Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.03.2015, Side 78

Fréttatíminn - 13.03.2015, Side 78
tíska Helgin 13.-15 mars 201510 Tökum vorinu fagnandi Með nýrri árstíð fylgja alls konar freistingar frá snyrtivöruheiminum. Þegar fer að vora verðum við að hugsa öðruvísi um húðina og bjartari litir verða sífellt meira áberandi. Ĺ Oreal tekur vorinu fagnandi, meðal annars með litríkum naglalökkum og frábærum augabrúnavörum. Húðlínan frá Neutrogena ilmar eins og greip í takt við vorið og augnhárin frá Tanya Burr setja fallegan svip á heildarútkomuna. Visibly Clear Pink Grapefruit hreinsilína Einföld húðvörulína frá merki sem hefur í áraraðir verið leiðandi á sviði góðra húðvara. Pink Grapefruit línan inniheldur vöru sem hentar bæði konum og körlum á öllum aldri og öllum húðtýpum en það sem skiptir mestu máli er að velja hreinsinn sem hentar þinni húðgerð. Línan inniheldur gelhreinsi sem er góður fyrir normal/blandaða húð og kremhreinsi sem hentar þurri/viðkvæmri húð. Auk þeirra er svo léttur skrúbbur sem hentar öllum húðgerðum sem ætti að nota tvisvar í viku. Vörurnar innihalda svokallaða MICROCLEAR tækni sem djúphreinsar húðina og hreinsar því öll óhreinindi eins og olíu og mengun og styrkir varnir húðarinnar fyrir myndun óhreininda. Vörurnar hreinsa húðina á frísklegan og einfaldan hátt. Visibly Clear Pink Grapefruit Oil-Free Moisturiser Olíulaust og rakamikið krem sem hentar því bæði konum með þurra, normal og blandaða húð. Formúlan er létt en gefur þó húðinni 24 stunda raka sem fer hratt inn í húðina og situr ekki eftir á yfirborði þess. Kremið er ríkt af MICROCLEAR tækni eins og aðrar vörur í Grapefruit línunni og eftir stöðuga notkun styrkir það varnir húðarinnar og kemur í veg fyrir að bólur og ójöfnur myndist í áferð húðarinnar. Bleika greipið gefur aukinn raka og frískleika svo útgeislun húðarinnar eykst til muna! Augnhárin frá Tanya Burr: Þessa stundina teljast farðanir varla tilbúnar fyr en loka „touchið“ er sett á þær og þá iðulega með flottum augnhárum. Augnhárin frá Tanya Burr hafa á stuttum tíma vakið athygli íslenskra kvenna fyrir mikil gæði og gott úrval. Samtals eru í línu þessa þekkta bloggara fjögur heil augnhár, ein hálf og pakki af stökum augnhárum sem koma í þremur mismun- andi stærðum. Augnhárin eru síður en svo ýkt og eru meira til að fullkomna umgjörð augnanna hvort sem það er að gera þau meira hringlaga eða möndlulaga. Augnhárin eru fislétt og þyngja því ekki augnlokin og eru þægileg að vera með. Með augnhárunum fylgir lím til að nota þau og við mælum með því að áður en þið límið þau á mælið þau þá við ykkar augu og klippið til eftir því sem þarf svo þau passi ykkar augum. Munið svo að leyfa líminu að þorna vel áður en þið setjið þau á augun svo þau festi sig á sínum stað en færist ekki til. Þessi eru frábær fyrir konur á öllum aldri sem vilja poppa uppá augnförðunina sína. Sublime Glow Sensational Cleansing Oil Olíur hafa aldrei verið jafn vinsælar og nú og snyrtivörur sem innihalda olíu hafa aldrei verið jafn áberandi. Með hjálp þessa olíuhreinsis losnið þið við allar tegundir óhreininda á augabragði. Olían leysir upp erfið óhreinindi eins og mengun eða SPF varnir sem eru okkur nauðsynlegar dags daglega en óþarfi á næturnar. Auk þess leysir hún upp vatnsheldar förðunarvörur. Olían hentar fyrir allar húðtýpur og einn helsti kosturinn við að nota þær fyrir konur með olíumikla húð er að hreinsiolían leitast við að koma jafnvægi á olíuframleiðslu húðarinnar með því að draga úr framleiðslu óhreinna olía og skipta þeim út fyrir nær- ingarríkar olíur. Sublime Glow Radiance Revealing Scrub Góður andlitsskrúbbur er ómissandi inn í húð- vörurútínu hverrar konu. Skrúbb ætti að nota um tvisvar sinnum í viku en alltaf eftir ástandi húðar- innar. Hreinsiskrúbbar ná að opna svitaholurnar vel og draga upp úr þeim óhreinindi sem er annars erfitt að ná til. Sublime skrúbburinn inniheldur apríkósukjarna sem hreinsar húðina á frísklegan hátt og skila frá sér tandurhreinni og geislandi húð. Casting Sun Kiss Jelly Með hækkandi sól langar marga að lýsa aðeins upp á hárlitinn sinn. Nýja Sunkiss Jelly gelið er létt í sér og aflitar hárið smám saman. Gelið er borið beint í hárið allt eða í þann hluta þess sem þið viljið lýsa en liturinn sem það gefur hárinu er permanent. Liturinn virkjast með hita en það lýsir hárið alltaf eitthvað smá en þið getið aukið virkni þess með hjálp sólar eða hita frá hárblásara og gelið má bera í bæði þurrt og blautt hár. Gelið má nota í ýmislegt t.d. til að búa til flotta ombre áferð í hárinu, lýsa upp rót eða til að fá strípur. Með hjálp þessarar vöru getið þið haldið í sólkyssta áferð hársins allan ársins hring!

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.