Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.04.2015, Blaðsíða 34

Fréttatíminn - 17.04.2015, Blaðsíða 34
Á líkbíl inn í eilífðina A Amma mín var fædd á því herrans ári 1910. Hún var Skagfirðingur og bjó á Sauðárkróki áður en hún flutti til Reykjavíkur í kringum 1970. Ég var alltaf hændur ömm- um mínum og ekki skemmdi fyrir að þær bjuggu lengst af í sama húsi, á sitt hvorri hæðinni. Amma þessi var mjög ern fram á síðasta árið þegar hún veiktist. Hún dó 96 ára gömul og hafði alltaf verið hraust. Hún var dugleg að borða morgunmat og smakkaði aldrei vín, en leyfði sér þó stöku rettu við og við. Þegar hún lést var það ákveðið að hún skyldi jarðsett í heimabæn- um, Sauðárkróki. Flytja þurfti því gömlu konuna frá Reykjavík norður í Skagafjörð. Ekki vildi fjölskyldan láta f lytja hana á reglubundinn máta, þar sem það þótti ekki nægi- lega persónulegt. Faðir minn tók því þá ákvörðun að ræða við aðila í útfararþjónustunni um einhverja lausn. Niðurstaðan var sú að hann fékk lánaðan gamlan Cadillac lík- bíl og gæti ferjað konuna upp á eig- in spýtur. Faðir minn, um sjötugt á þessum tíma, treysti sér ekki í þetta verkefni einn og auðvitað er skemmtilegra að hafa félagsskap í bíltúr sem þessum. Ég bauð mig fram til þess að keyra bílinn – og ömmu. Við lögðum af stað snemma morguns í góðu veðri þar sem þetta var í júní. Fyrsta umræða ferðarinn- ar var um bílinn, því skiljanlega var þetta í fyrsta sinn sem við feðgar ferðuðumst í líkbíl. Bíllinn var eins og hugur manns. Rann blítt og létt eftir malbikinu, eins og sá ameríski eðalvagn sem hann var. Faðir minn, bifvélavirkinn, hefur löngum haft dálæti á amerískum bílum og þessi hitti beint í mark, þrátt fyrir háan aldur. Þessir bílar batna bara með aldrinum. Það er kúnstugt að keyra bíl með kistu í skottinu. Maður keyrir mjög yfirvegað og rólega því ekki vill maður æsa farþegann upp – og þá er ég að meina þann sem sat við hlið mér. Maður er líka mjög með- vitaður um farangurinn sem maður er að ferðast með og vill sýna þeirri gömlu yfirvegun í sínum síðasta bíl- túr. Þegar komið var út fyrir bæjar- mörkin var hægt að gefa aðeins í, en alls ekki um of þar sem, jú, maður var nú einu sinni með kistu aftur í. Allir þeir bílar sem við mættum störðu á rennireiðina hvar hún rann ljúft eftir þjóðveginum með tvo grunsamlega menn í framsætunum. Oft á tíðum leið mér eins og ég væri staddur í kvikmynd eftir Federico Fellini og eitthvað stórkostlega und- arlegt mundi eiga sér stað. Við feðg- ar stoppuðum í Staðarskála, upp- runanlegu útgáfunni, það var ekki búið að færa hann á þeim tíma. Við fengum okkur hádegismat að hætti ferðalanga. Hamborgara með öllu tilheyrandi á uppsprengdu verði. Amma beið róleg á meðan, enda var matur eitthvað sem hún vildi að fólk borðaði reglulega og mikið af. Ein- hverra hluta vegna vildi maður sitja með bílinn í augsýn, ég ætlaði ekki að láta neitt koma fyrir í þessari síðustu ferð. Saddir og sælir ókum við af stað og nú var karl faðir minn farinn að tala um alla staðhætti og ábúendur á undarlegustu stöðum. Ég var með augun á veginum, með hvíta hnúana á stýrinu. 13.50 var handstaðan. Í Langadalnum, þar sem ég er alla jafna stöðvaður fyrir of hraðan akstur, var engin hætta á slíku. Það hefði ekki skipt neinu þó ég hefði verið að aka of hratt, þar sem ég efast um að nokkur lögreglumaður hafi það í sér að stöðva líkbíl. Mað- ur veit þó aldrei, svo ég hélt mér á þeim hraða sem ég hafði verið á. Maður keyrir mjög yfirvegað á svona bíl. Í Langadalnum hjó ég eft- ir skilti sem á stóð „Á fleygiferð inn í eilífðina“ sem var kaldhæðnislegt í ljósi tilgangs ferðarinnar. Ekki vor- um við á fleygiferð, við sem ferðuð- umst í bílnum, en það er þetta með eilífðina. Við renndum inn í Skagafjörð, sem að mati föður míns er falleg- asti fjörður landsins. Ég er ekki frá því að ég sé bara sammála því. Auðvitað eru það ættartengslin sem spila þar inn í og manni þykir vænt um þennan fjörð, sem á sumrin er engu líkur. Skagafjarðargorgeirinn er engu líkur og ef maður hefur ein- hverja smá tengingu við fjörðinn þá er gaman að nýta sér það. Ég fann að það færðist kyrrð yfir farþega bílsins, lífs eða liðna við það að keyra niður í fjörðinn fagra og brátt vorum við á áfangastað. Sauðárkrókur var handan við horn- ið og þar ætluðum við að kveðja ömmu í hinsta sinn. Við keyrðum í kirkjugarðinn á Sauðárkróki þar sem föðurbróðir minn beið, ásamt konu sinni. Búið var að gera gröf- ina klára. Við lögðum bílnum og þeir sem vinna við þessa hluti tóku til sinna ráða. Það var einhver ró sem færðist yfir mig og það var eitthvað mjög fallegt við þetta allt saman. Ég var mjög ánægður að við pabbi skyldum hafa farið með gömlu konuna þessa síðustu ferð og ég fann það að hún var sátt við þetta sjálf. Eftir þessa litlu athöfn okkar í kirkjugarðinum fórum við í kaffi og kleinur hjá föðurbróður mínum, ásamt prestinum. Ég sagði ekki margt á meðan, maulaði klein- ur og hjónabandssælu og hlustaði á gamlar sögur af Króknum. Ég var ánægður. Amma var ánægð líka. Við pabbi héldum svo heim á leið og leyfðum okkur að gefa aðeins í. Það var ekki eins og einhver færi að stoppa líkbíl á hraðferð inn í ei- lífðina Te ik ni ng /H ar i Hannes Friðbjarnarson hannes@ frettatiminn.is HELGARPISTILL ERTU AÐ PLANA HÓPFERÐ? VANTAR ÞIG GOTT TILBOÐ FYRIR SAUMAKLÚBBINN, VINNUFÉLAGANA EÐA FJÖLSKYLDUNA? Hvort sem um er að ræða vinnu- eða skemmtiferð þá hjálpum við ykkur að finna flug og gistingu á WOW verði. Beint samband: hopar@wow.is Athugið að lágmarksfjöldi er 12 manns. VIÐ HLÖKKUM TIL AÐ HEYRA FRÁ YKKUR! KATRÍNARTÚNI 12 WOWAIR.IS HOPAR@WOW.IS 34 viðhorf Helgin 17.-19. apríl 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.