Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.04.2015, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 17.04.2015, Blaðsíða 4
veður Föstudagur laugardagur sunnudagur SlagveðurSrigning framan af degi S- og v-landS, en rofar til um kvöldið. HöfuðborgarSvæðið: Rigning fRam eftiR degi og stRekkingsvinduR. S-Strekkingur v-til. að meStu Skýjað, S- og v-til, en Heiðríkt n- og a-landS. HöfuðborgarSvæðið: skýjað með köflum, en úRkomulaust. Svipað veður og á laugardag. ennþá fremur milt HöfuðborgarSvæðið: skýjað að mestu, en þó sólaRglennuR. góðviðri og milt um helgina það kom að því að tíðin breyttist og umskiptin eru vissulega mikil frá síðustu helgi. mildir vindar blása úr suðri, rigning í dag s- og v-til, en síðan þurrara loft og sólin mun skína í heiði, einkum norðan- og austanlands. Hitinn upp undir og jafnvel yfir 10 stig, einkum austanlands á sunnudag. strax eftir helgi slær slær hins heldur í bakseglin. 6 5 6 9 5 7 6 9 9 6 5 7 9 10 6 einar Sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is Ólafur og Dorrit í afmæli drottningar mar grét þór hild ur dana- drottn ing fagn aði 75 ára af mæli sínu í gær, fimmtu- dag. ólaf- ur Ragn ar gríms son, for seti Íslands, og eig in kona hans, dor rit moussai eff, sóttu hátíðarkvöldverð í kristjáns- borgarhöll í kaupmannahöfn af þessu tilefni á miðvikudagskvöld. ljósmynd/ nordicPhotos/getty 51.500.000 krónur greiddi alþingi 28 þingmönnum í svokallað akstursgjald, eða vegna aksturs eigin bifreiða, á síðasta ári. Þar af voru 18 þingmenn sem fengu greitt meira en eina milljón króna, en greiðslurnar eru undanþegnar skatti. Karólína sigraði söng kon an karólína jó hanns dótt ir, nem andi við mR, fór með sig ur af hólmi í söng keppni fram halds skól anna um liðna helgi. Hún söng lagið go slow með Haim og sungu þær guðrún ýr eyfjörð, krist ín Björg Björns dótt ir og mel korka davíðsdótt ir bakradd ir. Í öðru sæti varð Borgarholts skóli og fg í því þriðja. Gefa frí 19. júní Ríkisstjórnin hefur hvatt vinnuveitendur, bæði á almennum vinnumarkaði og hjá hinu opinbera, til að gera starfsfólki sínu kleift að taka þátt í skipulögðum hátíðarhöldum í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna hinn 19. júní næstkomandi. meðal fyrirtækja sem ætla að verða við áskoruninni eru Íslandsbanki, sem hyggst loka útibúum eftir hádegi þann dag og gefa starfs- fólki frí, og vÍs sem gefur öllu starfs- fólki frí. sigrún Ragna ólafsdóttir, forstjóri vÍs, segir það sanna ánægju að verða við hvatn- ingu stjórnvalda þessa efnis. 817 ný hótelherbergi verða tekin í notkun í Reykjavík í ár. miðað við lægstu spá um fjög ur pró sent ár lega fjölg un ferða- manna fram til árs ins 2020 er ekki þörf á fleiri hót el um en þegar eru fyr ir­ huguð. sé miðað við hæstu spár um tíu prósent árlega fjölgun vantar alls um 5.900 fleiri hótelherbergi í borginni.  vikan sem var darri í næstu mynd Spielbergs ólafur darri ólafsson er á leið til vancouver í kanada þar sem hann mun leika í næstu mynd stevens spielberg. myndin kallast Bfg og er byggð á sögu Roalds dahl. disney framleiðir myndina sem frumsýnd verður á næsta ári. ólafur darri leikur risa í myndinni. Tónlistarskólinn í Reykjavík tekur við umsóknum nýnema til 4. maí. • Kennum á öll klassísk hljóðfæri • Sérhæfum okkur í kennslu lengra kominna nemenda • Einvala lið frábærra kennara Nánari upplýsingar á tono.is og í síma 553 0625 milli kl. 13-16. s ímar eru fyrir löngu komnir út fyrir sitt upphaflega verksvið. Í dag er síminn allt í senn samskiptatæki, myndavél, dagbók og vekjaraklukka, svo fátt eitt sé nefnt. Flest förum við ekki úr húsi án hans og samkvæmt rannsóknum förum við heldur ekki í rúmið án hans. Í rannsókn sem gerð var fyrir tímaritið Time árið 2012 kom fram að 75% fólks á aldrinum 18 til 44 ára sefur með símann innan seilingar. Þetta eru ekki góðar fréttir ef eitthvað er að marka sífellt fleiri vísindamenn sem stíga fram og benda á mögulega skaðsemi snjallasímanna á heilsu okkar. Snjallsími við rúmið ógnar góðum nætursvefni, sem er jú ein helsta undirstaða góðrar heilsu. ekki til neinar langtímarannsóknir Sálfræðingar stíga nú í auknum mæli fram til að benda á skaðsemi þess að vera stöðugt tengdur við símann og netið á andlega heilsu okkar. Rannsókn sem unnin var fyrir Gautaborgarháskóla árið 2012 sýndi fram á aukið stress og álag ungra snjallsímanotenda, sem í alvar- legum tilfellum geti leitt til þunglyndis. „Ég held að þetta sé alls ekki sniðugt,“ segir Erna Björnsdóttir, sálfræðingur og varafor- maður Hins íslenska svefnfélags. „Í fyrsta lagi þá senda þessir símar frá sér allskyns bylgjur sem vitum ekki hvaða áhrif hafa á heilsuna. Það eru ekki nema tíu ár síðan þessir símar komu á markaðinn og þar af leiðandi ekki til neinar langtímarannsóknir. Ef fólk kynnti sér málið myndi það sjá að allir þessir símar koma með viðvörunum um að ekki megi hafa þá nálægt höfðinu lengur en í ákveðinn tíma og að ekki megi sofa með þá nálægt sér. Ég hef alltaf mælt með því við fólk sem vill nota símann sem vekjaraklukku, að stilla hann þá allavega á flugvélastillingu svo hann sendi ekki frá sér bylgjur alla nóttina,“ segir Erla en rannsóknir hafa sýnt að örbylgjur, í miklu magni, geta valdið krabbameini. Svefnvandamál algeng hjá ungu fólki Farsímar eru sagðir gefa frá sér það lítið magn af örbylgjum að ekki sé mögulegt að tengja notkun þeirra við krabbamein. Þrátt fyrir það fannst Alþjóða heilbrigðismálastofnun- inni ástæða til þess að vara fólk við notkun þeirra árið 2011, vegna mögulegrar hættu á krabbameini. „Mér finnst hrikalegt þegar ég fæ til mín fólk sem er með öpp í símanum til að greina svefninn sinn og er jafnvel að sofa með snjallsímann undir koddanum. Þá eru símarnir að senda bylgjur beint upp í höfuð og það finnst mér alls ekki sniðugt, fyrir utan brunahættuna sem fylgir því að hafa símann í rúminu. Þar að auki er stöðugt áreiti frá snjallsímanum vegna meldinga frá Facebook eða úr pósthólfinu sem geta haldið vöku fyrir fólki. Svefn- vandamál eru mjög algeng hjá ungu fólki og maður þekkir þetta sérstaklega hjá unglingum sem bjóða mömmu og pabba góða nótt, loka svefnherbergis- dyrunum og fara svo að spjalla við vini eða þá að horfa á þætti í símanum langt fram eftir nóttu.“ Ljós og hljóð trufla svefninn Rannsóknir hafa einnig sýnt að ljósið sem snjall- símar og tölvur gefa frá sér minnkar fram- leiðslu hormónsins melatóníns sem hjálpar okkur að sofna á kvöldin. Erla segir fólk vera misviðkvæmt fyrir áreiti í svefni en hljóð frá snjallsímum geti raskað ró okkar, jafn- vel þó að við séum fallin í djúpsvefn. „Það er almennt ekki mælt með því að nota nein raftæki í svefnherberginu og sérstaklega ekki ef við eigum erfitt með svefn. Okkur er langhollast að svefnherbergið sé bara fyrir svefn. Svo eru gömlu góðu vekjaraklukk- urnar enn mjög góðar og gildar auk þess að vera ódýrar,“ segir Erla. „Ég hef alltaf sagt að snjallsímar eigi ekki heima í svefnher- bergjum. Það ætti að vera einhver staður á heimilinu þar sem allir skila af sér símunum á kvöldin. Við þurfum ekkert á símanum að halda yfir blánóttina.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is  lýðheilsa sérFræðingur varar við notkun snjallsíma í rúminu Ekki skynsamlegt að nota snjallsíma sem vekjaraklukku við förum ekki úr húsi án snjallsímanna og samkvæmt rannsóknum förum við heldur ekki í rúmið án þeirra. en snjallsímar senda frá sér örbylgjur sem urðu tilefni til viðvarana alþjóðaheilbrigðis- stofnunarinnar árið 2011, þar sem þær gætu mögulega valdið krabbameini. Rannsóknir sýna auk þess að stöðug síma­ og netnotkun hafi neikvæð áhrif á andlega heilsu. Erla Björnsdóttir, sál- fræðingur og sérfræðingur í svefnvandamálum, mælir með því að fjölskyldan leggi símunum á kvöldin og taki þá alls ekki með í svefnherbergið. það er kannski kom- inn tími til að draga fram gömlu góðu vekjaraklukkuna. snjallsími við rúmið ógnar góðum nætur- svefni, sem er ein helsta undirstaða góðrar heilsu. erla Björnsdóttir, sál- fræðingur og sérfræð- ingur í svefnvanda- málum, segir snjallsíma ekki eiga heima í svefnherberginu. 4 fréttir Helgin 17.­19. apríl 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.