Fréttatíminn - 17.04.2015, Blaðsíða 40
40 heilsa Helgin 17.-19. apríl 2015
Í þrótta- og ólympíusamband Ís-lands stendur fyrir ráðstefnu um íþróttir barna og unglinga
og verður ráðstefnan haldin í
Laugarásbíói í dag, föstudag, milli
klukkan 11 og 14.30. Ráðstefnan
verður einnig í beinni útsendingu
á heimasíðu ÍSÍ. Fyrirlesarar
verða reyndir þjálfarar úr ólíkum
greinum íþrótta og aðrir einstak-
lingar með margvíslega aðkomu
að íþróttum barna og unglinga.
Leiddist út í þjálfun eftir
meiðsli
Fyrirlestur Pálmars ber yfirskrift-
ina: Jákvæð nálgun og félagsstarf í
íþróttaþjálfun barna. „Ég mun tala
um þær aðferðir sem ég nota til að
byggja upp jákvætt og skemmti-
legt andrúmsloft í íþróttum barna
þar sem allir fá að njóta sín, óháð
getu,“ segir Pálmar, en hann er
með BS gráðu í sálfræði og hefur
þjálfað körfubolta í tíu ár. „Það má
segja að ég hafi alist upp í körfu-
boltanum, en ég æfði og spilaði
með meistaraflokki þangað til
ég var 19 ára. Ég meiddist og gat
ekki tekið þátt á næstu leiktíð. Þá
vantaði einmitt þjálfara í einn af
yngri flokkunum og ég tók það að
mér, mjög hikandi samt. En svo
heillaðist ég algjörlega af þessu
starfi og hef sinnt því síðan.“
Jákvæð sýn á lífið
Pálmar hefur ávallt tileinkað sér
jákvæða sýn á lífið og nýtir það
jafnframt í þjálfuninni. „Ég hef
það líklega frá pabba mínum sem
var líka í körfuboltanum. Með
reynslunni og árunum hef ég svo
þróað með mér aðferðir sem virka
og skila sér með góðum árangri.“
Síðustu sex árin hefur Pálmar
séð um þjálfun 5-9 ára stráka.
„Það þarf vissulega að beita
annarri nálgun á yngri iðkendur
en í grunninn virkar það sama hjá
öllum.“
Litlu hlutirnir geta breytt öllu
Ein af aðferðunum sem Pálmar
beitir er að heilsa öllum fyrir og
eftir æfingar og reyna að ná að
tala við alla persónulega á hverri
æfingu þannig að börnin finna
að þau eru mikilvægur hluti af
hópnum. „Þetta er lítið og einfalt
atriði sem allir geta gert og getur í
raun breytt öllu. Með því að heilsa
börnunum með nafni, gefa „five“
og brosa verða allir glaðari. Í lok
æfingar sest ég svo við dyrnar
og kveð alla og þakka þeim fyrir
æfinguna.“ Það eru því litlu hlut-
irnir sem skipta máli. Pálmar segir
einnig að það skipti miklu máli að
hann sé alltaf klæddur í íþróttaföt
á æfingum og talar af áhuga um
íþróttina sem smitar frá sér.
Virkari foreldrar – ánægðari
börn
Í fyrirlestrinum mun Pálmar
einnig tala um samskipti sín
við foreldra. „Ég legg áherslu á
að kynnast foreldrum og kynni
þá fyrir hver öðrum. Því meiri
stemning sem er meðal for-
eldra því meiri stemning verður
í starfinu almennt. Ég gef þeim
gott yfirlit yfir skipulag vetrarins
og reglulega upplýsingagjöf yfir
tímabilið,“ segir Pálmar. „Það er
auk þess mín reynsla að því virkari
sem foreldrarnir eru, því betur
njóta börnin sín í íþróttum,“ bætir
hann við. Fyrirlestur Pálmars,
sem og annarra fyrirlesara, verður
aðgengilegur heimasíðu ÍSÍ að ráð-
stefnunni lokinni.
Erla María Markúsdóttir
erlamaria@frettatiminn.is
Heilsar öllum fyrir
og eftir æfingar
Pálmar Ragnarsson þjálfar 57 hressa körfuboltastráka hjá KR og tekur í spaðann á hverjum
og einum fyrir og eftir æfingu. Hann leggur áherslu á að byggja upp jákvætt og skemmtilegt
andrúmsloft á æfingum og mun halda fyrirlestur þess efnis í dag, föstudag, á ráðstefnu á
vegum ÍSÍ um íþróttir barna og unglinga sem ber yfirskriftina: Erum við á réttri leið?
Pálmar Ragnarsson fjallar um jákvæða nálgun og félagsstarf í íþróttaþjálfun barna á ráðstefnu á vegum ÍSÍ í dag, föstudag.
Hann segir litlu hlutina skipta miklu máli, eins og að heilsa öllum fyrir og eftir æfingu. Ljósmynd/Hari.
30
Vinsælt og gagnlegt námskeið fyrir einstaklinga og pör.
• Slökunnarnudd með völdum ilmkjarnaolíum.
• Djúp- og þrýstipunktanudd ásamt svæðameðhöndlun.
• Farið í ilmolíur og góðar uppskriftir.
Baknuddnámskeið helgina
25 - 26 april n.k. Frá kl. 11.00- 15.00
LÖNGUN Í SÆTINDI NÁNAST
HORFIN MEÐ ZUCCARIN !
RÓSA HARÐARDÓTTIR
BLÓÐSYKURINN Í JAFNVÆGI
▶ Ég átti ekki sérstaklega von á því að sjá árangur og kom það mér því á
óvart þegar ég fann að ég var orðin orkumeiri og orðin fimm kílóum léttari
á einum mánuði.
▶ Ég hef ég sótt meira í sykur og sætindi en áður. Ég var alltaf að narta í
eitthvað, til dæmis nammi eða popp á kvöldin.
Þess vegna hafa kílóin læðst á mig hægt og rólega.
▶ Ég er ánægð með árangurinn og ætla að halda áfram að taka
Zuccarin því mér líður betur en áður og er orkumeiri og léttari.
BERGLIND STOLZENWALD JÓNSDÓTTIR
▶ Ég fann fyrir vanlíðan eftir að hafa borðað sælgæti og kökur, fann
til í skrokknum og fékk höfuðverk.
▶ Zuccarin töflurnar eru aðallega unnar úr laufum af
japanska mórberjatrénu. Einnig innihalda þær króm.
▶ Laufin innihalda sérstakt efni sem kallast DNJ
en það getur komið í veg fyrir upptöku
sykurs úr matnum sem við neytum. DNJ getur
því haldið blóðsykrinum í jafnvægi og
minnkað löngun í sykur. Króm getur hjálpað
til við að viðhalda eðlilegum
efnaskiptum.
▶Taktu eina töflu fyrir hverja máltíð og þú
finnur fljótt muninn.
▶ Eftir að ég fór að taka Zuccarin
er þetta hins vegar ekkert mál.
Ég hef nánast enga löngun
í súkkulaði og önnur
sætindi og finn að
ég er öll
kraftmeiri.“
▶ Ég hef gert margar tilraunir til að útiloka sykur úr daglegri fæðu með
misgóðum árangri.
www.icecare.is
Endilega skráðu
þig í IceCare
klúbbinn okkar
www.icecare.is
Viltu vinna
12 mánaða
kammt af
Bio Kult ?