Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.04.2015, Blaðsíða 8

Fréttatíminn - 17.04.2015, Blaðsíða 8
O kkur hefur komið helst á óvart að tilkynningar um heimilisofbeldi eru ekki bundnar við kvöld og helgar eins og við reiknuðum með. Fjöldi til- kynninga er einnig meiri en við bjuggumst við,“ segir Þóra Kemp, deildarstjóri á velferðarsviði Reykja- víkurborgar og fulltrúi í stýrihópi sem settur var á laggirnar vegna átaksverkefnis Reykjavíkurborgar og lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu gegn heimilisofbeldi. Samstarfssamningur var undir- ritaður þann 12. janúar og ber verk- efnið heitið: Saman gegn ofbeldi. Með tilkomu verkefnisins er í fyrsta skipti boðið upp á þjónustu félags- ráðgjafa frá félagsþjónustu í útköll- um vegna heimilis þegar barn er ekki á heimilinu – en fulltrúi barna- verndar kemur alltaf ef barn er á heimili – og segir Þóra að þolendur þiggi þjónustuna í flestum tilfellum. Á fyrstu þremur mánuðunum sem verkefnið var í gangi, til 12. apríl, bárust 60 tilkynningar þar sem starfsmaður þjónustumiðstöðva var kallaður út til að sinna fullorðnum þolendum og/eða gerendum í heim- ilisofbeldismálum. Fyrstu tvo mán- uðina voru útköllin 36 en 24 bættust við síðastliðinn mánuð. Í rannsókn á ofbeldi gegn konum sem Rannsóknarstofnun í barna- og fjölskylduvernd vann fyrir félags- og tryggingamálaráðuneytið árið 2010 kemur fram að rúmlega rúm- lega 22% aðspurðra kvenna höfðu verið beittar ofbeldi í nánu sam- bandi einhvern tíma frá 16 ára aldri. Engar innlendar rannsóknir eru til þar sem heimilisofbeldi sem karlar verða fyrir er sérstaklega skoðað. Útkallið gengur fyrir Samkvæmt nýju verklagi mætir ráðgjafi frá þjónustumiðstöðvum á staðinn ef brotaþoli og/eða ger- andi þiggja boð lögreglu þar um. Alls er um að ræða 33 starfsmenn sex þjónustumiðstöðva sem skipta á milli sér bakvöktum vegna slíkra útkalla. „Ef útkallið berst á dag- vinnutíma, þegar viðkomandi bak- vaktarstarfsmaður er í vinnu verða önnur verkefni að bíða og hann fer strax í útkallið. Líklega á þetta fyrir- komulag eftir að slípast þegar fram líða stundir en í takt við tölfræði frá lögreglunni höfðum við ekki reiknað með mörgum útköllum á dagvinnutíma,“ segir Þóra. Ráðgjafi velferðarsviðs veitir fyrstu aðstoð sem getur meðal annars falið í sér að fylgja þolanda til læknis og hvetja þolanda til að fá áverkavottorð, koma fjölskyldunni í öruggt skjól eða finna húsnæði fyrir geranda ef þörf er á. Þá hefur ráðgjafinn einnig milligöngu um að vísa þolanda til ráðgjafar hjá þjónustumiðstöð í því hverfi þar sem hann á lögheimili í. Kallaður er til túlkur er þörf er á. Skýr skipting er á milli þess hvaða verkefnum lögregla og fulltrúi félagsþjónustu sinna – og svo fulltrúi barnaverndar ef hann er á staðnum – þannig að brotaþolar og gerendur þurfi ekki að endurtaka sömu upplýsingarnar við marga aðila. Eitt af hlutverkum félagsráð- gjafa er að greina og skrá þætti eins og vímuefnaneyslu, fötlun geranda eða þolanda, þungun brotaþola og notkun túlka. „Þessar upplýsingar geta hjálpað okkur að vinna áfram með þennan málaflokk. Fatlaðir eru hópur sem á undir högg að sækja svo og innflytjendur eins og niður- stöður rannsókna hafa sýnt, og því erum við sérstaklega vakandi fyrir þessum hópum,“ segir Þóra. Vitjun innan 7 daga Verklag í þessum málum hjá félags- þjónustunni er með þeim hætti að eftir útkallið á sér stað eftirfylgni og félagsráðgjafi hringir innan þriggja daga til að taka stöðumat og býður upp á viðtal. „Misjafnt er þá hvort brotaþoli er heima, hefur farið til ættingja eða dvelst í Kvennaathvarf- inu. Lokahnykkurinn á því ferli sem hefst með útkallinu er sameiginleg vitjun lögreglu og ráðgjafa innan viku. Eftir það er málinu í raun lokið en það getur farið í áframhaldandi vinnslu á þjónustumiðstöð,“ segir Þóra. Þegar brotaþolar eru þegar með ráðgjafa innan þjónustumið- stöðvanna er allur gangur á því hvort þeir vilja að þeir ráðgjafar vinni að heimilisofbeldismálinu eða hvort þeir vilja fá annan ráðgjafa til þess. „Þetta er val fólks og við komum til móts við þessar óskir,“ segir hún. Þóra segir að þolendur heim- ilisofbeldis tali um að þeim finnist þeir fá meiri stuðning með aðkomu þjónustumiðstöðvanna í þessum málum. „Ég get nefnt dæmi um eitt mál sem kom upp eftir að þetta verkefni hófst. Um var að ræða aðila sem hafði ekki verið í neinum sam- skiptum við félagsþjónustuna en eftir útkallið fann viðkomandi hjá sér aukinn persónulegan styrk og ákvað að fá stuðning til að skilja við ofbeldismanninn. Það er hins vegar alls ekki alltaf raunin og stundum leita báðir aðilar sér persónulegr- ar aðstoðar og reyna að láta sam- bandið ganga,“ segir Þóra. Eins og Fréttatíminn fjallaði um í síðustu viku er verkefnið Karlar til ábyrgðar eina sérhæfða meðferðar- úrræðið fyrir þá sem beita ofbeldi á heimilum og leitaði metfjöldi sér þar aðstoðar í fyrra, 95 manns – þar af 54 sem voru að koma í fyrsta skipti. Þjónustumiðstöðvarnar benda ger- endum á þetta úrræði sem hefur reynst afar vel. „Saman gegn ofbeldi“ er fyrsta samvinnuverkefni Reykjavíkurborg- ar og lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu af þessari stærðargráðu en tugir starfsmanna koma að því beint. „Þetta er gríðarlega viðamik- ið og samstarfið hefur gengið fram- ar vonum. Ég sé fyrir mér að þessi góða samvinna eigi eftir að skila sér í fleiri málaflokkum síðar meir enda skarast störf velferðarþjónustu og lögreglu á fleiri sviðum,“ segir Þóra. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Ráðgjafar frá þjónustumiðstöðvum Reykjavíkur hafa sinnt 24 útköllum vegna heimilisofbeldis síðastliðinn mánuð. Alls eru þetta 60 útköll frá því samstarfsverkefnið „Saman gegn ofbeldi“ hófst um miðjan janúar. Í fyrsta sinn er nú full- orðnum þolendum og/eða gerendum boðið upp á þjónustu félagsráðgjafa frá þjónustumiðstöðvum þegar lögreglan er kölluð út vegna heimilisofbeldis. Deildarstjóri á velferðarsviði Reykjavíkurborgar segir það hafa komið á óvart hversu mörg útköll berast á dagvinnutíma. Sérstaklega er skimað fyrir vímuefnaneyslu, fötlun, þungun brotaþola og notkun túlka. Heimilisofbeldi ekki bundið við kvöld og helgar Eftir að lögreglan kemur á staðinn vegna heim- ilisofbeldis býður hún þolanda og geranda, ef hann er enn á staðnum, að fá ráðgjafa frá félagsþjónustunni á staðinn. Flestir þiggja boðið. NordicPhotos/Getty Þóra Kemp, deildarstjóri á velferðarsviði Reykjavíkurborgar. 60 útköll ráðgjafa vegna heimilisofbeldis á 3 mánuðum. Þar af 24 á síðastliðnum mánuði. 22% kvenna beittar ofbeldi í nánu sambandi. 33 ráðgjafar á 6 þjónustumiðstöðvum sinna bakvöktum. www.fi.is Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S: 568 2533 | www.fi.is FERÐAFÉLAG ÍSLANDS Hvannadalsh núkur Árleg hvítasu nnuferð FÍ Hvannadalshnúkur 23. maí, laugardagur Árleg hvítasunnuferð FÍ á Hvannadalshnúk, 2110 m. Gengin Sandfellsleið. Hækkun um 2000 m. 12-15 klst. Jöklabúnaður er nauðsynlegur. Gisting á eigin vegum. Undirbúningsfundur: Miðvikudaginn 29. apríl kl. 20:00 í sal FÍ. Fararstjóri: Örlygur Steinn Sigurjónsson. Sjá nánar á www.fi.is Nánari upplýsingar og skráning er í síma 568 2533 eða í netpóst fi@fi.is Skráðu þig in n – drífðu þig út Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 bokun@baendaferdir.is Síðumúla 2, 108 Reykjavík Flachau er einstaklega fallegur fjallabær í Salzburgar- landi, en í nágrenni hans eru óteljandi gönguleiðir sem liggja um stórkostlegt landslag, fjöll og dali. Í ferðinni verður lögð sérstök áhersla á að njóta fjölbreyttrar útivistar á þessu yndislega Alpasvæði. Verð: 178.800 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Sp ör e hf . Fararstjóri: Aðalsteinn Jónsson 13. - 20. júní Trítlað í Flachau Sumar 5 8 fréttaúttekt Helgin 17.-19. apríl 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.