Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.04.2015, Blaðsíða 2

Fréttatíminn - 17.04.2015, Blaðsíða 2
Kappakstursbíll á Toyotasýningu Á sýningu hjá Toyota í Kauptúni á laugar- dag og sunnudag verður sýndur kappaks- tursbíllinn TS030 HYBRID sem hefur m.a. tekið þátt í Le Mans þolaksturskeppninni, en í ár fagnar Toyota á Íslandi því að 50 ár eru liðin frá því fyrsti Toyotabíllinn var seldur á Íslandi. Viðurkenndir söluaðilar Toyota á Akureyri, Selfossi, í Reykjanesbæ bjóða einnig til sýningar á laugardag, frá kl. 12 – 16. Í Kauptúni verður fullkominn ökuhermir þar sem gestir geta sest undir stýri á GT86 sportbílnum og sýnt kunnáttu sína og ökuleikni. Stoltenberg fundar á Íslandi Jens Stoltenberg er staddur hér á landi í sinni fyrstu heimsókn sem framkvæmd- astjóri Atlantshafsbandalagsins. Stolten- berg hitti Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Gunnar Braga Sveins- son utanríkisráðherra í gær, fimmtudag. Á fundinum með forsætisráðherra voru öryggismál í Evrópu ofarlega á baugi, ógn af hryðjuverkum sem og málefni Afgani- stan en Atlantshafsbandalagið stendur nú að þjálfunaraðgerð í landinu eftir að aðgerðum alþjóðaliðsins lauk um síðustu áramót. Einnig voru öryggismál á norðurs- lóðum rædd, loftrýmisgæsla bandalagsins hér á landi og netöryggismál. Svavar í sauðfjárbúskapinn Svavar Halldórsson, fyrrverandi frétta- maður, hefur verið ráðinn framkvæmda- stjóri Landssambands sauðfjárbænda. Frá því Svavar lét af störfum á fréttastofu RÚV fyrir tveimur árum hefur hann rekið fyrirtækið Íslenskur matur og matarmenn- ing, og sendi meðal annars frá sér Íslensku hamborgarabókina árið 2013. Í samtali við Bændablaðið segir Þórarinn Ingi Pétursson, formaður Landssambands sauðfjárbænda, að þar á bæ geri menn sér grein fyrir að margir verði undrandi á þessari ráðningu. „En það er líka bara fínt stundum að fara í endurmat á stöðunni þegar mannaskipti verða og horfa í aðrar áttir. Fyrst og fremst erum við þá að horfa til þeirra markaðstækifæra sem eru fyrir greinina, til að mynda á erlendum mörk- uðum og við teljum Svavar góðan kost í þeirri stöðu,“ segir Þórarinn í Bænda- blaðinu. Björk á topp 100 áhrifamestu Björk Guðmundsdóttir tónlistarkona er meðal 100 áhrifamestu einstaklinga í heiminum, samkvæmt lista TIME sem var birtur í gær, fimmtudag. Björk er þar nefnd í flokknum „Icon“ eða Átrúnaðargoð, en aðrir sem nefndir eru í þessum flokki eru til að mynda Kanye West, tónlistarmaður og eiginmaður Kim Kardashian, og pakistanska stúlkan Malala Yousafzai sem fékk friðarverðlaun Nóbels í fyrra. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri kynnti fyrirhugaða hótel- byggingu á blaða- mannafundi í Hörpu í vikunni ásamt Richard L. Friedman, forstjóra Carpenter & Company. Fimm stjörnu hótel rís við hlið Hörpu og verður það rekið af alþjóð- legri hótelkeðju. Ljósmynd/Hari  SkipulagSmál BandaríSkt faSteignafélag Byggir á Hörpureit Hefja framkvæmdir við fimm stjörnu hótel í haust Bandaríska fasteignafélagið Car- penter & Company mun kaupa byggingarrétt að hótelbyggingu á Austurbakka við hlið Hörpu. Fram- kvæmdir hefjast í haust og fimm stjörnu hótel verður opnað eftir þrjú ár. Carpenter mun reisa 250 her- bergja fimm stjörnu hótel á lóðinni en fela þekktri alþjóðlegri hótel- keðju rekstur þess. Samningar þess efnis eru á lokastigi, að því er segir í fréttatilkynningu Reykja- víkurborgar. Meðal hótelkeðja sem Carpenter vinnur með eru St. Regis, Four Seasons, Marriott og Hyatt. Þetta verður fyrsta fimm stjörnu hótelið á Íslandi. Auk herbergjanna 250 verða þar veislu- og fundarsalir, heilsulind og fjöldi veitingastaða. Arionbanki vinnur að skipulagi fjármögnunar hótelbyggingarinn- ar og lánsfjármögnun en samið hefur verið við verkfræðistofuna Mannvit og T.ark-arkitekta um hönnun og stjórnun framkvæmda. Áfram er gert ráð fyrir íbúða- og verslunarbyggð á suðurhluta lóðar- innar. -hdm  Samfélag kynjaBilið er ekki einkamál kvenna Christine Lagarde, forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, og leikarinn Geena Davis, sem um árabil hefur unnið að auknum sýnileika kvenna í fjölmiðlum- og afþreytingarefni, eru meðal þátttakenda á alþjóðlegri ráðstefnu sem haldin verður í Hörpu á 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna í sumar. Halla Tómasdóttir ráðstefnustjóri segir mikilvægt að brúa kynjabilið í efnahagslegum, viðskiptalegum og samfélagslegum skilningi. Christine Lagarde og Geena Davis tala á ráðstefnu í Hörpu i nspirally WE er alþjóðleg ráðstefna sem haldin verður í Hörpu dagana 18.-19. júní af því tilefni að 100 ár eru liðin frá því að íslenskar konur fengu kosningarétt. „Um er að ræða alþjóðlegt samtal um bestu leiðir til að brúa kynjamuninn, en betri árangur í því er mikilvægur í efna- hagslegum, viðskiptalegum og sam- félagslegum skilningi. Samtalið á sér stað á Íslandi enda erum við fremst í heimi þegar kemur að þessum málum,“ segir Halla Tómasdóttir sem er ráðstefnustjóri. Halla hefur gengið lengi með hugmynd- ina að því að halda slíka ráðstefnu á Ís- landi, og leggur mikla áherslu á að þetta mál sé ekkert mál kvenna, heldur mál sem konur og karlar eigi að láta sig varða, enda blómstra efnahagur, viðskiptalíf og samfélag hvað best þegar kraftar karla og kvenna eru fullnýttir. „Ráðstefnan er haldin í samstarfi við öflug íslensk fyrir- tæki og frumkvöðlafyrirtækið Inspirally, sem birtir daglega jákvæðar fréttir af kon- um og körlum sem eru til fyrirmyndar í að brúa kynjabilið. Innan skamms verður einnig opnaður samtalsvettvangur um þessi málefni, nokkurs konar samfélags- miðill þar sem fólk getur tekið samtalið áfram að lokinni ráðstefnu,“ segir hún. Christine Lagarde, forstjóri Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins, sem lagt hefur mikla áherslu á efnhagslegt mikilvægi þess að virkja konur til forystu mun ávarpa gesti í myndskilaboðum við upphaf ráð- stefnu. Þá mun dr. Michael Kimmel vera með Barbershop Breakfast fyrir karla að morgni 19. júní og mun Geena Davis vera með opnunarávarp þá um morguninn og síðar þann daga deila alþjóðlegum rann- sóknum sem hún hefur látið vinna um áhrif fjölmiðla- og afþreyingarefnis á drengi og stúlkur. Meðal íslenskra þátt- takenda eru Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Margrét Pála Ólafsdóttir, stofnandi Hjallastefnunnar, en Jóhanna Sigurðar- dóttir og Jón Gnarr verða einnig með myndinns- lög. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Christine Lagarde, forstjóri Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins, flytur ráðstefnugestum skilaboð af myndbandi eftir að ráðstefnan hefur verið sett. NordicPhotos/GettyImages Leikarinn Geena Davis er stofnandi The Geena Davis Institute on Gender in Media og hefur um árabil unnið að auknum sýnileika kvenna í kvikmyndum. NordicPhotos/Getty Meðal fyrirlesara á ráðstefnunni: Pat Mitchell Kvenfrumkvöðull í bandarískri sjón- varpssögu. Hún var fyrsti kvenforseti og kvenforstjóri PBS, bandaríska ríkissjón- varpsins, og forseti CNN Productions. Hún er einn af stjórnendum AOL og TEDWomen og fyrrum forstjóri og nú ráðgjafi hjá Paley Center for Media. Hún er Emmy-verðlaunahafi og er iðulega á ýmsum listum yfir áhrifamestu konurnar. Ivy Ross Einn af æðstu stjór- nendum Google og stjórnandi teymis sem vinnur að framgangi Google Glass. Fyrrum framkvæmdastjóri nýsköpunar hjá Procter and Gamble og marg- verðlaunaður skart- gripahönnuður. Deborah K. Jones Sendiherra Bandaríkj- anna í Líbíu, fyrrverandi sendiherra Banda- ríkjanna í Kúveit og er afar hátt sett innan bandarísku utanríkis- þjónustunnar. Dr. Margot Gerritsen Prófessor við Stan- ford University og ein áhrifamesta konan í heimi stærðfræði, verk- fræði og tölvunarfræði í Bandaríkjunum. Yfir- maður ICME, Institute for Computational and Mathematical Engineering í Stanford. Tiffany Dufu Nefnd sem ein af 19 konum sem eru að ryðja brautina, á lista Huffington Post og er ósjaldan nefnd á listum yfir áhrifamestu konurnar. Hún er einn af stjórnendum Levo League og tók þátt í að stofna LeanIn, framtak Sheryl Sandberg. Hún er í ráðgjafateymi Women Ready for Hillary. Michael Kimmel, sérfræð- ingur í karlmennskurann- sóknum, verður með Barbershop Breakfast fyrir karla að morgni 19. júní. Mynd/Hari Gunnar Smári skrifar um þjóðmálin og hefur tekið upp þráðinn við matarskrif Nýr vefur Fréttatímans er kominn í loftið www.frettatiminn.is 2 fréttir Helgin 17.-19. apríl 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.