Fréttatíminn - 13.03.2015, Blaðsíða 20
M
eginstef póli-
tískrar umræðu
á Íslandi undan-
farna áratugi
var krafan um
að reglur og skattheimtur fyrir-
tækja yrðu aðlagaðar að því sem
best gerðist í nágrannalöndum
okkar. Kenningin er sú; að ef ís-
lenskum fyrirtækjum er búið
lakara umhverfi en fyrirtækjum í
útlöndum muni þau íslensku ekki
standast samkeppni á markaði,
rekstur þeirra ganga verr og
þau skila minna inn í þjóðarbúið.
Meginstef íslenskra stjórnmála
frá þjóðarsáttarsamningunum
1990 í gegnum allan Davíðstímann
og allt fram að Hruni var að færa
íslenskan atvinnurekstur út úr
innilokuðu kerfi hafta og heima-
tilbúinna reglna yfir í það almenna
umhverfi sem tíðkaðist í okkar
heimshluta.
Bankaveldi eða bylting
Nú má deila um hvort þessi var
stefnan í reynd eða hvort þetta var
aðeins yfirvarp umræðunnar á
meðan að hér fór fram tilfærslan á
eignum og aðstöðu frá opinberum
rekstri til fyrirtækjaarms stjór-
nmálaflokka; svipað og var raunin
í öðrum löndum sem á sama tíma
reyndu að aðlagast hefðbundnu
vestrænu viðskiptaumhverfi.
Það má líka deila um hvort
Hrunið á Íslandi var afleiðing
einkavinavæðingar að hætti Rúss-
lands og Austur-Evrópu eða hvort
hún var tilkomin vegna innleiðing-
ar opnara og óheftara viðskipta-
umhverfis.
Það er í raun óumdeilt að ríki
Vesturlanda fóru of langt í að slaka
á reglum sem áður héldu bönkum
og fjármálalífinu í skefjum og
skópu þar með skrímsl sem lék
efnahag allra ríkja illa. Og fer
enn illa með samfélögin. Hrunið
leiddi í ljós að í aðdragandanum
höfðu valdatæki stjórnvalda verið
heft á sama tíma og slakað var á
þeim reglum sem fjármálafyrir-
tækin áttu að fara eftir; svo mjög
að stjórnvöld gátu í raun ekki
hamið skrímslið þrátt fyrir Hrunið
og augljósa nauðsyn þess að snúa
það niður. Þess vegna standa allar
þjóðir frammi fyrir tveimur fram-
tíðarkostum; annars vegar áfram-
haldandi þróun óbreytts kerfis
undir ægivaldi banka og alþjóð-
legra stórfyrirtækja eða stjórn-
byltingu hins vegar; friðsama eða
vopnaða umpólun valda innan
samfélagsins þannig að það þjóni
meginþorra almennings en ekki
aðeins þeim ríku og völdugu.
Ísland er enn að hrynja
Þegar þetta Hrun skall á Íslandi og
öðrum nýfrjálsum ríkjum – ef gefa
má þeim ríkjum það samheiti sem
innleiddu aukið frjálsræði þróaðri
hagkerfa inn í frumstæð efna-
hagskerfi langvarandi einangr-
unar og hafta; þá feykti það burt
öllum stoðum og stofnunum sam-
félagsins vegna þess að þær voru
allar nýjar og illa byggðar; enda
var markmiðið fremur að stilla
upp leiktjöldum hins frjálsa og
opna hagkerfis en að grunnhug-
myndir þess ættu að festa rætur.
Af þessum sökum hefur Hrunið
gengið nær samfélögum hinna
nýfrjálsu ríkja. Á Íslandi varð ekki
aðeins bankahrun heldur gjald-
miðilshrun, efnahagshrun, stjórn-
málalegt hrun, hrun stjórnsýsl-
unnar og stjórnskipulegt hrun. Í
raun stendur ekki steinn yfir steini
í íslensku samfélagi. Fólk er hins
vegar að aðlagast rústunum; sættir
sig við að vita ekki hvar liggja
valdmörk forseta og þings, hvort
embættismenn eigi að beygja sig
undir úrskurði eftirlitsstofnana
eða hvort stjórnsýslan eigi að
þjóna valdafólki eða almenningi.
Efnahags- og atvinnulífið hefur
aðlagast gjaldmiðli í höftum og
leitar nú helst leiða til að hagnast
Verkalýðsbarátta á tímum hnattvæðingar
Eftir að hafa stefnt að því í fáein ár að líkjast samfélögum í
nágrannalöndunum virðast íslenskir fyrirtækjaeigendur helst vilja
stefna aftur á síldarplanið, og helst alla leið aftur í vistarböndin.
sem mest af fé sem lokaðist inni
í Hruninu eða af innikróuðu fé
lífeyrissjóðanna. Þrátt fyrir fall í
lífskjörum almennings hagnast
bankarnir stjarnfræðilega. Og
óviðráðanlega, því enginn telur sig
fá neitt við það ráðið. Frekar en að
ná auðlindum hafsins úr höndum
fáeinna manna þrátt fyrir yfir-
lýstan vilja meginþorra almenn-
ings. Fasteignaverð spennist upp
langt umfram launahækkanir svo
láglaunafólk og fólk á lægri miðl-
ungstekjum hefur hvorki efni á að
leigja né kaupa húsnæði.
Ég gæti haldið áfram að telja
upp fleiri merki þess að Ísland er
hrunið og er enn að hrynja, en
sleppi því svo ég komi erindinu að.
Trúin á tengingu við útlönd
Þó vil ég staldra við eitt af því sem
enn er að hrynja. Það er trúin
á að tenging Íslands við næstu
nágrannalönd geti fært lífskjör,
réttindi og velferð almennings nær
því sem fólk í okkar heimshluta
býr við. Að með slíkri tengingu
muni íslenskt launafólk fá notið
sambærilegra kjara og launafólk í
nágrannalöndunum. Að íslenskum
almenningi verði með tímanum
mögulegt að kaupa húsnæði á
sambærilegum kjörum og fólk
nýtur í nágrannalöndunum. Að
vinnutími á Íslandi verði líkur því
sem tíðkast í okkar heimshluta svo
fólk fái notið fleiri stunda með fjöl-
skyldu sinni eða við áhugamál sín.
Að verðlag á vörum og þjónustu
aðlagist með tímanum verðlagi í
nágrannalöndunum svo íslenskt
launafólk þurfi að vinna skemur
fyrir brýnustu nauðsynjum, eigi
meira aflögu og búi við meira fjár-
hagslegt öryggi.
Þessi trú er eitt af því sem hefur
hrunið á Íslandi. Þá á ég ekki bara
við hversu deigari Evrópusinnar í
Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki
hafa orðið; heldur líka þá sem
kannski voru aldrei spenntir fyrir
Evrópusambandinu en trúðu samt
að lykillinn að aukinni velsæld al-
mennings á Íslandi væri opið og
frjálst hagkerfi að hætti Vestur-
landa; að Ísland ætti að taka upp
þá samfélagsumgjörð sem best
hefði reynst í okkar heimshluta.
Þessi trú lifði ekki af Hrunið. Þvert
á móti hrakti það marga af helstu
postulum alþjóðavæðingarinnar
ofan í skotgrafir einangrunar og
séríslenskra lausna, skotgrafir sem
auðvitað voru alltaf þarna á vellin-
um; það voru aðeins fáein ár síðan
forysta Sjálfstæðisflokks og Fram-
sóknar hafði skriðið upp úr þeim.
Ég er bara verstöð
Hin pólitíska staða á Íslandi er sú
að fólkið í þessum skotgröfum er
eina virka fólkið í umræðunni. Því
hefur tekist að sveigja framtíðar-
sýn hópsins frá samlögun íslenskt
samfélags við næstu nágrannalönd
yfir í hugmyndir um að Ísland
eigi ef til vill aldrei samleið með
nokkru öðru landi; að Hrunið hafi
kennt okkur að það sé á engan að
treysta annan en okkur sjálf. Að
okkur farnist best ef við snúum
okkur að því sem við ein eigum og
enginn getur tekið frá okkur, að
við verðum að vernda það og verja
og byggja tilveru okkar á því einu
og hætta okkur ekki út í opin og
frjáls samskipti við ókunnugt fólk.
Sem hlýtur á endanum að svíkja
okkur. Eins og dæmin sanna.
Einhvern veginn svona er til-
vistarleg staða Íslands eftir Hrun.
Það vill skríða aftur til fyrra tíma;
dregur þær ályktanir af Hruninu
að opið og frjálst samfélag hafi
hugsanlega aldrei verið nokkuð
sem hentaði því og vill sætta sig
sem fyrst við að vera bara verstöð.
Önnur lönd geti hugsanlega orðið
fullburða samfélög, en ég er bara
verstöð, – hugsar niðurbrotna Ís-
land.
Einkenni verstöðva er að arður-
inn af atvinnustarfseminni situr
ekki eftir í samfélaginu heldur
er fluttur burt. Samfélagið nær
því ekki að dafna og lyfta upp
lífskjörum íbúanna heldur situr
fast þannig að það nær aðeins að
uppfylla grunnþarfir. Svona voru
síldarþorpin á síðustu öld og svona
hafa sjávarþorpin orðið eftir upp-
töku kvótakerfsins, þar sem kvóta-
eigandinn tilheyrir ekki lengur
þorpinu heldur er orðinn fjár-
magnseigandi í einhverri allt ann-
ari veröld. Svona er Reyðarfjörður
og svona vill Húsavík verða; útstöð
stórfyrirtækis sem flytur arðinn
af starfseminni burt, skattfrjálst í
boði ríkisstjórnarinnar.
Gunnar Smári
Egilsson
gunnarsmari@frettatiminn.is
Greinina í heild má finna á bloggi
Gunnars Smára frettatiminn.is
Lágmarkslaun ófaglærðs verkafólks í fiskvinnslu í Noregi eru 162,85 krónur norskar á tímann eða 2.783 krónur íslenskar. Lægsti
taxti Starfsgreinasambandsins er 1.167,47 krónur á tímann. Það þyrfti 138 prósent launahækkun til að jafna hann við norsk
lágmarkslaun; ígildi 258 þúsund króna launahækkunar á mánuði. Svona illa leikið er íslenskt verkafólk.
Gunnars Smári á
frettatiminn.is
Gunnar Smári Egilsson bloggar nú
reglulega á vef Fréttatímans, www.
frettatiminn.is, um það sem efst er
á baugi í samfélaginu. Gunnar Smári
horfir jafnt til sögunnar og samtímans
en enn fremur fram á veginn í skrifum
sínum. Þeir sem fylgjast vilja með þjóð-
málum komast vart hjá því að kynna
sér skoðanir Gunnars Smára, hvort sem
þeir eru sammála honum eður ei.
20 samtíminn Helgin 13.-15. mars 2015
Laugardagstilboð
– á völdum dúkum, servéttum og kertum
se
rv
ét
tú
r
ke
rt
i
dú
ka
r
Rekstrarvörur
- vinna með þér
Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík
Sími: 520 6666 • sala@rv.is • rv.is
®
Ýmis servéttubrot
Sjá hér!
Verslun RV er opin virka daga kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-16
Rekstrarvörur
- vinna með þér