Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.04.2015, Blaðsíða 18

Fréttatíminn - 17.04.2015, Blaðsíða 18
Tvisvar hefur hún lent í því að flogin voru ekki stoppuð í tíma, svo heilaskaði hlaust af. Hún er sköðuð fyrir lífs- tíð. Hún verður aldrei eins og fullorðin mann- eskja og við erum að reyna að búa henni sem best líf. É g var þyngstur í maí í fyrra, þá var ég 165 kíló. Ég var 153 kíló þegar ég byrjaði í þáttunum. Það var fjarlægur draumur að hlaupa. Í dag hleyp ég,“ segir Stefán Sverrisson, sigurvegari Big- gest Loser á Skjá einum og brosir. „Biggest Loser bjargaði lífi mínu, það er ekkert flókið.“ Þótti gott að „fá sér“ og lét eins og bjáni Ég hitti Stefán Sverrisson daginn eftir að sigurvegar- inn í Biggest Loser var krýndur og það var greini- legt að hann var í sjöunda himni með árangur- inn og brosti sínu breiðasta. Stefán er 35 ára Skagfirðingur í húð og hár og hefur búið þar allt sitt líf. „Ég er frá bæ sem heitir Efri Ás í Hjaltadal,“ segir Stefán. „Það er rétt hjá Hólum. Ég átti þeirri gæfu að fagna að ganga í lítinn sveitaskóla fyrstu árin og svo í gaggó í Varmahlíð, þar sem maður lærði að slá frá sér, segir Stefán. Þurftirðu að gera mikið af því? „Bara eins og gengur hjá ung- lingum,“ segir Stefán. „Svo datt maður bara út í lífið. Maður er búinn að gera sitt af vitleysunni, en við erum bara ung einu sinni,“ segir Stefán sem vinnur í Steinull- arverksmiðjunni á Sauðárkróki. Kvæntur heimilisfaðir með þrjú börn, kött og hund. „Ég átti það til að gera alls konar af mér,“ seg- ir Stefán. „Manni þótti gott að „fá sér“, eins og gengur, og láta eins og bjáni. Ekkert alvarlegt samt sem áður.“ Var búinn að reyna allt Stefán hóf þátttöku í Biggest Lo- ser í byrjun september og dvaldi þá ásamt öðrum þátttakendum að Ásbrú í Keflavík í tvo mánuði, fjarri fjöl- skyldu og vinum. „Ég var þarna í 9 vikur að gera það sem við átt- um að gera, og svo vorum við bara send heim,“ segir Stefán. „Það gekk upp og niður. Ég er bara mannlegur. Ég þyngdist um jólin, og ég fékk flensu í viku, en Ef ég hefði ekki gengið í gegnum það sem við höfum þurft að ganga í gegnum, hefði ég aldrei getað farið í Big- gest Loser. Skagfirðingurinn sem skóf af sér 60 kíló Keppninni Biggest Loser, sem hefur verið á dagskrá Skjás eins í vetur, lauk í síðustu viku. Tuttugu einstaklingar voru skráðir til leiks í haust og var tilgangurinn sá að losa sig við eins mörg kíló og hægt var á meðan keppninni stóð. Að lokum stóð eftir einn sigurvegari og var það Skagfirðingurinn Stefán Sverrisson sem hafði losað sig við tæp 60 kíló. Stefán er 35 ára, þriggja barna faðir og dóttir hans glímir við erfiðan sjúkdóm sem þýðir að hún verður aldrei eins og fullorðin manneskja. Hann segir að erfiðleikar sem fjölskyldan hefur gengið í gegnum hafi gert það að verkum að hann var tilbúinn til að takast á við þá þraut sem þátttakan í Biggest Loser var. Stefán er ásatrúar en segist þó mestmegnis trúa á sjálfan sig, eins og Skagfirðingar geri. það er bara eins og gengur, maður tekur bara það sem lífið hendir í mann,“ segir Stefán. „Ég var kominn á þann stað í byrjun, að þetta var bara komið gott. Mér var illt allsstaðar. Gat ekki reimað skóna mína. Læknar vildu senda mig á sykursýkislyf svo það var bara að duga eða drepast. Í al- vöru,“ segir Stefán. „Svo skráði konan mín mig bara í þáttinn og þá var ekkert hægt að bakka með það.“ Í Biggest Loser eru keppendur undir stöðugu eftirliti og eftirfylgnin er gríð- arleg. Stefán er þó á því að þetta sé vel mögulegt án þeirrar hjálpar. „Ég er búinn að reyna slatta af þessum kúrum og þessu drasli,“ segir hann. „En maður þarf að vera réttur í hausnum. Maður þarf að vera bú- inn að fatta að það er eitthvað að. Ef maður er ekki búinn að sjá að það er komið nóg, þá gerist ekki neitt,“ segir Stefán. Hvernig líður manni sem er laus við 59 kíló? „Ég veit ekki hvernig á að lýsa því,“ segir Stefán. „En líðanin er góð, mjög góð.“ Fjarveran frá langveiku barni erfiðust Eftir svona keppni hefst verkefni hjá þátttakendum sem er erfitt. Það er að halda áfram án hjálpar þáttanna. „Ég er ekki hættur,“ segir Stef- án. „Ég vil losna við meira. Ég fékk alveg gríðarlegan stuðning frá fjölskyldunni og hreinlega öllum á Sauðárkróki. Það er ómetanlegt. Ég fann aldrei fyrir fordómum eða neinu. Það kom mér skemmtilega á óvart, því sveitafólki hættir til að vera dómhart,“ segir Stefán. „Það voru allir með mér í liði. Það kann- ast margir við það að bera á sér aukakíló.“ Stefán býr ásamt konu sinni og þremur börnum á Króknum og þau hafa fengið sinn skerf af lífsskólagöngu. Elsta dótt- irin er 16 ára, sá yngsti 7 ára og svo eiga þau dóttur á ellefta ári sem glímir við lang- veikindi. „Hún er með sjúkdóm sem veldur því að kolvetnaupptaka í heilanum er ekki nema um 50%,“ segir Stefán. „Aukaverk- anirnar af þessu eru flogaveiki, ADHD, þroskaraskanir og fullt af svona hegðun- artengdum vandamálum. Í raun eru floga- köstin eitthvað sem við erum alltaf að eiga við. Frá því að ég kom heim í nóvember höfum við þrisvar þurft að hringja á sjúkra- bíl,“ segir Stefán. „Tvisvar hefur hún lent í því að flogin voru ekki stoppuð í tíma, svo heilaskaði hlaust af. Hún er sköðuð fyrir lífstíð. Hún verður aldrei eins og fullorðin manneskja og við erum að reyna að búa henni sem best líf,“ segir hann. „Þessi pakki varð til þess að ég gat farið í þessa keppni. Ef ég hefði ekki gengið í gegnum það sem við höfum þurft að ganga í gegnum hefði ég aldrei getað farið í Big- gest Loser. Ég hefði ekki verið tilbúinn í það. Ég hef unnið svo mikið í sjálfum mér og var algerlega á réttum stað þegar ég byrjaði í Biggest Loser. Ég var tilbúinn,“ segir Stefán. Mont í Skagafirði Það var erfitt fyrir Stefán að fara í burtu frá heimilinu í þá tvo mánuði sem hann varð að dvelja fyrir sunnan í upphafi þáttanna. Hann segir konuna sína eiga mikinn þátt í því hvernig hann stóð sig. „Konan mín á endalaust hrós skilið fyrir allt saman,“ segir hann. „Maður vissi alveg að það yrði vesen heima fyrir vegna veikindanna. Ein- hver hélt þó yfir okkur verndarhendi því það kom ekkert upp á, á meðan ég var í burtu,“ segir Stefán. „En það byrjaði stuttu eftir að ég kom heim. Mínir menn héldu yfir okkur verndarhendi.“ Þínir menn? Hverjir eru það? „Ég er ásatrúarmaður,“ segir hann og glottir. „Ég er ekki trúaður maður. Hef allt- af verið hrifinn af þessum gömlu sögum og ég fann mig bara í þessari pælingu. Ég trúi á heiðarleikann og jörðina. Heiður umfram allt. Þannig fór ég í gegnum Biggest Loser. Bróðir minn er að verða goði í Skagafirði og búinn að reisa hof í Hjaltadal,“ segir Stefán. „Ég er vel settur til þess að stunda mína trú. Skagfirðingar trúa mestmegnis á sjálfan sig,“ segir Stefán. „Við erum sögð montin, og við erum það. Mörg okkar hafa rétt á því og það er gaman að vera Skagfirðingur. Að búa þar eru forréttindi. Jú, jú, menn tala um kaupfélagið og kolkrabbann, en flest okkar hafa vinnu og þak yfir höfuðið og við getum ekki beðið um meira,“ segir Stefán. „Sveitarfélagið er örugglega með bestu þjónustu við fatlaða á landinu, það er umtalað.“ 12 fjöll í sumar Hvað tekur nú við? „Nú fer maður bara aftur heim á Krók- inn,“ segir Stefán. „Ég hef engar skipanir eða þjálfara. Ég er búinn að gera þetta allt sjálfur. Ég talaði ekki við neinn þjálfara eftir að ég fór frá Ásbrú,“ segir hann. „Ég notaði bara spinning-hjólið sem bróðir minn gaf mér. Mokaði snjó og fór í göngu- túra. Fór í Þreksport heima þar sem ég fékk mikinn stuðning og mér fannst þetta skemmtilegt. Markmiðið er tólf fjöll í sumar,“ segir Stefán. Tólf fjöll? „Þau þurfa ekki að vera stór,“ segir hann og glottir. Byrjarðu þá á Tindastóli? „Hann er framarlega í röðinni, það er stutt að fara,“ segir hann. „Annars er mitt helsta takmark að vera á lífi fyrir börnin mín, geta verið með þeim í því sem þau eru að gera og not- ið lífsins með þeim,“ segir Stefán Sverrisson Skagfirð- ingur. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Stefán Sverr- isson missti sem um nemur 60 kílóum af smjörlíki í Biggest Loser. Ljósmynd/Hari 18 viðtal Helgin 17.-19. apríl 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.