Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.04.2015, Blaðsíða 38

Fréttatíminn - 17.04.2015, Blaðsíða 38
Erla María Markúsdóttir O ffita er málefni sem er á allra vörum. Páll Matth- íasson, forstjóri Land- spítalans, sagði í viðtali við Líftímann í janúar að offita sé ein megin heilsufarsógnin sem við glímum við í dag. Efnahags- og framfarastofnun Evrópu, OECD, birti í lok síðasta árs uppfærð gögn þar sem ítarlega er farið yfir stöðu heil- brigðismála í ríkjum stofnunarinnar. Íslendingar eru sjötta feitasta þjóð í Evrópu, samkvæmt þessum gögnum, hlutfall of feitra meðal þjóðarinnar er 21% og yfir kjörþyngd tæplega 60%. Offita hefur aukist mikið frá aldamótum Staðreyndin er sú að offita hefur aukist hratt á Íslandi á undanförnum árum, eða úr 12% á árinu 2000 og upp í 21% árið 2010. Hlutfall offitu er þó lægra en í mörgum öðrum löndum, svo sem Bandaríkjunum og Mexíkó. Vert er þó að taka fram að sú að- ferðafræði sem OECD notast við hefur sætt ákveðinni gagnrýni, en hlutföllin byggjast á niðurstöðum úr lífsstíls- könnunum, en ekki beinum mæling- um. Fleiri mælingar og rannsóknir benda þó til þess að offita hafi aukist verulega frá aldamótum. Skýrsla sem Norræna ráðherranefndin lét gera árið 2011, og innihélt gögn um mataræði, hreyfingu og holdafar á Norðurlöndun- um, sýnir að Íslendingar eru feitastir Norðurlandaþjóða. Aðgerðaáætlun til að draga úr tíðni offitu Ýmsar leiðir hafa verið farnar til að ná tökum á þessari miklu heilsufar- sógn og er raunveruleikaþátturinn Biggest loser Ísland meðal þeirra. Þáttaröð númer tvö lauk á dögunum og þar misstu keppendurnir 14 yfir hálft tonn á sjö mánuðum. Lausnin felst þó ekki eingöngu í fjölda kílóa sem hverfa heldur þarf að taka á rót vandans. Vinnuhópur á vegum vel- ferðarráðuneytisins hefur meðal ann- ars sett saman aðgerðaáætlun til að draga úr tíðni offitu. Elva Gísladóttir, næringarfræðingur og verkefnastjóri næringar hjá embætti landlæknis, sat í vinnuhópnum. „Meðal þess sem við ráðlögðum stjórnvöldum var að efla heilbrigða lifnaðarhætti á breiðum samfélagslegum grund- velli án sérstakrar áherslu á offitu eða líkamsþyngd.“ Í áætluninni eru ýmis forgangsatriði nefnd, til dæmis að hækka verð á gosdrykkjum. „En síðan þessi áætlun var gerð hefur verið farið í þveröfuga átt,“ segir Elva og á þá við afnám sykurskatts sem tók gildi um síðustu áramót. Auka þarf forvarnir Ljóst er að aukin tíðni offitu hér á landi mun óneitanlega stuðla að auknum heilsubresti, líkt og sykursýki og hjarta- og æðasjúkdómum, og þar með auknum kostnaði við rekstur heilbrigðiskerfis í framtíðinni. „Þörf fyrir heilbrigðisþjónustu hefur verið að aukast síðustu ár og sú þróun mun halda áfram. Samhliða þessu verður að auka forvarnir enda sjáum við árangur af slíku starfi í þessum tölum, til dæm- is varðandi reykingar. Þeim árangri er mikilvægt að ná hvað offituna varðar,“ segir Páll Matthíasson. Erla María Markúsdóttir E f við meðhöndlum offitu eins og aðra langvinna sjúkdóma þurfa að vera til úrræði á fyrsta, öðru og þriðja stigi heilbrigðisþjónustunnar. Heilsugæslan starfar á fyrsta stiginu og hún þarf að geta gripið snemma inn í þegar ljóst er að um sé að ræða óæskilega þróun hjá viðkomandi ein- staklingi,“ segir Erla Gerður. Á öðru stiginu verður að vera til víðtæk sér- fræðiþekking. „Ef kemur í ljós að einfaldari ráðleggingar duga ekki til þarf að fara í nánari greiningu og finna undirliggjandi orsök því hún getur verið margs konar.“ Á þriðja stiginu fer svo fram endurhæfing fyrir þá sem eru verst settir. „Þetta snýst ekki endilega um að borða minna og hreyfa sig meira. Þegar komin er greining á undirliggjandi vanda er hægt að leggja upp með meðferðarplan sem þarf að sérsníða að hverjum og einum.“ Greining á offitu loks niður- greidd Erla Gerður hefur, ásamt Lúðvíki Guð- mundsson sérfræðilækni, verið að vinna að því að bæta annað og þriðja stig heilbrigðisþjónustunnar, en þau starfa bæði í Heilsuborg sem leggur meðal annars áherslu á forvarnir, ráð- gjöf og meðferð við offitu. „Við störfum samkvæmt rammasamningi sérfræði- lækna og það er okkur mikið gleðiefni að loksins er greining á offitu niður- greidd. Það er því ekki fyrr en nú sem annað stig heilbrigðisþjónustu, þegar kemur að offitu, er raunverulega til,“ segir Erla Gerður. Einstaklingsmiðuð greining Erla Gerður er einnig formaður Fé- lags fólks um offitu. Meðal baráttumála félagsins er að móta klínískar leiðbein- ingar svo heilsugæslan og heilbrigðis- stéttir geti stuðst við ákveðið ferli þeg- ar kemur að meðhöndlun offitu. „Við funduðum með landlækni um þetta mál og hann hefur sett þetta svolítið í okkar hendur og nú hefjum við það verkefni að móta þessar leiðbeiningar. Offitan er svo víðtæk og til að setja upp virka meðferð þarf að taka tillit til ýmissa þátta. Andleg líðan, líkamleg heilsa, aðstæður einstaklinga og fyrri reynsla, sem og fjárhagur eru meðal þátta sem þarf að taka tillit til svo meðferð henti viðkomandi einstaklingi. Þess vegna er svo mikilvægt að hver einstaklingur fái góða greiningu á vandanum og einstak- lingsmiðaðar leiðbeiningar. Þetta snýst ekki um enn einn matarkúrinn.“ Munur á ofþyngd og offitu Erla Gerður segir að lífsstílsbreyting sé kjarninn í þessu en hún innifeli hins vegar marga og ólíka hluti. „Þegar um offitu er að ræða er ójafnvægi ein- hvers staðar sem þarf að leiðrétta. Það að leggja aðaláherslu á kílóin er ekki endilega rétta svarið. Við viljum leggja meiri áherslu á heilsu og vellíðan, því í raun getur maður búið við góða heilsu þó að um aukakíló sé að ræða.“ Erla Gerður segir að þetta snúist um að koma jafnvægi á alla ferla í líkamanum og líða vel með sjálfan sig og vera sátt- ur. „Ofþyngd er ekki endilega tengd heilsubresti, en getur verið vísbending um neikvæða þróun. Þegar um offitu er að ræða er fituvefurinn orðinn það mik- ill í líkamanum að hann hefur áhrif á alls konar efnaskipti. Þá er þetta orðinn sjúkdómur, auk þess sem þyngdin sjálf veldur álagi á ýmis líffæri. Þá getur þyngdartap upp á 5-10% snúið við alls konar efnaskiptaójafnvægi. Þetta snýst um að koma líkamanum í jafnt og gott ástand. Heilsa og líðan einstaklingsins er númer eitt, ekki kílóin.“ — 38 — 17.-19. apríl 2015 Offita er mesta heilsufars­ ógnin Ný gögn frá Efnahags- og framfarastofnun Evrópu sýna að Íslendingar eru sjötta feitasta þjóð í Evrópu. Hlutfall of feitra Íslendinga er 21% og tæplega 60% eru yfir kjörþyngd. Erum að vakna til meðvitundar „Offita er áhættuþáttur og sjúkdómur sem við þurfum að bregðast við. Offita er fyrst og fremst heilsufarsvanda- mál sem leiðir til margra annarra sjúkdóma.“ Þetta segir Erla Gerður Sveinsdóttir, læknir og formaður Félags fagfólks um offitu, en hún segir að með aukinni þátttöku á öllum stigum heilbrigðisþjónustunnar sé hægt að ná tökum á þeirri miklu heilsufarsógn sem offita er. Holdafar á ekki að vera feimnismál „Við erum að vakna til meðvitundar um umfang offitu. Það er miklu meiri vakning núna en til dæmis fyrir fimm árum. Fram- förin er sú að við erum ekki að horfa jafn mikið á megrun og áður,“ segir Erla Gerður. Hún segir hins vegar að eins og andinn í þjóðfélaginu sé í dag eigum við enn langt í land. „Útlitsdýrkunin er mikil og áherslan á kílóafjölda er of mikil. Til að takast á við þetta vandamál þarf heilbrigðis- kerfið að taka virkan þátt, það er að lagast en gerist hægt.“ Hún segir einnig að fitufor- dómar séu fyrirferðamiklir í samfélaginu og mikilvægt sé að vinna markvisst gegn þeim. „Liður í því er að heilbrigðiskerfið taki virkari þátt. Holdafar á ekki að vera feimnismál og fólk þarf að átta sig á því að skömm og vanlíðan þarf ekki að fylgja þeim sem glíma við offitu. Það sýnir styrk að leita eftir aðstoð. Með því að ræða um offitu eins og hvert annað verkefni í heilbrigðis- kerfinu og á faglegum nótum munum við ná að koma í veg fyrir fitufordóma.“ Heilsufarsógn sem hægt er að taka á Varðandi forvarnir segir Erla Gerður að mikilvægt sé að opna á umræðuna. „Við þurfum að taka á vandanum áður en hann verður of mikill. Með almennri heilsu- eflingu er hægt að koma í veg fyrir ýmis konar heilsubrest svo sem stoðkerfissjúk- dóma og hjarta- og æðasjúkdóma og sama nálgun dugar í raun til að draga úr offitu. Það er margt sem við getum gert og ég er bjartsýn á að við getum náð miklu betri tökum á þessum vanda og tekist á við þessa miklu heilsufarsógn. Við þurfum að vanda okkur og sýna samstöðu. Ofþyngd er ekki endilega tengd heilsu- bresti, en getur verið vísbend- ing um nei- kvæða þróun. Hvað er BMI stuðull? BMI er líkamsmassastuðull og er mælikvarði á þyngd eða massa miðað við hæð. Hann er reiknaður með því að deila massa einstaklings í kílóum með líkamshæðinni í metrum í öðru veldi, það er þyngd(kg)/ hæð(m)2. Samkvæmt viðmiðunarmörkum Al- þjóða heilbrigðismálastofnunarinn- ar, WHO, er vannæring, kjörþyngd, ofþyngd og offita fyrir fullorðna skilgreind á eftirfarandi hátt:  Vannæring: BMI < 18,5  Kjörþyngd: BMI: 18,5-24,9  Ofþyngd: BMI: 25-29,9  Offita: BMI: ≥30 Aukin tíðni offitu á Íslandi Holdarfar fullorðinna Íslendinga: % með ofþyngd: 39,3 % með offitu: 17,8 % yfir kjörþyngd 57,1 Heimild: Skýrsla norrænu ráðherranefndarinnar, 2011. Þróun offitu meðal fullorð- inna Íslendinga: 2002: 12,4% 2012: 21% Heimild: OECD, 2014. Erla Gerður Sveinsdóttir, læknir og formaður Félags fagfólks um offitu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.