Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.04.2015, Blaðsíða 66

Fréttatíminn - 17.04.2015, Blaðsíða 66
Rapparinn Gísli Pálmi á traustan aðdáenda- hóp. Fimm- tíu eintök af plötu hans seldust fyrir hádegi á útgáfudag- inn í einni plötubúð. Ég var með fiðrildi í mag- anum á frumsýningunni, segir Björn Stefánsson, aðal- leikari í kvikmyndinni Austur. Ljósmynd/Hari  TónlisT Mikil efTirvænTing vegna úTgáfu fyrsTu plöTu gísla pálMa Biðröð eftir fyrstu eintökunum Fyrsta plata rapparans Gísla Pálma kom út í gær, fimmtudag, og er greinilegt að hennar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Þegar Smekkleysa plötubúð opnaði þá um morguninn biðu yfir tíu manns eftir því að geta fengið eintak. Platan, sem heitir einfald- lega Gísli Pálmi, verður því ein af plötum ársins ef marka má vinsældir rapparans. Kristján Kristjánsson, verslunarmaður í Smekk- leysu, sagðist hafa selt yfir fimmtíu eintök fyrir hádegi á fimmtudeginum, sem verður að teljast afar gott ef litið er til minnkandi plötusölu undanfarin misseri. Gísli Pálmi er þekktur fyrir glæfralegt rapp í lögum eins og Skynja mig, Hvíta- gull, Ískaldur og Set mig í gang, sem hafa öll fallið vel í kramið hjá ungu fólki í dag. Platan er komin í allar helstu hljómplötuverslanir. -hf  kvikMyndir Berskjaldaður á hvíTa Tjaldinu B jörn Stefáns-son, aðal-leikari kvik- myndarinnar Austur sem frumsýnd var í vikunni, var í hljóm- sveitinni Mínus sem oft á tíðum hneykslaði fólk með framkomu sinni svo þetta er ekki nýtt fyrir honum. „Ég held því víst eitthvað áfram,“ segir Björn. „Sumir gengu út, enda er þetta klárlega ekki mynd fyrir alla. Ég hef ekki mikla reynslu af því að sitja í bíósal og horfa á sjálfan mig, hvað þá að upplifa ein- hver svona viðbrögð,“ segir Björn. „Ég var samt ekkert að spá í því. Ef ég væri að velta því fyrir mér þá yrði ég geðveikur. Ég skilaði minni vinnu og var mjög sáttur,“ segir Björn. „Mér finnst þessi mynd mjög merkileg. Það er skrýtið að sjá sig og heyra í sér í þessum aðstæðum sem eru í myndinni, vitandi af því að það eru menn þarna úti í þessum sporum,“ segir Björn. „Þetta er mögnuð mynd sem ég stend með.“ Kvikmyndin var innblásin af nokkrum frelsissviptingarmál- um sem hafa átt sér stað á Íslandi undan- farin ár. „Við fórum óvenjulega leið í þessu og það er óhugnan- legt að kafa ofan í það hvernig það er að vera sviptur frelsinu,“ segir Björn. „Það er ekki hægt að undirbúa sig undir svona hlutverk á nægilegan hátt. Ég las mikið um sambæri- leg mál og svo ákvað ég að ég yrði bara að mæta á staðinn og láta þetta gerast,“ segir Björn. „Þetta er karakter sem maður getur ekki ímyndað sér hvernig hugsar. Heldur áfram að hneyksla Kvikmyndin Austur var frumsýnd í vikunni og voru viðtökur á þá leið að einhverjir gestir gengu úr salnum, sökum þess að þeim fannst óþægilegt að horfa á sum atriðin. Myndin, sem er í leikstjórn Jón Atla Jónassonar, segir frá ungum manni sem á einnar nætur gaman með fyrr- verandi unnustu og barnsmóður ofbeldisfulls glæpamanns sem er í mikilli neyslu. Hann er tekinn í gíslingu af gengi glæpamannsins með það fyrir augum að kúga út úr honum fé. Þegar þau áform verða að engu þá skapast atburðarás þar sem líf unga mannsins er í stórhættu. Með aðalhlutverkið í myndinni fer leikarinn og trymbillinn Björn Stefánsson. Myndin var skotin fyrir ári og síðan hefur mað- ur bara verið að vinna og sjá um börnin, svo ég var ekki búinn að sjá neitt þegar ég fór í bíó,“ segir Björn. „Ég var búinn að gleyma þessu mikið til og var því með fiðrildi í maganum, en það var stórkostleg til- finning,“ segir Björn sem útskrifaðist sem leikari fyrir tveimur árum í Danmörku. „Ég bjó úti í fimm ár og flutti svo heim þegar ég fékk hlutverk í Jeppa á fjalli, segir hann. „Þar sá Jón Atli mig leika fórnarlamb og ætli ég sé ekki bara nokkuð góður í því, fyrst hann vildi fá mig í myndina,“ segir Björn Stefáns- son. Í vetur hefur Björn leikið í Billy Elliott og Línu langsokki og fer með tvö stór hlutverk í sýningum Borgarleik- hússins á næsta leikári. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Þetta er mögnuð mynd sem ég stend með. María gengin út Söngkonan og Eurovisi- onfarinn María Ólafs- dóttir hefur sést spóka sig að undanförnu með trymblinum Gunnari Leó Pálssyni. Hún birti svo í vikunni mynd af þeim saman og segja kunnugir það staðfesta sambandið. Gunnar er einnig blaðamaður á Fréttablaðinu og hefur spilað á trommur með Atómskáldum Eyþórs Inga. Gleymdi að deyða Jesú Á gríðarlega vel heppnaðri tónleikauppfærslu af Jesus Christ Superstar, sem flutt var um páskana, átti sér stað skondið atvik í Hofi, Akureyri. Björn Jörundur, sem söng hlutverk Pontíusar Pílatusar, gleymdi í öllum hamaganginum að setja þyrnikórón- una á Jesú sjálfan, og gekk rakleiðis út af sviðinu eftir magnaðan flutning sinn. Það var Kaífas sjálfur, Jóhann Sigurðarson, sem kallaði á Pontíus og lét hann klára verkið. Ekki kom þetta að sök því fólk norðan heiða, sem og í Reykjavík, heldur ekki vatni yfir sýningunni og fyrirhuguð er aukasýning í Eldborg í maí. Fyrrum fréttamaður RÚV plokkar bassann Tónlistarmað- urinn Haraldur Sveinbjörnsson gefur út sína fyrstu sólóplötu, Shine, undir listamannsnafn- inu Red Barnett. Af þessu tilefni heldur hann útgáfutónleika í Fríkirkjunni í kvöld, föstudagskvöld, ásamt 12 manna hljómsveit. Bassaleikari á þessum tónleikum er lögfræðingurinn og fyrrum fréttamaðurinn Finnur Beck, sem las fréttir á RÚV í yfir áratug og er enn kallaður fréttamaður þrátt fyrir 7 ára fjarveru frá skjánum. Sara Marti nýr formaður Leikkonan og leik- stjórinn Sara Marti Guðmundsdóttir var í vikunni kjörin nýr formaður Leikstjórafé- lags Íslands. Í félaginu eru rúmlega 100 með- limir og hefur farið fjölgandi undanfarin ár, sérstaklega með tilkomu sviðshöfunda- brautar Listaháskólans. Sara Marti hefur að undanförnu leikstýrt á ýmsum sviðum. Nú síðast sjónrænu tónverki á Listahátíð. Næsta vetur leikstýrir Sara meðal annars í Borgar- leikhúsinu. Ein ákvörðun getur öllu breytt www.allraheill.is 66 dægurmál Helgin 17.-19. apríl 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.