Fréttatíminn - 17.04.2015, Blaðsíða 24
Ef leiksýning er ekki góð, er það leikstjóranum að kenna, segir Vignir Rafn Valþórsson. Ljósmynd/Hari
Er eiginlega
atvinnulaus
leikari
Borgarleikhúsið frumsýnir í næstu viku leikritið Peggy
Pickett eftir eitt þekktasta samtímaskáld Þjóðverja,
Roland Schimmelpfennig. Leikstjóri verksins er Vignir
Rafn Valþórsson sem á undanförnum árum hefur
getið sér gott orð sem einn áhugaverðasti leikstjórinn
í íslensku leikhúslífi. Vignir ræddi við Fréttatímann um
leikhús og leikstjórn, en hann langar að leika meira.
V ignir Rafn Valþórsson hefur á undanförnum árum leik-stýrt meira en leikið, þrátt
fyrir að vera lærður leikari. Í vetur
stýrði hann Lísu í undralandi hjá
Leikfélagi Akureyrar, síðasta vet-
ur Bláskjá og Refnum árið 2013 í
Borgarleikhúsinu. Hann segir hlut-
ina hafi bara þróast í þessa átt því
honum var sagt upp sem leikara.
„Peggy Pickett sér andlit guðs,
er skrifað árið 2010 fyrir kanadísk-
an leikhóp sem hóaði saman vest-
rænum og afrískum listamönnum,
paraði þá saman og þeir gerðu þrjú
verk sem kallaðist The African Tri-
logy,“ segir Vignir. „Þetta voru lítt
þekktir listamenn fyrir utan Schim-
melpfenning sem var smá stjarna
eftir að hann skrifaði Gyllta drek-
ann, verk sem var sýnt í Borgar-
leikhúsinu fyrir nokkrum árum.
Hans verk í þessum þríleik er það
eina sem hefur lifað. Verkið fjallar í
grófum dráttum um tvö læknahjón
sem voru saman í námi,“ segir Vign-
ir. „Eftir útskrift fóru önnur hjónin
að vinna við hjálparstarf en hin urðu
eftir heima og áttu mikilli velgengni
að fagna. Þau hittast svo sex árum
seinna og eru með sitt hvora sýnina
á lífið,“ segir hann. „Hvorugt með
eitthvað réttari sýn en hitt. Þetta
tæklar bara hvernig við eigum að
vera með samviskubit yfir ástand-
inu í Afríku,“ segir Vignir. „Við
borgum í Unicef eða eitthvað slíkt í
hverjum mánuði í rauninni bara fyr-
ir okkur sjálf. Friðum samviskuna
og þá þurfum við ekkert að vita neitt
meira. Okkur líður betur að halda
að einhverjum í Afríku líður betur,“
segir Vignir. „Í rauninni er þetta
klassískt stofudrama sem fjallar um
samskipti fólks, og hvaða væntingar
við berum til lífsins, en galdurinn
er að það er skrifað á mjög óvenju-
legan hátt.“
Þarf ekki að fá hugmyndina
sjálfur
Vignir Rafn útskrifaðist sem leik-
ari frá Listaháskólanum árið 2007
og var mjög áberandi á sviði og í
sjónvarpi fyrstu árin eftir útskrift.
Hann segir leikstjórnina bara eitt-
hvað sem æxlaðist. „Frá 2010 hef
ég nær eingöngu leikstýrt. Ég var
í Þjóðleikhúsinu eftir útskrift og
var svo rekinn þaðan,“ segir Vignir.
„Þá varð ég að búa eitthvað til. Ég
var bara duglegur að gera mitt eig-
ið þangað til Magnúsi Geir fannst
hann hafa séð nóg til þess að treysta
mér fyrir verki í Borgarleikhúsinu,
sem var verkið Refurinn. Svo sett-
um við í Óskabörnum ógæfunnar
upp Bláskjá í samstarfi við Borgó og
Kristín Eysteinsdóttir treysti mér
svo áfram fyrir Peggy Pickett.“
Finnurðu þig betur í þessu hlut-
verki, en í því að vera uppi á sviði?
„Öðruvísi,“ segir Vignir. „Ástæð-
an fyrir því að ég fór að vinna í
leikhúsi var að samtvinna öll mín
áhugamál. Í leikstjórninni get ég
verið að fikta í leikmyndum, bún-
ingum og lýsingu og hafa skoðun á
fleiri hlutum. Ég er til dæmis bara
með íslenska 90´s músík í Peggy
Pickett svo Villi naglbítur vinur
minn fái Stefgjöld,“ segir Vignir.
„Mér finnst það mjög gaman að fá
að hafa skoðun á þessu öllu. Mér
finnst samt ekkert mál að vera gaur-
inn sem fékk ekki hugmyndina. Það
liggur í augum uppi að nokkrir fá
betri hugmyndir en einn, en það
er þá mitt hlutverk að velja,“ segir
Vignir. „Ég stend með því vali því ef
leiksýning er ekki góð, er það bara
leikstjóranum að kenna.“
Það nennir enginn að dæma
leikhús
Hvernig tilfinning er það að fá dóma
sem eru mönnum ekki að skapi?
„Það segja allir að þetta skipti engu
máli og þetta sé skoðun eins manns,
en þetta skiptir öllu máli og þess
vegna finnst mér sorglegt að það sé
ekki betur að þessu hlúð í fjölmiðl-
um,“ segir Vignir. „Ég held að það sé
aðallega vegna þess að það er eng-
inn sem nennir að gera þetta. Þetta
er vanþakklátt starf, og mjög mikið af
fólki að skrifa um leikhús sem hefur
ekki nægilega þekkingu á því.
Leikstjóri vinnur í hálft ár að svona
sýningu,“ segir Vignir. „Í tvo mánuði
eru æfingar með leikurum, andvöku-
nætur og erfitt fyrir alla sem koma
að verkinu. Svo kemur kannski bara
einhver blaðamaður sem á boðs-
miða á frumsýningu, fer heim til sín
og myndar sér skoðun í mesta lagi
klukkutíma og gefur þrjár stjörnur.
Fólkið les og segir í næsta boði, þetta
fékk nú ekki góða dóma.“
Ættu leikarar þá ekki að viður-
kenna það að þetta skiptir máli?
„Það skiptir mig jafn miklu máli
þegar einn gestur er óánægður
í fermingarveislu,“ segir Vignir.
„Nú eru allir orðnir gagnrýnendur
á Facebook til dæmis. Mér finnst
allt í lagi að leikarar og leikstjór-
ar viðurkenni það að þetta skiptir
máli. Það eru mikil völd hjá þeim
sem skrifa og skrifin geta hæglega
drepið sýningar. Við erum að gera
okkar besta og ef einhverjum finnst
það ekki gott, þá segir maður bara
ok, ég er allavega að reyna að búa
til leikhús. Þú ert bara að skrifa um
það,“ segir Vignir.
Atvinnulaus leikari
Vignir segir leikarann í sér vera að
vakna úr dvala eftir að hafa leikstýrt
samfleytt í fimm ár. Hann finnur að
hann langar mikið til þess að standa
á sviðinu á ný. „Ég fer beint eftir
Peggy Pickett að leikstýra leikhópn-
um Lottu og á næsta ári setja Óska-
börn ógæfunnar upp verk í Borgar-
leikhúsinu sem heitir Illska, eftir
sögu Eiríks Norðdahl. Mig langar
að leika núna, svo ég er eiginlega
atvinnulaus leikari,“ segir Vignir.
„Það er samt ekkert í pípunum.“
Eru Þjóðverjar að gera gott leik-
hús í dag?
„Já, þeir eru langbestir,“ segir
Vignir. „Það eru margir sem halda
að þýskt leikhús sé að standa nak-
inn og hella súrmjólk yfir sig, en það
er búið. Í dag eru þeir með ákveðna
sýn á það hvernig á að segja sögu,
ég er svolítið að reyna að stela frá
þeim í Peggy. Þetta er óvenjuleg
sýning. Þetta er ekki kassastykki
og verður það aldrei, en við erum
að gera okkar besta,“ segir Vignir
Rafn Valþórsson, leikstjóri og at-
vinnulaus leikari.
Hannes Friðbjarnarson
hannes@frettatiminn.is
Fyrst og fremst þjónustustarf!
Nemaþing útskriftarnema í þroskaþjálfafræðum
verður haldið þann 17.apríl
2015 í fyrirlestrarsalnum Skriðu í húsnæði
Menntavísindasviðs við Stakkahlíð
frá kl. 9.00 – 16.00.
Þar kynna nemendur þróunarverkefni undir yrskriftinni þroskaþjálfun
framtíðarinnar. Verkefnin endurspegla sýn nemenda á stöðu mála, helstu
áskoranir og tækifæri í þeirri viðleitni að skapa eitt samfélag fyrir alla.
Frítt er á ráðstefnuna og boðið verður upp á ljúfar veitingar.
24 viðtal Helgin 17.-19. apríl 2015