Fréttatíminn - 13.03.2015, Page 79
tískaHelgin 13.-15 mars 2015 11
Unnið í samstarfi við
Ĺ Oreal og Neutrogena
Brow Artist Genious Kit fyrir augabrúnir
Vinsældir fallegra og vel mótaðra auga-
brúna hafa aldrei verið eins mikla og nú og
því er það mikið fagnaðarefni að L’Oreal
færir okkur glæsilega nýjung, fallega öskju
sem inniheldur allt sem þarf í verkið. Brow
Artist pallettan er til í tveimur mismunandi
litatónum og inniheldur lit til að fylla inn í
augabrúnirnar og vax til að móta þær og
festa lögun þeirra. Einnig fylgja burstar til
að fullkomna augabrúnirnar og plokkari
til að laga þær aðeins til þegar þarf. Hér
er á ferðinni glæsileg vara sem aðdáendur
náttúrulegra augabrúna ættu ekki að láta
framhjá sér fara.
Flash Manicure Dip
naglalakkahreinsir
Naglalakkahreinsir sem fjarlægir
lökk á augabragði. Glasið inni-
heldur svamp sem er fullur af
naglalakkahreinsi. Í svampinum
er gat sem þú setur fingurinn
inn í og snýrð svo fram og til
baka og lakkið hverfur á auga-
bragði. Það hefur aldrei verið
jafn auðvelt að skarta fallegum
nöglum og skipta um liti eins
og með hjálp þessa snilldarlega
naglalakkasvamps. Naglalakka-
hreinsirinn er án Asintone.
Infallible Gel Nail Polish
Langar þig í fallegt naglalakk
sem gefur nöglunum gelkennda
áferð og endist fallegt í allt að
12 daga? Þá eru Infallible lökkin
eitthvað sem þú mátt ekki láta
framhjá þér fara. Lökkin eru
fáanleg í alls konar fallegum
litum en þau eru tvöföld. Byrjið
á því að bera tvær umferðir
af litnum á neglurnar og full-
komnið svo áferð þeirra og
aukið endingu þeirra með því
að bera yfirlakkið á neglurnar.
Neglurnar fá fallegan lit og
ómótstæðilegan glans.
Infallible 24H Stay Fresh Foundation
Glæsilegur farði sem endist eins allan
daginn. Infallible farðinn gefur húðinni
fullkomna og mjúka áferð þar sem
hann dregur fram það fallegasta í
húð hverrar konu. Farðinn inniheldur
Hyaluronic Acid sem er efni sem gefur
húðinni mikla fyllingu og raka sem
endist allan daginn. Þessi frábæra
ending farðans útskýrist af virkni
efnisins sem gerir húðina enn áferðar-
fallegri en áður. Farðinn hentar konum
á öllum aldri og öllum húðtýpum en
hann er fáanlegur í 7 mismunandi litum
svo allar konur ættu að eiga auðvelt
með að finna sinn lit.
Brow Artist Plumper
Einn helsti kosturinn við að
nota lituð augabrúnagel er
að það fullkomnar umgjörð
augabrúnanna. Gelið er
borið á með eins konar
spoilerbursta sem greiðir í
gegnum hárin í augabrún-
unum og litar þau um leið.
Útkoman verður því mun
náttúrulegri þar sem liturinn
umlykur eingöngu hárin sjálf
en ekki svæðið í kring. Auk
þess heldur gelið hárunum
á sínum stað svo auga-
brúnirnar eru fullkomnar
allan daginn. Gelið er bæði
til með lit og litlaust sem er
þá flott að nota með öðrum
augabrúnavörum.
Lumi Magique Primer
Ef húðina þína skortir
þessa ómótstæðilegu
glóð sem gefur húðinni
frísklega áferð þá er
þessi primer fullkominn
í verkið. Primerinn er
léttur og fljótandi og
gefur húðinni fallega
perlukennda áferð.
Primerinn má nota
bæði undir og yfir farða
og þá sem highlighter.
Þessi er fullkominn til
að gefa húðinni fallega
og ljómandi áferð fyrir
komandi vor.
Mega Volume Miss
Mange Punky
Nýjasti maskarinn frá
L’Oreal sem þéttir og
þykkir augnhárin svo þau
vekja enn meiri athygli en
áður. Burstinn sem fylgir
maskaranum er úr gúmmíi
og hann er sérstaklega
hannaður með það í huga
að fanga hvert og eitt
augnhár og þekja það al-
gjörlega með formúlunni.
Augnháratrendið undan-
farið hefur verið að vera
með mikil og áberandi
augnhár og með hjálp
þessa maskara verður
leikur einn að ná lúkkinu!
Super Liner Smokissime
Hvaða konu dreymir ekki um að ná fallegri
smoky augnförðun á örstuttum tíma? Það
er mögulegt með glænýju augnskuggas-
vömpunum frá L’Oreal, en aðeins þarf eina
stroku til. Í lokinu er formúla augnskugg-
anna en þeir gefa augunum matta áferð og
eru með sérstaklega sterkum pigmentum.
Með svampinum dreifið þið úr augnskugg-
anum yfir aungnlokið eða meðfram neðri
augnhárunum og augun fá fallega og mjúka
umgjörð. Aungskuggarnir eru fáanlegir í
þremur mismunandi litum.
Skin Perfection húðvörlína
Ný og glæsileg húðvörlína sem er sérstaklega gerð fyrir
konur 25 ára og eldri eða fyrir þær sem eru farnar að
finna fyrir fyrstu einkennum öldrunar í húðinni. Þegar
húðin eldist gerir rakatap fyrst vart við sig en smám
saman dregst úr myndun raka í húðinni auk þess sem
breytingar á litarhafti og fyrstu grunnu línurnar fara að
láta sjá sig og áferð húðarinnar verður grófari en áður.
Vörulínan inniheldur vörur sem taka á þessum einkenn-
um, draga úr þeim og með virkni sinni og gefa húðinni
mikinn raka, fallega áferð og ómótstæðilegan ljóma.
Skin Perfection Anti-Tiredness
Instant Beautyfying Daily Care
Hér er á ferðinni sannkallaður
þreytubani sem gefur húðinni
samstundis mikinn raka og aukna
glóð. Kremið er í fyrstu litlaust
og það er borið á hreina húð eftir
að hún hefur verið nærð með
grunnvörum eins og serumi eða
rakakremi. Þegar kremið kemst
í snertingu við húðina fær það í
sig léttan lit sem aðlagar sig að
litarhafti hverrar konu. Auk þess
inniheldur kremið litaleiðrétt-
andi agnir sem jafna litarhaft
húðarinnar og frískar samstundis
uppá húðina.