Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.04.2015, Blaðsíða 52

Fréttatíminn - 17.04.2015, Blaðsíða 52
52 matur & vín Helgin 17.-19. apríl 2015 Spænsk eggjakaka Handa 4-6 sem forréttur Til eru ýmsar gerðir af eggjakökum: hin klassíska franska er fölgul, vindilslaga og stundum með einfaldri fyllingu; sú bandaríska er gullinbrúnn hálfmáni með vænni fyllingu og sú ítalska er þykk, nokkuð frauðkennd og hún kláruð inn í ofni. Sú spænska er mjög lík þeirri ítölsku nema hvað að hún er þéttari í sér og elduð allan tímann á eldavélinni. Venjulega er hún að löguð með pönnusteiktum þunnskornum kartöflum og lauk en ég nýti mér þá staðreynd að oft eru til soðnar kartöflur inn í ísskáp eftir kvöldmáltíð gærkvöldsins. Í raun er hægt að nýta hvað eina úr ísskápnum: afgangs ofnbakað grænmeti, frosnar grænar ertur eða bita af bragðgóðri pylsu – svo fátt eitt sé nefnt. Innihald 1 kíló kaldar soðnar kartöflur, skornar langsum í tvennt og svo í þykkar sneiðar 1 stór laukur, flysjaður, skorinn til helminga og sneiddur þunnt 4 matskeiðar jómfrúarolía ½ teskeið salt ¼ teskeið nýmalaður pipar 5 stór egg Leiðbeiningar 1. Hitið 2 matskeiðar af jómfrúarolíu við miðlungshita, á pönnu sem er 25 sentímetrar í þvermál og með nokkuð háum kanti. Best er að nota viðloðun- arfría pönnu eða góða steypujárns- pönnu. Blandið saman kartöflum, lauk, ólífuolíu, helmingnum af saltinu og öllum piparnum í stórri skál. Hellið kartöflu- blöndunni á heita pönnuna og eldið hana undir loki þar til laukurinn er mjúkur í gegn, 10-15 mínútur. Hrærið reglulega í blöndunni til að koma í veg fyrir að hún brenni við. 2. Sláið eggin saman í sömu skál ásamt ¼ teskeið af salti. Blandið kartöflu- blöndunni vel saman við eggin. Hitið 2 matskeiðar af jómfrúarolíu í sömu pönnu á miðlungsháum hita og hellið allri blöndunni á pönnuna. Hristið hana til og hrærið í miðjunni með sleikju á sama tíma þar til barmar eggjakökunnar hafa stífnað, í um hálfa mínútu. 3. Lækkið undir pönnunni og eldið eggja- kökuna við miðlungslágan hita. Setjið lok á pönnuna og hristið hana af og til á meðan eggjakakan eldast. Eftir um 10 mínútur ætti botninn að vera gullinbrúnn og eggin að mestu leyti elduð í gegn. 4. Verið viss um að eggjakakan sé laus í pönnunni og hvolfið henni þá á disk. Rennið henni aftur í pönnuna og eldið hana í um 5 mínútur til viðbótar eða þar til eggin eru elduð í gegn. 5. Færið eggjakökuna yfir á skurðar- bretti og leyfið henni að kólna í um 10 mínútur áður en hún er skorin í geira. Hún er fullkomin heimagerðum rjómaosti og graslauk. Spænsk eggjakaka af Hinu blómlega búi Þriðja þáttaröðin af hinu Hinu blómlega búi fer í loftið á Stöð 2 á sunnudagskvöld. Sem fyrr er það Árni Ólafur Jónsson sem stjórnar þessum huggulegu matarþáttum. Við fengum Árna til að leggja okkur til uppskrift úr fyrsta þættinum. Þ essi þáttaröð verður með svipuðu sniði og hinar tvær. Lífið í Árdal gengur sinn vanagang, matjurtagarðurinn held- ur áfram að gefa af sér og það bæt- ast svo við nokkrar skepnur. Við víkkum aðeins sögusviðið í nokkr- um þáttum og ferðumst út fyrir Borgarfjörðinn en höldum okkur á Vesturlandi,“ segir Árni Ólafur Jónsson matreiðslumaður. Árni stjórnar hinum skemmtilegu sjónvarpsþáttum Hið blómlega bú á Stöð 2 en þriðja þáttaröðin fer í loft- ið á sunnudagskvöld klukkan 19.45. Í þáttunum er fylgst með Árna við leik og störf í Árdal í Borgarfirði. Þar kom hann sér fyrir eftir að hafa starfað sem matreiðslumaður í New York og í þáttunum reynir hann að nýta sér það sem landið og sveitin hefur upp á að bjóða. Fyrsta þátta- röðin fór í loftið sumarið 2013 og vakti mikla lukku. Henni var svo fylgt eftir með annarri þáttaröð þá um veturinn þar sem Árni einbeitti sér að vetrar-verkunum í sveitinni. Þessi þriðja þáttaröð var tekin upp síðasta sumar og hefur Árni og sam- starfsfólk hans einbeitt sér að eftir- vinnslu þáttanna í vetur. Hvað verður til umfjöllunar í fyrsta þætti? „Í fyrsta þættinum tökum við meðal annars fyrir kúamjólk, hænuegg og hinn algenga túnfífil. Ég laga heimagerðan rjómaost, geri spænska eggjaköku og bý til fíflasal- at,“ segir Árni sem féllst á að færa lesendum brakandi ferska uppskrift úr fyrsta þættinum. Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • sala@rv.is • rv.is Rekstrarvörur - vinna með þér Rekstrarvörur – fyrir þig og þinn vinnustað Hágæða postulín - með innblæstri frá náttúrunni Verið velkomin í verslun RV og sjáið úrval af glæsilegum hágæða borðbúnaði Árni Ólafur Jónsson snýr aftur á Stöð 2 með þriðju þáttaröðina af Hinu blómlega búi um helgina. Í þáttaröðinni víkkar hann út sögusviðið og fer út fyrir Borgarfjörðinn til að leita fanga. S ex bjórar frá hinu kynngi-magnaða brugghúsi Three Floyds verða í boði á krana á barnum Mikkeller & Friends við Hverfisgötu í dag, föstudag. Tilefnið er opnun Warpigs bruggpöbbsins í Kaupmannahöfn á dögunum. Sá bar er samstarfsverkefni hins danska Mikkeller og Three Floyds í Muns- ter í Indiana. Three Floyds hefur um árabil verið eitt virtasta brugghús Banda- ríkjanna, sér í lagi í hinum sístækk- andi heimi handverksbjóra. Hefur Three Floyds verið talið eitt af fimm bestu brugghúsum heims síðasta áratuginn á Ratebeer.com. Afar erf- itt er að nálgast bjórinn utan Illinois og Indiana. Three Floyds var stofnað árið 1996 af Nick Floyd. Hann fékk föður sinn og bróður með í slaginn og þaðan er nafnið komið. Floyd hefur tekist að brugga bragðmikla bjóra frá upphafi. Flestir bjórarn- ir eru með einhverskonar tilvísun í heimsendi og flöskurnar skarta skrautlegum miðum. Einu sinni á ári brugga þeir sótsvartan Imperial Stout, Dark Lord, sem nýtur gríðar- legra vinsælda. Frægasti bjórinn er þó sennilega Zombie Dust sem er besti Pale Ale í heimi, samkvæmt Ratebeer.com og BeerAdvocate. com. Zombie Dust verður einmitt í boði á Mikkeller-barnum í dag. Auk þess verður hægt að smakka á Alpha King sem einnig er Pale Ale, Gumballhead sem er humlaður hveitibjór, Anicca sem er IPA-bjór sem framleiddur er í samstarfi við Half Acre, Blot Out The Sun sem er Imperial Stout og Permanent Fune- ral sem er tvöfaldur IPA. Auk þess verður takmarkað magn af bjór á flöskum. Mikkeller & Friends verður opn- aður klukkan 14 í dag, föstudag.  Bjór Góðir GeStir á Mikkeller & FriendS Sex gæðabjórar frá Three Floyds á krana Andrew og Kyle eru yfirkokkur og yfirbruggari á Warpigs í Kaupmanna- höfn. Þeir eru vel stemmdir fyrir Three Floyds-veisluna á Mikkeller-barnum við Hverfisgötu í dag, föstudag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.