Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.04.2015, Blaðsíða 37

Fréttatíminn - 17.04.2015, Blaðsíða 37
Um leið og fyrstu frönsku jarðarberin og kirsuber vorsins koma og fyrsti asp- asinn þá springa borð grænmetissal- anna út í vorsins fögnuði og tilbeiðslu. Og verðið rýkur upp. Það er ekki nema fyrir sterkefnað fólk að borða vorið, fyrst á vorin. Mynd Alda Lóa trénaðir. Ef svo er þá er ekkert annað að gera en að bíða í viku. Reyna þá aftur og ef aspasinn lítur þá betur út skal hlaupið með hann heim, hýð- ið skrælt með grænmetisskrælara, tveimur sentímetrum eða svo frá krónublöðunum og niður að enda stilksins. Ekki fara of varlega, þið viljið losna við allt sem hefur trénað svo eftir sitji aðeins það sem verður dúnmjúkt eftir suðu. Aspasinn eldast líka jafnar ef neðri hlutinn er þynnt- ur. Þegar þið hafið skrælt skulið þið taka utan um stilkendann með ann- arri hendi og um spergilinn, aðeins fyrir neðan krónuna, með hinni og brjóta stilkinn. Hann brotnar akk- úrat á réttum stað; þar sem hann er of trénaður til að vera góður. Kannski á einhver aspaspott, en líklega fáir. Þetta eru háir mjóir pottar, aspasinn er settur í upp á rönd í þá svo stilkarnir séu í sjóð- andi vatni en krónan gufusoðni. Vandinn við aspas er nefnilega að krónurnar þurfa minni suðu en stilkarnir. Fyrir okkur hin er best að sjóða aspas í pönnu með brún- um. Þið getið sett afskurðinn undir krónurnar svo þær standi eilítið upp úr sjóðandi vel söltu vatninu. Það má líka nota kartöflur til að lyfta undir krónurnar og annað hvort borða þær með aspasinum eða nota seinna í kartöflusalat (það mun hafa keim af aspas). Önnur leið er að binda aspasinn saman í búnt og skorða hann með einhverjum hætti í háum potti þannig að krónurnar standi upp úr sjóðandi vatninu. Það tekur um 20 mínútur að sjóða þykkan aspas og eitthvað skemur að sjóða þynnri. Notið vel salt vatn. Jaques Médecin, borgarstjóri Nice og snilldarkokkur, mælir með að sjóða aspasinn í hvítvíni styrktu með lauk, grænmeti og sítrónusafa en líklega er það ofrausn. En prófið endilega, ef þið viljið. Að borða aspas Þið getið borðað aspas kaldan eða volgan – ekki sjóðandi heitan. Hann er bestur frá stofuhita upp í líkams- hita. Þegar þið hafið soðið aspasinn skulið þið leggja hann á klæði eða grind svo vökvinn renni af honum. Ef aspasinn er of rakur tekur hann ekki eins vel við sósunni sem þið berið fram með honum. Eins og í svo mörgu snýst þetta um að skipta á vökva; ef aspasinn er vatnssósa kemst ekkert annað að. Það er óþarfi að leggja hnífapör á borðið. Það fer best á því að borða aspas með fingrunum. Það má hafa hollandaissósu með aspasnum eða vinaigrette, majónesu eða bráðið smör, bræddan ost eða bechamel. Og gott brauð. Og jafnvel léttsteikt egg eða linsoðið; helst utan skurn- ar. Sumir vilja strá eilitlu af ristaðri brauðmylsnu yfir aspasinn til að fá smá kröns kröns í áferðina, en ég get ekki mælt með því. Ef við byrjum á einfaldari endan- um þá má bera olívuolíu, hvítvíns- edik, salt og pipar á borðið og leyfa hverjum fyrir sig að búa til vinaig- rette. Þið getið líka gert einfalt vina- igrette sjálf. Ekki setja þó sinnep eða neitt bragðsterkt í hana. Þið getið líka búið til hollandaissósu með app- elsínusafa. Ef þið eigið blóðappelsín- ur þá breytir sósan um nafn og heitir þá maltnesk sósa en ekki hollensk. Það má líka bræða smjör á pönnu og hella yfir aspasinn þegar það er við það brúnast eða hafa skál með majó- nesu til að dýfa stilkunum í. Svo má baka aspasinn með par- mesan osti. Þið setjið aspasinn þá í eldfast mót, raspið ost yfir og látið neðst í heitan ofn í fimm mínútur eða þar til osturinn hefur bráðnað en ekki grillast. Stillið þar næst grillið á hæsta hita og raspið meiri ost rausnarlega yfir aspasinn (þó ekki yfir krónurnar, leyfið þeim að standa út úr) og grillið ostinn gull- inbrúnan undir grillinu. Aspas er frábær forréttur en hann getur líka verið stofninn í hádegis- verði með góðu brauði og salati á eftir. Þreifið ykkur áfram með elda- mennsku og framsetningu og finnið aspasinum viðeigandi stað. Annað hvort sest hann að í fjölskylduhefð- unum eða ekki; sumir elska aspas en öðrum finnst hann alltaf jafn óspenn- andi; fölur og óljós í bragði. Aspas er reyndar svo persónubundinn mat- ur að sumir finna undarlega lykt af þvaginu eftir að hafa borðað aspas en aðrir alls ekki. Pælið í því. Þið get- ið jafnvel rifist um hvort aspas hafi áhrif á pissulykt eins og þið deilduð um hvort kjóll var hvítur eða blár. En þó ekki undir borðum. Það má ekki tala um piss meðan maður borðar. Leggðu grunn að framtíðinni og Landsbankinn bætir 6.000 krónum við Þegar fermingarbörn leggja 30.000 krónur eða meira inn á Framtíðargrunn Landsbankans greiðir bankinn 6.000 króna mótframlag inn á sama reikning. Þannig viljum við hvetja til sparnaðar. landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn matartíminn 37 Helgin 17.-19. apríl 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.