Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.04.2015, Blaðsíða 43

Fréttatíminn - 17.04.2015, Blaðsíða 43
heilsa 43Helgin 17.-19. apríl 2015 M ikið er fjallað um streitu í okkar samfélagi þessa dagana. Miklar kröfur eru gerðar á okkur og erfitt er að standa undir þessu öllu saman. En hver er það sem er að gera all- ar þessar kröfur og hver stjórnar áreitinu? Auðvitað vitum við svarið, það er enginn nema við sjálf en það er bara ekki svarið sem við viljum heyra. Hin lúmska streita er öflug og stjórnar svo miklu um hvernig okk- ur líður og hversu sátt við erum í eigin skinni. Kröf- urnar sem við ger- um til okkar sjálfra eru oft á tíðum mjög ósanngjarnar og óraunhæfar. Það er ekki alltaf fallegt það sem við segjum við okkur sjálf í hljóði. Ekki myndi okkur detta í hug að segja þetta upphátt við nokk- urn mann. Þá er gott að spyrja sig af hverju leyfum við okkur að segja þetta við okkur sjálf. Einn af þess- um streituvöldum er þessi þrýstingur á okkur að vera mjó. Megrunarhugsanir valda streitu sem heilinn skynjar sem hættuástand og bregst við af mikl- um krafti. Hormónið leptin sem segir okkur hvenær við erum södd minnkar og hormónið grehlin sem gerir okkur svöng eflist til muna. Streitukerfið okkar er í raun mjög öflugt og gert til að bjarga okkur úr lífsháska og frá hungursneyð. Þetta er mjög gagnlegt kerfi þegar það á við. En þegar kemur að megrun þá hefst baráttan. Hver kannast ekki við það að þegar við ætlum í átak og taka út ákveðnar fæðutegundir sem okkur líkar þá langar okkur aldrei eins mikið að fá okkur að borða. Við förum að pína okkur og láta á móti okkur, borða sjaldnar og minna, hugsum meira um mat en við gerð- um áður. Er þetta bara spurning um viljastyrk? Nei. Eitt af því sem ger- ist í heilanum á okkur er að streitu- kerfið virkjast til að vinna á móti þessum skorti. Heilinn skynjar bara streitu og bregst við henni án tillits til þess hvað er að valda streitunni. Þegar þetta sterka kerfi er ríkjandi og við borðum af því að við erum svöng þá hefst sjálfsniður- rifið fyrir alvöru og streitukerfið magn- ast enn meir. Megr- unarstreitan er til staðar. En hvað er til r á ð a ? H æt t u m í megrun. Ekki f leiri átök, kúrar og skyndilausnir. Borðum reglulega, borðum hollan mat og njótum hans. Setjum inn meira af góðum siðum skref fyrir skref og leyfum ósiðunum að fjara út án öfga og áreynslu. Vinnum með líkamanum okkar en ekki á móti honum. Finnum okk- ar jafnvægi. Verum sátt við okkur eins og við erum, leyfum okkur að þykja vænt um okkur sjálf. Við get- um síðan sett okkur markmið um breytingar á okkar högum. Stefnum að markmiðum okkar markvisst og örugglega. Ef markmiðið okkar er að léttast náum vi[ svo miklu betri árangri með þessum hætti og okkur líður miklu betur á leiðinni. Erla Gerður Sveinsdóttir læknir hjá Heilsuborg. Megrunarstreita Konur hugsa betur um heilsuna en karlar Samkvæmt niðurstöðum úr könn- uninni Heilsa og líðan sem fram- kvæmd er af embætti landlæknis má draga þá ályktun að konur hugsi almennt betur um heilsuna en karl- ar. Fleiri konur en karlar borða reglulega morgunmat, konur borða meira af ávöxtum en karlar, karlar borða oftar skyndibita en konur og drekka mun meira af sykruðum gosdrykkjum. Auk þess eru fleiri konur en karlar sem telja sig reyna að borða hollan mat. Niðurstöðurnar benda eindregið til þess að íslenskar konur neyti al- mennt hollari fæðu en íslenskir karl- ar. En hver er ástæðan? Eru konur skynsamari en karlar? Hafa kon- ur betri stjórn á mataræði sínu en karlar? Eða hafa karlar einfaldlega merkilegari hnöppum að hneppa? Þessi munur hefur ekki verið rann- sakaður sem slíkur en könnunin er framkvæmd á fimm ára fresti og fer næst fram árið 2017. Íslenskir karlmenn hafa því tvö ár til að auka heilsuvitund sína og reyna að ná konunum. 100% 80% 60% 40% 20% 0% Samkvæmt rannsókninni Heilsa og líðan sem framkvæmd er af Embætti landlæknis á fimm ára fresti telja fleiri konur en karlar sig reyna að borða hollan mat. 18-44 ára 45-66 ára 67-79 ára 18-44 ára 45-66 ára 67-79 ára 6 4 ,6 % 85 ,6 % 72 ,1 % 8 8 ,7 % 80 ,5 % 89 ,3 % 69 ,9 % 85 ,3 % 73 ,5 % 9 0 ,7 % 83 ,7 % 89 ,2 % 2007 2012 n Karlar n Konur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.