Kornax í samstarfi við Klúbb bakarameistara, Landssamband bakarameistara og Hótel- og mat- vælaskólann. Verkefni nemanna var að útbúa glæsilegt veisluborð sem samanstóð af ýmsu brauðmeti og skrautstykkjum. Jöfn og skemmtileg keppni Forkeppnin fór fram viku áður og komust fjórir bakaranemar áfram í úrslitin. Keppnin nýtur vaxandi vinsælda og er óhætt að segja að vel hafi tekist til með baksturinn í ár. Keppnin var mjög jöfn og klár- uðu allir nemendur á réttum tíma. Sigurvegari Nemakeppninnar í ár kemur frá Passion og heitir Birgir Þór Sigurjónsson. Birgir hlaut að launum eignar- og farandbikar auk ferðavinnings. Ennfremur veitir eitt af úrslitasætum keppninnar rétt til þátttöku í Evrópukeppni bakara- nema. Íris Björk Óskarsdóttir frá Sveinsbakaríi hafnaði í 2. sæti, Anna María Guðmundsdóttir frá Mosfellsbakarí hafnaði í 3. sæti og Gunnlaugur Ingason frá Kökulist varð í 4. sæti. Kornax er aðalstyrkt- araðili keppninnar og eru fulltrúar þeirra afar ánægðir með hvernig til tókst og þakka öllum bakaranemum fyrir skemmtilega og jafna keppni og óska vinningshafanum til ham- ingju með árangurinn. Góð æfing fyrir sveinsprófið Birgir Þór Sigurjónsson er á sinni lokaönn í náminu og ákvað að taka þátt í keppninni fyrst og fremst til að æfa sig fyrir sveinsprófið. Það kom honum því skemmtilega á óvart að standa uppi sem sigurveg- ari. „Ég lagði mig þó meira fram fyr- ir úrslitin, æfði mig á hverjum degi vikuna fyrir og skipti um þema,“ segir Birgir, en hann valdi sér frost sem þema í undankeppninni og fékk þá ábendingu frá dómnefndinni um að erfitt væri að vinna með bragð tengt frostinu. „Ég valdi mér því þemað sjálf- bærni og vann með ferska ávexti, aðallega ber, í kringum bakstur- inn.“ Birgir starfar hjá Passion sem er eitt af fáum handverksbakaríum sem eru starfandi í dag. „Ég kann mjög vel við mig þar. Það er varla hægt að finna betri stað til að læra á, þar er allt gert í höndunum og frá- bærir meistarar. Mig langar einnig að grípa tækifærið og þakka þeim Styrmi og Elíasi Þór í Passion fyrir allt saman. Einnig Gunnu, Hafdísi og Sædísi, en án þeirra hefði þetta aldrei verið hægt. Svo verð ég líka að þakka Einari Birni bróður mín- um, Einsa kalda, sem ýtti á eftir mér að drífa mig í skóla og klára námið.“ Fram undan hjá Birgi er að klára námið í vor og svo tekur við ferð til Þýskalands með Kornax á bakara- sýningu. „Þar mun ég eflaust læra eitthvað nýtt og skemmtilegt, en það er alltaf markmiðið að verða betri bakari,“ segir Birgir. Unnið í samstarfi við Kornax Birgir Þór sigraði í nemakeppni KORNAX Bakaraneminn Birgir Þór Sigurjónsson stóð uppi sem sigur- vegari í nemakeppni Kornax um síðustu helgi. Hann valdi sér frost og sjálfbærni sem þema og útbjó glæsilegt veisluborð með gómsætu brauðmeti og skrautstykkjum. Með sigrinum vann hann sér inn þátttökurétt í Evrópukeppni bakaranema. Birgir Þór Sigurjónsson fagnar sigrinum í nemakeppni KORNAX 2015. Mynd / Hari. Birgir Þór blandaði saman frostþema og ávöxtum. Útkoman var einkar glæsileg og bragðgóð. Mynd / Hari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.