Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.04.2015, Blaðsíða 58

Fréttatíminn - 17.04.2015, Blaðsíða 58
Frá tónleikum Hreims og hálfvita í Ýdölum um síðustu helgi.  Tónleikar 40 ára afmæli karlakórs Hreimur og hálfvitar Karlakórinn Hreimur úr Þingeyjarsýslu fagnar um þessar mundir 40 ára afmæli og af því tilefni hafa kór- félagar tekið höndum saman með gleðisveitinni Ljótu hálfvitunum, sem ættaðir eru úr sömu sveit, að mikl- um meirihluta. Um síðustu helgi héldu þeir tónleika í félagsheimilinu Ýdölum í heimabyggðinni og þurftu margir frá að hverfa, slík var aðsóknin. Um helgina ætlar hópurinn að endurtaka leikinn í Reykjavík, í Há- skólabíói á laugardaginn. Karlakórinn Hreimur byrjaði sem bændakór en hefur í gegnum árin þróast og er í dag skipaður mönnum á öllum aldri sem koma frá ýmsum starfstéttum og koma menn keyrandi allt að 80 km leið á æfingar. Ljótu hálfvitana þarf vart að kynna en þeir eru þekkt- astir fyrir líflega og skemmtilega sviðsframkomu og tónleikar þeirra þykja hin besta skemmtun. Á efnis- skrá tónleikanna verða alkunn karlakórslög í bland við lög þeirra Hálfvita og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Stjórnandi Hreims er Steinþór Þráinsson, undirleik- ari er Steinunn Halldórsdóttir og einsöngvari Ásgeir Böðvarsson. Hálfvitarnir verða þeir sömu og venjulega. Tónleikarnir á laugardaginn hefjast klukkan 15. Miða- sala er á www.midi.is og í afgreiðslu Háskólabíós. -hf  kórsöngur 140 syngjandi konur á sumardaginn fyrsTa Kvenorka og ham- ingjusprengja í Hörpu Af tilefni 100 ára kosningaréttar kvenna munu mæðginin Margrét Pálmadóttir og Maríus Her- mann Sverrisson stjórna 140 syngjandi konum í Hörpu á Sumardaginn fyrsta. Á efnisskránni eru klassísk lög sem ömmur okkar allra elskuðu en sem munu fá nýja vídd í flutningi kvennanna. Auk kóranna, sem allir æfa í Sönghúsinu Domus Vox, munu Diddú og Maríus syngja einsöng. s ýnilegar konur í listum eru það fallegasta sem ég veit,“ segir Margrét Pálmadóttir, kórstýra með meira, en á sumar- daginn fyrsta, næstkomadi fimmtu- dag, munu 140 konur fagna 100 ára kosningaafmæli kvenna með söng og almennri gleði í Norður- ljósasal Hörpu. Það eru kvennakór- arnir Aurora, Cantabile, Hrynjandi og Vox feminae sem standa fyrir viðburðinum en kórarnir æfa allir í Sönghúsinu Domus Vox undir stjórn mæðginanna Margrétar Pálmadóttur og Maríusar Sverris- sonar, einsöngvara og kórstjóra. „Það eru allskonar konur í þessum kórum, á öllum aldri og af öllum stærðum og gerðum. Allar þessar konur koma á æfingar úr ólíku umhverfi en ná samt að sam- einast í söngnum. Hjúkrunarkona mætir á æfingar í heilan vetur og stígur svo á eitt fínasta tónleikasvið Evrópu á sumardaginn fyrsta til að fagna kosningarétti kvenna. Það er bara eitthvað virkilega fallegt við það og það gerir mig ofboðslega stolta,“ segir Margrét. Hljóðfærið kvennakór „Þetta verður þreföld hamingja. Í fyrsta lagi erum við að fagna því hvað konur á Íslandi eru miklir frumkvöðlar og fyrirmyndir, hvort sem það er í listum eða pólitík. Og hundrað ára kosningaafmæli er nú ekkert lítið tilefni. En í öðru lagi erum við að halda upp á söngperlur þjóðarinnar,“ segir Margrét en efnisskráin er vafningur þekktra ljóða og tónverka sem fylgt hafa þjóðinni í áratugi. „Með þessari efnisskrá langar okkur að sýna hljóðfærið kvennakór. Lögin eru ekki endilega um konur eða eftir konur, heldur eru þetta íslenskar söngperlur sem nú hafa verið umritaðar fyrir kvennakóra. Sam- hljómur kvenradda gefur þessum söngperlum nýjan lit. „Brennið þið vitar“ er lag sem þjóðin elskar í flutningi karla en það er önnur upplifun að hlusta á það í flutningi kvenna. Þetta eru allt lög sem ömmur okkar elskuðu og við ætl- um að fagna því með að gefa þeim nýja vídd.“ Kvenorkan mun fylla rýmið Margrét stofnaði kórskóla kvenna í Kramhúsinu fyrir 25 árum, en þá var engin kvennakór starfandi í Reykjavík, og úr skólanum urðu til fjölmargir kvennakórar. „Á þeim tíma voru ekki til margar útsetn- ingar íslenskra laga fyrir konur. Við fengum fyrstu útsetningarnar okkar frá Akureyri þar sem var starfandi kvennakór og fljótlega fór ég að leita í útsetningar fyrir stúlknakóra og svo í erlendar út- setningar fyrir konur. En í dag eru kvennakórar út um allt land að láta skrifa fyrir sig og með hverju árinu aukast tónverk fyrir konur, um kon- ur og eftir konur,“ segir Margrét. Í sönghúsinu Domus Vox, þar sem allir kórarnir æfa, hafa yfir 200 konur sungið saman í 15 ár. „Á þessum tónleikum ætlum við líka að fagna því. Það verða allar söngkonur hússins á staðnum og þar að auki ætla Diddú og Maríus að syngja einsöng. Kvenorkan mun fylla rýmið og mynda algjöra ham- ingjusprengju!“ Með kórunum og stjórnend- unum verða einnig listamennirnir Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran, Matthías Stefánsson fiðluleikari og Arnhildur Valgarðsdóttir píanó- leikari. Gleðin hefst klukkan 17 á sumardaginn fyrsta í Norðurljósa- sal Hörpu. Hægt er að nálgast miða á miði.is. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Mæðginin Margrét Pálmadóttir og Maríus Hermann Sverrisson munu stjórna 140 syngjandi konum í Hörpu á sumardaginn fyrsta. Þetta er í fyrsta sinn á Íslandi sem kórar syngja undir stjórn mæðgina. Billy Elliot (Stóra sviðið) Fös 17/4 kl. 19:00 15.k Mið 6/5 kl. 19:00 Fim 21/5 kl. 19:00 Sun 19/4 kl. 19:00 aukas. Fim 7/5 kl. 19:00 Fös 22/5 kl. 19:00 Mið 22/4 kl. 19:00 Fös 8/5 kl. 19:00 Mán 25/5 kl. 19:00 Fim 23/4 kl. 19:00 Lau 9/5 kl. 19:00 Mið 27/5 kl. 19:00 Fös 24/4 kl. 19:00 Sun 10/5 kl. 19:00 Fös 29/5 kl. 19:00 Sun 26/4 kl. 19:00 Mið 13/5 kl. 19:00 Lau 30/5 kl. 19:00 Mið 29/4 kl. 19:00 Fim 14/5 kl. 19:00 Sun 31/5 kl. 19:00 Fim 30/4 kl. 19:00 Fös 15/5 kl. 19:00 Mið 3/6 kl. 19:00 Sun 3/5 kl. 19:00 Sun 17/5 kl. 19:00 Fim 4/6 kl. 19:00 Þri 5/5 kl. 19:00 Mið 20/5 kl. 19:00 Fjölskyldusýning í hæsta gæðaflokki - ósóttar pantanir seldar daglega Lína langsokkur (Stóra sviðið) Lau 18/4 kl. 13:00 Sun 26/4 kl. 13:00 Sun 17/5 kl. 13:00 Sun 19/4 kl. 13:00 Sun 3/5 kl. 13:00 Lau 25/4 kl. 13:00 Sun 10/5 kl. 13:00 Síðustu sýningar leikársins Er ekki nóg að elska? (Nýja sviðið) Fös 17/4 kl. 20:00 11.k Fim 30/4 kl. 20:00 16.k Þri 12/5 kl. 20:00 aukas. Sun 19/4 kl. 20:00 aukas. Sun 3/5 kl. 20:00 17.k Mið 13/5 kl. 20:00 22.k. Mið 22/4 kl. 20:00 12.k Mið 6/5 kl. 20:00 aukas. Fim 14/5 kl. 20:00 23.k. Fim 23/4 kl. 20:00 13.k Fim 7/5 kl. 20:00 18.k Fös 15/5 kl. 20:00 aukas. Fös 24/4 kl. 20:00 aukas. Fös 8/5 kl. 20:00 19.k Fim 21/5 kl. 20:00 Sun 26/4 kl. 20:00 14.k Lau 9/5 kl. 20:00 20.k. Mið 29/4 kl. 20:00 15.k Sun 10/5 kl. 20:00 21.k Nýtt verk eftir Birgi Sigurðsson höfund hins vinsæla leikrits Dagur vonar Kenneth Máni (Litla sviðið) Lau 18/4 kl. 20:00 Lau 2/5 kl. 20:00 Fös 29/5 kl. 20:00 Lau 25/4 kl. 20:00 Lau 16/5 kl. 20:00 Stærsti smáglæpamaður Íslands stelur senunni Beint í æð (Stóra sviðið) Lau 18/4 kl. 20:00 Lau 2/5 kl. 20:00 Lau 25/4 kl. 20:00 Lau 16/5 kl. 20:00 Sýningum fer fækkandi Hystory (Litla sviðið) Fös 17/4 kl. 20:00 aukas. Mið 29/4 kl. 20:00 6.k. Fös 15/5 kl. 20:00 Sun 19/4 kl. 20:00 aukas. Fös 8/5 kl. 20:00 auka. Mið 20/5 kl. 20:00 auka. Fös 24/4 kl. 20:00 5.k. Fim 14/5 kl. 20:00 Nýtt íslenskt verk eftir Kristínu Eiríksdóttur Billy Elliot – HHHHH , S.J. Fbl. leikhusid.is Segulsvið – HHHH „Mikill galdur“ – AV, DV HVERFISGATA 19 551 1200 LEIKHUSID.IS MIDASALA@LEIKHUSID.IS Fjalla - Eyvindur og Halla (Stóra sviðið) Fös 17/4 kl. 19:30 8.sýn Fös 24/4 kl. 19:30 10.sýn Lau 2/5 kl. 19:30 12.sýn Lau 18/4 kl. 19:30 9.sýn Lau 25/4 kl. 19:30 11.sýn Sun 3/5 kl. 19:30 13.sýn Eitt magnaðasta verk íslenskra leikbókmennta í uppsetningu Stefan Metz. Segulsvið (Kassinn) Fös 17/4 kl. 19:30 9.sýn Lau 25/4 kl. 19:30 11.sýn Lau 18/4 kl. 19:30 10.sýn Sun 26/4 kl. 19:30 12.sýn Nýtt leikverk eftir Sigurð Pálsson Sjálfstætt fólk - hetjusaga (Stóra sviðið) Sun 19/4 kl. 19:30 Aukas. Allra síðasta aukasýning. Kuggur og leikhúsvélin (Kúlan) Sun 19/4 kl. 13:30 Þri 26/5 kl. 13:30 Sun 19/4 kl. 15:00 Þri 26/5 kl. 15:00 Kuggur og félagar geysast nú upp á svið í Þjóðleikhúsinu í fyrsta sinn! Leitin að Jörundi (Þjóðleikhúskjallarinn) Sun 3/5 kl. 20:00 Sun 10/5 kl. 20:00 Sun 17/5 kl. 20:00 Sápuópera um hundadagakonung 20. apríl kl. 20.00 Heimspekispjall – Mannréttindi. Aðgangur ókeypis. Súpa í veitingastofum frá kl 18.00, borðapantanir í síma 511 1904 23. apríl kl. 14.00 og 16.00 Barnamenningarhátið – Tónleikhús Dúó Stemmu Aðgangur ókeypis 23. apríl kl. 20.00 Vilborg Davíðsdóttir – Ástin, drekinn og dauðinn. Aðgangseyrir 1000 kr. Súpa í veitingastofum frá kl 18.00, borðapantanir í síma 511 1904 www.hannesarholt.is Miðasala á midi.is Dagskrá hannesarholts 58 menning Helgin 17.-19. apríl 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.