Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.04.2015, Blaðsíða 22

Fréttatíminn - 17.04.2015, Blaðsíða 22
ÓGLEYMANLEG KVEÐJA Sendu fermingarbarninu persónulegt skeyti H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA – 1 5- 05 00 Pósturinn býður þér að setja þína eigin mynd á fermingarskeytið og undirstrika þannig þínar persónulegu framtíðaróskir til fermingarbarnsins. Gefðu sköpunargáfunni og tilfinningunum lausan tauminn á postur.is/fermingar SK EY TI Els ku Kri stín Við se ndu m þ ér inn ileg ar ham ing juó ski r m eð fer min gar dag inn . Kæ rar kv eðj ur frá só linn i. Gu ðrú n fr æn ka SKEYT I Elsku Þ orsteinn okkar Við sen dum þé r innileg ar ham ingjuós kir með fermin gardagi nn. Megi þé r farnas t vel í fr amtíðin ni. Dóri og Lauga Leiðsögu- hundurinn eykur sjálf- stæði og lífsgleði Halldór Sævar Guðbergsson hefur alla tíð verið með mikið skerta sjón en fyrir tveimur árum missti hann sjónina alveg. Í febrúar fékk hann leiðsöguhundinn Bono sem hefur fylgt honum líkt og skuggi síðan. Halldór segir Bono veita sér aukið sjálfstæði, öryggi og félagsskap. Í dag hefst Rauðafjöðurs- söfnun Lions-hreyfingarinnar en að þessu sinni er safnað fyrir kaupum á og þjálfun blindrahunda. Halldór Sævar Guðbergsson og leiðsöguhundurinn Bono. Til eru 7 leiðsöguhundar á landinu en í dag, föstudaginn 17. apríl, hefst Rauða- fjöðurssöfnun Lions-hreyfingar- innar og verður söfnunarfé varið til kaupa og þjálfunar á blindrahundum. Ljósmynd/Hari Þ að eru mikil lífsgæði sem felast í leiðsöguhundi og þar af leiðandi líka lífsgleði,“ segir Halldór Sævar Guðbergs- son, varaformaður Blindrafélags Íslands og Öryrkjabandalagsins. Halldór fékk leiðsöguhundinn Bono í febrúar og segir þá félaga hafa verið að venjast hvor öðrum síðan. „Við erum alltaf saman og lærum hægt og rólega á hvorn annan, en hundaþjálfarar tala um að það taki allt að einu ári að ná fullkominni samvinnu milli blinds manns og leiðsöguhunds. Mér finnst okkur ganga talsvert vel og ég finn hvernig sjálfstæði mitt er að aukast.“ Augun bræða hvern sem er „Um daginn var ég að ganga Hrísa- teiginn, þar sem ég bý, en þá var búið að grafa sundur gangstéttina á einum stað og setja vinnustólpa fyrir. Bono snarstoppaði við stólp- ana og þá fann ég með stafnum hvað var fram undan. Svo beygði hann fram hjá hindruninni og út á götuna og þá fann ég í fyrsta sinn hvernig hann leysti svona vanda- mál.“ „Leiðsöguhundur er fyrst og fremst umferlistæki og hann hjálpar mér að komast um í mínu hversdagslega umhverfi. Hann er auðvitað ekki staðsetningartæki, ég get ekki sagt honum að koma mér á Suðurlandsbraut 20, ég þarf að þekkja mínar leiðir vel og hlusta vel eftir umferð og þess háttar. En Bono aðstoðar mig við öryggisat- riðin. Hann lætur mig vita þegar ég er t.d. kominn að gangstéttar- brún með því að stoppa en ég verð alltaf að stýra honum. En auðvi- tað er hundurinn miklu meira en hjálpartæki, við erum alltaf saman, hann er eins og skugginn af mér og við erum orðnir miklir félagar. Hann kallar dálítið á athygli en þegar hann er í vinnubeislinu á helst ekki að tala við hann, því þá er hann í vinnunni. En ég veit að það er mjög erfitt fyrir fólk að hlýða því, því augun hans bræða víst hvern sem er.“ Ætlar með Bono upp Esjuna Halldór hefur verið með mikið skerta sjón frá fæðingu en missti hana alveg fyrir tveimur árum. „Það hefur margt verið að mínum augum en ástæða þess að ég er orðinn alveg blindur er sú að sjón- taugin er alveg ónýt. Það var vegna gláku og hornhimnuvandamála. Ég hef farið í um 50 augnaðgerðir á hægra auga en hef verið blindur á vinstra auga frá því ég fæddist.“ Halldór er mikill göngumaður og hefur ekki látið skerta sjón hindra sig í að fara á fjöll. Hann fer alltaf nokkrum sinnum á Esjuna hvert einasta sumar. „Ég bind miklar vonir við að hreyfa mig með Bono í sumar en það hefur ekki verið mikið ferðaveður í vetur vegna snjós og hálku. Það sem gerist í þannig veðri er að öll kennileiti hverfa fyrir mig og eins er erfiðara fyrir hund að stoppa við gangstéttarbrún ef hún er á kafi undir snjó og hálku. Ég hef mjög gaman af því að fara í gönguferðir og fjallgöngur og ætla að prófa við fyrsta tækifæri að fara með Bono upp Esjuna.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is 22 viðtal Helgin 17.-19. apríl 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.