Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.04.2015, Blaðsíða 62

Fréttatíminn - 17.04.2015, Blaðsíða 62
 Sagnfræði ráðStefna BaSkavinafélagSinS 400 ár liðin frá Spánverjavígunum Í sumar verða liðin 400 ár frá því að einhver mestu voðaverk Íslandssögunnar, hin svokölluðu Spánverjavíg, áttu sér stað á Vestfjörðum. Þá voru baskneskir hvalveiðimenn, 31 að tölu, drepnir eftir að hafa verið dæmdir réttdræpir af sýslumann- inum á Vestfjörðum, Ara í Ögri. Skáldsagan „Ariasman“ eftir Finnann Tapio Koivukari er byggð á þessum atburðum en Tapio verður einn frummælenda á alþjóðlegri ráðstefnu Baskavina- félagsins í Þjóðarbókhlöðunni næstkomandi þriðjudag, 21. apríl. S amkvæmt Jóni lærða var þetta þriðja sumar Baskanna á Ströndum, en sumarið 1615 voru þar þrjú skip. Það höfðu komið upp einhverjar deilur á milli manna vegna kindar sem hvarf en annars hafði alltaf verið gott sam- band milli aðkomumanna og heimamanna,“ segir finnski sagnfræðingur- inn Tapio Koivukari sem heldur erindi um Spán- verjavígin, þennan smán- arblett Íslandssögunnar, í Þjóðarbókhlöðunni næst- komandi þriðjudag. Ta- pio segist lengi hafa haft áhuga á Spánarvígunum, allt frá því hann heyrði fyrst af þeim þegar hann bjó sjálfur á Vestfjörðum fyrir mörgum árum. Fyrir tveimur árum gaf hann svo út skáldsögu sem segir frá atburðunum og byggir á frásögn Jóns lærða. 50 manna her ræðst gegn skip- brotsmönnunum „Daginn áður en vígin áttu sér stað höfðu Baskarnir ætlað sér að fara heim. En þá skall á svakalegt óveður með haf- ís og skipin rákust á kletta og brotnuðu í stórsjónum. Um 80 manns voru um borð í skipunum þremur og allir nema 3 komust í land á stórum árabátum. Presturinn í Árnesi hafði áður átt í deilum við skipstjórann og þegar Bask- arnir komu aftur í land laug hann að þeim að á Jökulfjörðum væri stórt skip á leið til Evrópu sem þeir gætu fengið far með. Baskarnir sigla þá á litlu ára- bátunum sínum fyrir Hornið og komust þannig á Jökulfirði, sem sýnir hversu miklir sjómenn þetta voru,“ segir Ta- pio. En við Ísafjarðardjúp var ekki tekið blíðlega á móti skipbrotsmönnunum. „Ari í Ögri, sýslumaðurinn á Vestfjörð- um, hafði áður selt Böskunum leyfi til að veiða hval og tekið 600 silfurpen- inga fyrir það, án þess að hafa heimild til þess. Nú kallar hann til þings á Súðavík, þar sem Baskarnir eru lýstir útlæg- ir og réttdræpir. Rökin eru þau að baskneskur skip- stjóri hafi hótað prestinum í Árnesi,“ segir Tapio. „En aðalrökin tengdust því hvað þeir gætu mögulega gert af sér ef þeir yrðu ekki drepn- ir. Að þeir myndu líklegast fara um rænandi og rupl- andi. Eftir þingið kallar Ari bændur við Djúpið til vopna og náði á stuttum tíma að smala saman 50 manns og á næstu dögum var 31 Baski drepinn í tveimur lotum, við Dýrafjörð, í Æðey og á Sandeyri.“ Ekkert vitað um afdrif eftirlif- enda Restin af Böskunum fór á einni lítilli skútu til Patreksfjarðar og lifði vetur- inn af þar. Um vorið rændu þeir svo ensku fiskiskipi og komust frá Íslandi. En þrátt fyrir að hafa sloppið úr klóm Vestfirðinganna vitum við ekki hvort Baskarnir hafi komist heim til San Se- bastian þar sem engar heimildir eru til um það. Þeir sem vilja vita meira um samskipti Íslendinga og Baska geta sótt í brunn fjölda íslenskra og erlendra fræðimanna um efnið á ráð- stefnu í Þjóðarbókhlöðunni mánudag- inn 20. apríl og þriðjudaginn 21. apríl. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Baskneski listamaðurinn Guill- ermo Zubiaga gerði teikninguna sem er hluti af farandsýningu um Spánverjavígin sem fer um Vest- firði í sumar. Miðvikudaginn 22. apríl verður minningarskjöldur afhjúpaður við Galdrasafnið á Hólmavík að viðstöddum Martin Garitano, héraðsstjóra Gipuzkoa, Illuga Gunnarssyni mennta- og menningarmálaráðherra og Jónasi Guðmundssyni, sýslumanni Vestfjarða. Tapio Koivukari mun flytja sjóferðabæn, Xabier Irujo og Magnús Rafnsson sáttargjörð og Steindór Andersen mun kveða úr Fjölmóði eftir Jón lærða. „Baskar voru fyrstir Evrópu- manna til að veiða hvali. Þeir seldu Íslendingum hvalkjöt enda höfðu þeir bara áhuga á spikinu, sem var brætt í lýsi og flutt heim í tunnum. Lýsið var mjög verðmætt í Evrópu þar sem það var aðallega notað til að búa til kerti, en líka til að verka skinn og búa til sápur. Þetta var áður en farið var að vinna olíu úr jörðu og var því mjög mikilvægur iðnaður á þessum tíma. Svo gerði tískan það að verkum að skíðin voru líka mjög vinsæl og verðmæt vara meðal hirðanna í Evrópu. Úr skíðunum voru búin til grindverk sem voru svo sett undir pils og kjóla til að halda þeim uppi,“ segir Tapio. „Um miðja 17. öld fækkaði hvölum við Ísland og hvalveiði- stöðvarnar færðust norðar, til Svalbarða. Stuttu síðar misstu Baskar svo forystuna til Hol- lendinga og Englendinga.“ Sagnfræðingurinn Tapio Koivukari gaf út skáld- söguna „Ariasman“ sem er byggir á Spánarvíg- unum. Hún hefur verið þýdd á íslensku. Havartí er einn þekktasti ostur Dana en hér á landi hófst framleiðsla á honum á Höfn í Hornarfirði árið 1987. Ostinum var upphaflega gefið nafnið Jöklaostur en því var breytt. Havartí varð til um miðja 19. öld hjá hinni frægu dönsku ostagerðarkonu, Hanne Nielsen. Havartí er mildur, ljúfur og eilítið smjörkenndur ostur sem verður skarpari með aldrinum og er með vott af heslihnetubragði. Frábær ostur með fordrykknum eða á desertbakka með mjúkum döðlum og eplum. HAVARTÍ FJÖLHÆFUR www.odalsostar.is TEKK COMPANY OG HABITAT | Kauptúni | Sími 564 4400 OPIð MÁNUDAGA TIL LAUGARDAGA KL. 11-18 / SUNNUDAGA KL. 13-18 Vefverslun á www.tekk.is AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM TAX FREE 20% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM SKOÐAÐU VÖRUÚRVALIÐ Á TEKK.IS 62 menning Helgin 17.-19. apríl 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.