Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.04.2015, Blaðsíða 64

Fréttatíminn - 17.04.2015, Blaðsíða 64
 Í takt við tÍmann inga Rán ReynisdóttiR Finnst ég vera nakin án naglalakks Inga Rán Reynisdóttir er 22 ára nemi á öðru ári í arkitektúr við Listaháskóla Ís- lands. Inga Rán er úr miðbænum og er á leiðinni í mánaðarferðalag um Asíu. Hún dýrkar kisur og The O.C. en getur ekki borðað soðna ýsu. Staðalbúnaður Dags daglega er fatasmekkur minn frekar „plain“ og klassískur. Ég er nýbúin að fatta að einn fjórði af fötum í fataskápnum mínum er dökkblár og hvítur þannig að það eru greinilega uppáhalds litirnir mínir. Svo finnst mér mjög gaman að blanda einum „spes“ lit við þá. Þeg- ar ég fer út að djamma finnst mér gaman að klæða mig upp og þá er enginn sérstakur stíll sem ræður. Ég kaupi annars ógeðslega mikið af peysum. Það er alveg óvart en ég er mikil kuldaskræfa. Ég versla frekar mikið í Zöru og svo finnst mér mikið af fallegum fötum í GK, flott skandinavísk merki. Það getur verið skemmtilegra að kaupa eina flík þar frekar en helling í H&M, hún endist oftast miklu lengur. Ég er eiginlega alltaf með naglalakk, það gerist mjög sjaldan að ég fari út án þess. Þá finnst mér ég eiginlega vera nakin. Hugbúnaður Ég eyði mjög miklum tíma í skólanum, þetta er þannig nám. Þar fyrir utan reyni ég að mæta reglulega í World Class, bæði til að æfa sjálf og fara í Hot Yoga. Ég elska líka að fara í sund, það er frábært að slaka á í pottinum og hugsa. Mér finnst gaman að fara niður í bæ á tónleika, sýningar og ýmsa viðburði en líka að fá mér bjór með vinkonunum. Þegar ég fer út um helgar vil ég bara dansa fram á nótt og fá smá útrás. Þá fer ég til dæmis á b5, ég er örugglega ein af fáum í Listaháskólanum sem læt sjá mig þar um helgar. Ég er mjög hamingjusöm með að uppá- halds þættirnir mínir, Game of Thrones og Mad Men, voru báðir að byrja aftur. Ég hef líka gaman af skandinav- ískum sakamálaseríum og svo er ég O.C.-aðdáandi. Ég fæ ekki leið á þeim þáttum og tek maraþon á hverju ári. Vélbúnaður Ég er með Macbook Pro sem ég nota í skólanum en ég er smá að svíkja lit því það er líka PC-stýrikerfi í henni. Sum forrit sem ég nota eru nefnilega bara til fyrir PC. Ég hef alltaf verið með iPhone en fékk mér síðast Sam- sung S5 sem er með mjög góðri myndavél. Ég nota mest Instagram, Facebook og Snapchat og svo fylgist ég smá með á Twitter í laumi. Ég nota líka Pinterest mikið til að sækja mér innblástur. Eru ekki allir dálítið háðir þessum samfélagsmiðlum? Maður er alltaf eitthvað að kíkja á símann. Aukabúnaður Ég og kærastinn minn erum dugleg að prófa okkur áfram við að elda. Ég elska þá tilfinningu þegar eitthvað heppnast sjúklega vel. Síðasta sem ég prófaði mig áfram með var risotto. Annars hef ég alltaf þótt vera með sér- stakan smekk á mat, ég elska bragðsterkan mat og get borðað sterka osta og hákarl en þoli ekki mat sem allir borða. Soðin ýsa er til dæmis eitt það hrikalegasta sem ég veit. Ég þurfti því alltaf að svelta í skólaferðalögum. Áhugamál mín snúa flest að hönnun, rýmisupplifun og arkitektúr. Ég er dýrka kisur næstum því meira en fólk og á tvær kisur sjálf. Þegar ég fer út að skemmta mér fæ ég mér oftast bjór en ég komst að því í skólaferða- lagi til Sviss í haust að mér finnst Dry Martini snilldar drykkur. Ég er á leið til Asíu í lok maí í mánaðarferð. Ég fer með kærastanum mínum, sem er í læknisfræði, í út- skriftarferð og svo ætlum við að ferðast saman eftir það. Kvöldið sem ég lendi hér heima ætla ég svo að skella mér beint á Secret Solstice. Ljósmynd/Hari Prófaðu heilsurúmin í Rúmfatalagernum Þú sefur betur á Gold heilsurúmi frá okkur, bæði vegna þægind- anna og verðsins. Þú átt það skilið! Komdu og prófaðu úrvalið hjá okkur og láttu gæðin koma þér þægilega á óvart! www.rumfatalagerinn.is Láttu gæðin koma þér þægilega á óvart Rafmagsnrúm – verð frá 99.950 kr. Rúm á mynd Höie rafmagnsrúm verð pr. stk. 299.950 Gerið gæða- og verðsamanburð! 64 dægurmál Helgin 17.-19. apríl 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.