Fréttatíminn - 17.04.2015, Blaðsíða 44
44 heilsa Helgin 17.-19. apríl 2015
V iviscal er heildræn lína fyrir hár og hársvörð og saman-stendur af sjampói, nær-
ingu, serum fyrir hársvörðinn og
bætiefnum í töfluformi. Hárvörurnar
og bætiefnin stuðla með sameigin-
legum hætti að heilbrigðu hári og
auknum hárvexti og hafa rannsóknir
sýnt allt að 125% aukningu eftir sex
mánaða notkun. Hárvörurnar vinna
á einstakan hátt og næra hverja hár-
rót fyrir sig, sem skilar sér í auknum
hárvexti. Bætiefnin virka á hár sem
tekið hefur að þynnast. Bætiefnið
hentar þó ekki þeim sem hafa of-
næmi fyrir fiski eða skelfiski.
Aukinn hárvöxtur og heil-
brigðara hár
Viviscal inniheldur einstaka blöndu
próteina úr sjávarfangi sem næra
hárið innan frá. Blandan inniheld-
ur einnig fjölda nærandi vítamína,
steinefna og jurta fyrir aukinn hár-
vöxt og heilbrigt hár. Hárvörurn-
ar eru frábær lausn fyrir þá sem
hafa skemmt hár eftir mikla efna-
meðhöndlun, svo sem við litun eða
permanent. Viviscal byggir upp
skemmt hár og hafa fjölmargar
klínískar rannsóknir sýnt fram á
virkni þess. Blandan hefur einnig
góð áhrif á neglur og húð.
Stjörnurnar velja Viviscal
Leikkonan Gwyneth Paltrow hefur
notað bætiefnið til uppbyggingar
eftir efnameðhöndlun. „Ég fór í
hársléttun með efnameðhöndlun
og hárið á mér var algjörlega ónýtt
á eftir. Ég byrjaði að taka Viviscal
bætiefnið fyrir sex mánuðum síðan
Hárvörurnar frá Viviscal byggja upp hárið og innihalda einstaka
blöndu próteina úr sjávarfangi sem næra hárið innan frá.
og munurinn er ótrúlegur!“ sagði
leikkonan í Vogue árið 2014.
Hárvörurnar frá Viviscal fást í
Apótekinu, Lyfju og Árbæjarapó-
teki.
Unnið í samstarfi við
Innland
Heilbrigt hár
með Viviscal
Hreyfðu þig hægt eftir fríið
Þeir sem eru með samviskubit
yfir sófahangsi páskanna ættu að
hætta því. Fjölmargar rannsóknir
hafa sýnt að afslöppun og samvera
við sína nánustu er öllum holl og
nauðsynleg. Þá er alls ekki heilsu-
samlegt að fá samviskubit yfir því
að hafa borðað of mikið súkkul-
aði eða þá að hafa hellt of mikilli
rjómasósu yfir páskalærið. En ef
þig langar að koma blóðinu rólega
af stað eftir afslöppun páskafrísins
þá eru hér nokkrar leiðir til þess.
Fjöruferð er holl en líka róandi hreyf-
ing. Notaðu tækifærið og dýfðu tánum í
sjóinn. Fótaböð hafa frá örófi alda verið
talin meinholl og ískalt Atlantshafið
ætti að koma blóðinu vel af stað.
Ef einhver
grasblettur
nær að þorna
í nágrenni
við þig,
gakktu þá
þangað með
teppi og
komdu þér
vel fyrir.
Farðu í hjólatúr. Ef
hjólið er stirt og ryðgað
eftir langa vetursetu er
fríið fullkominn tími til að
koma því í lag.
Það er líka hollt að njóta þess að liggja
á sófanum.
Gerðu vorverkin í garðinum.
Farðu út með hundinn. Ef þú átt ekki
hund, fáðu þá einn lánaðan.
Farðu út að
skokka, helst
í góðum
félagsskap.
Hreyfing getur
verið góð leið
til að rækta
sambandið við
fólkið sitt.