Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.04.2015, Blaðsíða 28

Fréttatíminn - 17.04.2015, Blaðsíða 28
niðurhal einfalt ótakmarkað 6.990 ljósleiðari ljósnet vortex.is 525 2400 ina fannst henni hún vera að lesa um allt annan mann en föður sinn, svo fjarlægar voru lýsingarnar henni. „Það var helst mamma sem svar- aði ef við vorum að spyrja. Pabbi svaf til dæmis alltaf með fötin sín samanbrotin á gólfinu við hliðina á rúminu og með svefnherbergis- dyrnar opnar,“ segir Leifur. „Okk- ur fannst þetta fyrst bara mjög eðli- legt enda ólumst við upp við þetta en síðan fórum við að velta þessu fyrir okkur. Mamma sagði að hann yrði óöruggur ef honum fyndist hann ekki vera tilbúinn til að flýja. Hann varð að hafa fötin við hlið- ina á sér til að vera sem fljótastur að fara í þau og komast út. Þann- ig var þetta í fangabúðunum. Hann gat ekki sofnað nema þetta væri ná- kvæmlega svona,“ segir hann og Sveinn bætir við: „Pabbi tók líka alltaf svefntöflur. Okkur fannst það líka eðlilegt. Pabbi okkar tók bara svefntöflur.“ „Og pabbi lagði mikla áherslu á að við kláruðum matinn okkar,“ segir Björg. „Hann var mjög upptekinn af því að við skildum ekki eftir minnstu skorpur,“ segir hún en í fangabúðunum þótti hungruðum föngum þurrar brauðskorpur hið mesta lostæti. Dýrmætt að hitta gamla félaga úr fangelsinu Þjóðverjar ráku fangabúðirnar í Sachsenhausen 1936-1945. Af þeim 200.000 föngum sem komu í fanga- búðirnar á þessu 9 ára tímabili er talið að um 30- 40.000 fangar hafi látist. Þeir voru ýmist drepnir eða dóu úr sjúkdóm- um. Eitt það fyrsta sem Leifur gerði eftir heimkomuna var að breyta nafni sínu úr Müller í Muller til að fólk héldi ekki að hann væri þýskur. Rétt eins og flest- ir fangarnir bar Leifur öll einkenni áfallastreiturösk- unar eftir heimkom- una, sumir þjáðust jafnvel af sektar- kennd yfir því að hafa lifað af. Aldrei gat Leifur talað við neinn sem skildi hann fullkomlega um þessa reynslu sína fyrr en hann komst í samband við fanga í Noregi sem hann var með í fangabúðunum, en þá var Leifur orðinn rúmlega fimmtugur. „Í tæp þrjátíu ár burðaðist hann einn með þessa reynslu,“ segir Björg. Hún lærði hjúkrun í Noregi og það gerði María systir þeirra líka. „Hún talaði þá bjagaða norsku og var að hjúkra sjúklingi sem spurði hana út í eftir- nafnið og vildi vita hvort hún þekkti Leif Muller. Þetta var þá félagi hans úr stríðinu. Eftir að pabbi komst í samband við þessa gömlu fangana aftur losn- aði um tilfinningarnar hjá honum og reyndi pabbi að hitta þá sem oft- ast. Það hjálpaði honum gríðarlega að tala við þá. Þúsundir Norðmanna voru hnepptir í ánauð í stríðinu og þeir sem sluppu stofnuðu sérstök stuðningssamtök. Ég man að það var alltaf léttara yfir honum þegar hann var að fara að hitta þessa fé- laga sína,“ segir hún. Það var 9. apríl 1940 sem Þjóðverjar réðust inn í Noreg og Danmörku, og var þess minnst á dögunum að 75 ár eru frá innrásinni. 9. apríl á ári hverju hafa gamlir fangar komið saman í Noregi og þrátt fyrir að vera orðinn fársjúkur af krabbameini fór Leif- ur enn eina ferðina til Noregs vorið 1988 til að vera viðstaddur minn- ingarathöfnina. Hann lést síðar sama ár. „Íslenski böðullinn“ kjaftaði frá Enn er ekki vitað af hverju Leifi var refsað svo grimmilega fyrir það eitt að hafa ætla að fara aftur til Íslands en algengt var að menn væru settir í 3ja mánaða fangelsi fyrir að ætla að flýja land. Það er síðan kaldhæðni örlaganna að það var Íslendingur sem sagði til hans. „Hann hét Ólaf- ur Pétursson. Hann hafði samband Gríðarleg þrengsli voru í svefnsal fangabúðanna og sváfu menn nánast hver ofan á öðrum. Mynd úr bókinni.Ein af mörgum „lifandi beinagrindum“ í fangabúðunum, eins og Leifur kemst sjálfur að orði. „Hengdur félagi“ segir við þessa mynd í bókinni en Leifur þurfti að horfa á félaga sína hengda fyrir smávægileg brot. Ýmsar teikningar leynast í bókinni sem samfangar Leifs skrifuðu í kveðjur til hans við lok stríðsins. Mynd/Hari við pabba í Noregi og bauð honum í kaffi. Það voru ekki margir íslensk- ir námsmenn þarna og Íslendingum finnst jú gaman að hitta aðra Íslend- inga. Pabbi og ung kona sem var einnig í námi fóru og hittu Ólaf og hann veiddi upp úr þeim þessi plön,“ segir Sveinn. „Ólafur Pétursson var seinna kallaður „íslenski böðullinn“ því tugir manna enduðu í fangabúð- um vegna hans og fjöldi þeirra lést. Ólafur var dæmdur í 20 ára fang- elsi í Noregi eftir stríðið sem þótti mjög þungur dómur. Bjarni Bene- diktsson, þáverandi utanríkisráð- herra, beitti sér síðan fyrir því að Ólafur var framseldur til Íslands og sat hann því aðeins í fangelsi í 72 daga. Mér finnst það hreinlega til skammar,“ segir hann. Á öftustu síðum litlu minnisbók- arinnar sem Leifur ritaði í fanga- vistinni er að vinna erindi úr gömlu lagi sem börnin hans reyndar þekktu ekki fyrr en eftir að hafa leitað á náðir netsins. Þetta er texti úr laginu „Prisoner´s Song“ sem naut mikilla vinsælda á sínum tíma og var meðal annars flutt af Johnny Cash. Í stað þess að lesa sjálf texta- brotið bið ég Svein að lesa það upp- hátt fyrir okkur. „Ég skal reyna. Ég vona að ég haldi haus því ég beygi alltaf af þegar ég les þetta,“ segir hann og hefur lesturinn: Now if I had the wings like an an- gel Over these prison walls I would fly And I’d fly to the arms of my dar- ling And there I’d be willing to die... Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Jafnvel þurfti hann að borða úr óhreinum matardöllum sem deilt var með berkla- sjúklingum. 28 fréttir Helgin 17.-19. apríl 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.