Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.04.2015, Blaðsíða 36

Fréttatíminn - 17.04.2015, Blaðsíða 36
Gunnar Smári Egilsson skrifar um mat og menningu frá Montmartre gunnarsmari@frettatiminn.is Þ að var flett yfir í nýjan kafla í vorinu í París undir lok síðustu viku. Hitinn steig upp, sólin skein, tempóið í mann- lífinu lækkaði, engum lá á heim. Allstaðar sat fólk og naut blíðunnar, matar, drykkjar og hvors annars. Það var fögnuður í loftinu. Úr þessu var ekki von á hreti. Fram undan var sumarið. Það mátti bóka það. En þótt sólin hefði ekki skinið svona glatt hefðum við samt vitað að sumarið var að taka vorið yfir. Það mátti sjá á borðum allra græn- metissala í bænum. Þar voru komin frönsk jarðarber og glæný kirsuber og hraukar af aspas; grænum og hvítum. Þetta eru vottuð loforð frá náttúrunnar hendi um að sumarið sé á hraðferð til okkar. Þegar þistilhjörtun koma í næstu viku eða þar næstu; verður víst að veturinn mun ekki einu sinni gera vart við sig um nætur. Dillandi hlátur jarðarberjanna Munurinn á jarðarberjunum frá Bretóníu, sem komu í búðirnar um daginn, og þeim berjum sem hafa komið undan plastinu í Almeríu á Spáni í allan vetur er mikill. Bretónsku jarðar- berin eru fersklega súr með frískum sætleika á meðan þau spönsku bragðast eins og gamall maður sem hefur ekki komist út undir bert loft langa lengi. Berin frá Bretóníu hafa smit- andi dillandi hlátur á meðan þau sem ólust upp undir plastinu í Almeríu hafa beiskju og þunga í sínum hlátri. Sem er svo sem ekki einu sinni hlátur; heldur eitthvert humm- hummhump sem maður veit ekki hvort að er kaldhæðni eða fyrirlitning. Eins og skáldið sagði: Þú getur tekið berið undan plastinu en þú nærð aldrei plastinu úr berinu. En við þurfum að borga fyrir þennan mun; öll okkar sem erum ekki svo heppinn að búa við jarðarberjabreiðu í Bretóníu eða annars staðar þar sem berin skjótast upp á vorin. Kílóið af spönskum jarðarberjum kostar um 4 evrur eða tæpar 600 krónur íslenskar. Kílóið af ný tíndum jarðarberjum frá Bretóníu rétt skríða undir 20 evrur kílóið sem eru rétt tæp- lega þrjú þúsund kall íslenskar. Ég vildi að ég gæti sagt ykkur að það væri hægt að komast framhjá þessu með því að halda bretónsku jarðarberjunum lengur upp í sér; en það væri lýgi. Það er ekki hægt að halda þeim upp í sér. Þau leysast upp og láta sig hverfa eins og makkarónur; skilja bara bragðið eftir og yfirþyrmandi löngun í meira sem fæstir geta staðist. Það er enginn vandi að sitja á bekk í sólskini og borða jarðarber fyrir 750 kall ís- lenskar án þess að átta sig almennilega á hvað gerðist. Allt í einu eru berin horfin og þú fimm evrum fátækari. Hvað situr eftir? Fyrir utan eilítinn rauðan lit á fingrunum? Tja, hvað situr svo sem eftir fagran ljúfan vordag nema þæg- indatilfinning og sátt? Eins og hvolpur meðal gamalla hunda En ef einhverjum finnst vorið í bretónsku jarðarberjunum dýru verði keypt þá ætti sá að reyna að vega ferskleika fyrstu kirsuberja vorsins saman við gengi gjaldmiðla, kaupmátt og aðrar veraldlegar mælistikur. Geta þessi ber verið virði 50 evra kílóið? Tæplega 7.500 króna? Og ætli steinarnir séu ekki helmingur- inn af þyngdinni. Berin sem þú sporðrennir eru þá 15 þúsund króna virði per kílógramm. Er vorið þess virði? Þannig spyr kannski sá sem hefur ekki bragðað á fyrstu kirsuberjum vorsins en varla sá sem hefur nýverið klárað heilan bakka út í garði þótt berin hafi átt að vera ábætir með kvöldmatnum. Munurinn á bragði þessara berja og kirsu- berjanna sem koma seinna í vor (að ekki sé talað um kirsuber sem hafa ferðast langan veg) er eins og munurinn á fegurð og krútt- leika fimm vikna hvolps og gömlum hundi – giktveikum með gláku, ef við erum að tala um kirsuber sem flogið hafa hálfa leiðina kring- um hnöttinn. Auðvitað er hægt að þykja vænt um svoleiðis hund, en sú ást kemur vorinu bara ekkert við. Vorið er of ungt fyrir tryggð, sem byggist upp á löngum tíma. Vorið er fyr- ir það sem er ferskt og fjörugt, frískandi og óumræðilega fallegt. Og fyrstu kirsuber vors- ins eru þannig. Það er síðan umhugsunarefni hvernig stendur á því að við þurfum að borga þessi reiðinnar býsn fyrir að fá notið vorsins. Hvers vegna er veröldin okkar þannig að þar sem flestir búa geta aðeins þeir efnuðu notið bragðsins af vorinu? Sólin skín á alla jafnt og blærinn strýkur öllum blíðlega; en til að fá að bragða á vorinu þurfa borgarbörnin að borga. Við viljum vor í borgirnar! Þetta er náttúrlega kerfisgalli. Eftir því sem borgirnar hafa vaxið hefur komið í ljós að skýr aðgreining borgarinnar, þar sem fólk- ið býr, og sveitarinnar, þar sem maturinn er ræktaður, var misráðin. Í raun er hægt að rækta mest af því grænmeti sem borgarbúar þurfa innan borgarmarka. Þetta á við um svo til allar borgir og örugglega þær strjálbýlu, eins og Reykjavík. Og líka París, þótt hún sé ein þéttbýlasta borg heims. Hérna úti er til dæmis þokka- legur garður með trjám og blómum, bekkjum og stígum, þar sem vel mætti rækta jarðar- ber, salat, rótarávexti og hvaðeina sem myndi duga fólkinu í húsunum í kring. Á gluggasyll- unum mætti síðan rækta kryddjurtir – og það gera reyndar flestir. Þar sem ekki eru jafn stórir garðar mætti spretta upp umferðareyj- um og rækta þar matjurtir. Annars staðar mætti rækta á þökum eða á stöllum utan á húsum. Það er óhjákvæmilegt að borgirnar muni þróast í þessa átt á næstu áratugum. Það er í fyrsta lagi óhagkvæmt að rækta salat út í sveit og flytja það síðan tugi kílómetra á bíl svo borgarbarnið geti borðað. Það er of dýrt, of mengandi og í alla staði heimskulegt. Í annan stað eru engin lífsgæði fólgin í því að borða aldrei glænýtt salat. Salat er eitt af þeim fyrir- brigðum sem eru best ný tínd en sem verða síðan snöggtum verri eftir því sem tíminn líður. Við hljótum því að skipuleggja borg- irnar þannig að borgarbarnið fái sem allra besta matinn og slíkur matur er eins ferskur og mögulegt er. Helst ný tíndur. Og það er ekki hægt öðru vísi en að draga stóran hluta af ræktun matar aftur inn í borgirnar. Ég segi aftur, vegna þess að fyrst þegar sveitafólkið flutti í bæinn tók það belju með sér, kind og hænur og ræktaði kál og rófur út í garði. Með því að draga ræktun aftur inn í borg- irnar myndum við líka sækja vorið og leyfa borgarbörnin að smakka. Þá gætum við öll bragðað á vorinu og þyrftum ekki að vinna í banka til að hafa efni á því. Sem er ónýtt sýstem því almannarómur segir að því leng- ur sem fólk vinnur í banka því meir dragi úr hæfni þess til að njóta og fagna hinu smáa og fagra. Látleysið En ég ætlaði nú ekki að segja svo margt um berin og vorið heldur mest um aspasinn. Fyrsti aspas evrópska vorsins er kominn í grænmetisbúðirnar í París og líka á matseðla veitingahúsanna. Þar kostar hann meira en góð steik. Soðinn aspas með hollandaisesósu. Á bestu stöðunum er appelsínusafi í sósunni í staðinn fyrir sítrónu. Það er eitthvað fallegt við að aspas sé dýr- ari en naut. Aspas er einkar látlaus matur á meðan nautið er fyrirferðarmikið og gróft. Aspas er til að mynda gras, reyndar fjarskylt því sem nautið borðar. Og aspas vex best þar sem annar gróður festir ekki rætur, í söltum og sendnum jarðvegi. Bragðið er fínlegt og óráðið. Það er næstum ómögulegt að lýsa því. Reynið til dæmis að útskýra muninn á bragð- inu af hvítum og grænum aspas. Soðinn hvít- ur aspas á hvítum diski með hollandaisesósu er ekki skrautlegur réttur; minnir svo sem ekki sjónrænt á vorblómin blíð, björt og fríð. Það er mörgum óbærileg freisting að setja steinseljulauf á þennan disk til að lyfta honum upp, eins og það er orðað af sjónvarpskokk- unum. En reynið að standast þá freistingu. Betra er að krækja sér í fyrstu smákartöflur vorsins og sjóða með aspasinum og fullkomna þannig litleysuna með því að hafa fölhvítgular kartöflur við hliðina á fölhvítgulum aspas með fölgulri hollandaisesósu yfir. Þá eruð þið kom- ið með vor eins og evrópskur bóndi fagnar; ekkert glys eða skraut heldur aðeins staðfast loforð um komandi uppskeru. Að sjóða aspas Vandinn við aspasinn er að hann er bestur ný uppskorinn og þolir eiginlega enga geymslu. Hann tilheyrir því fyrst og fremst þeim land- svæðum þar sem hann vex. Þá er hann tíndur, fluttur, seldur og borðaður innan sama sólar- hringsins, helst. Ef Íslendingur vill njóta evrópsks aspas þarf hann að spyrjast fyrir út í búð hvort og hve- nær aspas kemur með flugi til landsins. Skrifa svo daginn hjá sér og hlaupa þá út í búð, kíkja undir stilkana og meta hvort þeir séu orðnir of Vor í munni, vor í maga Vorið gælir ekki aðeins við okkur með hitanum frá sólinni eða ljúfum andblæ vindsins heldur miklu fremur með fersku bragði af fyrstu gjöfum náttúrunnar; vorboðunum ljúfu hjá grænmetissalanum. 36 matartíminn Helgin 17.-19. apríl 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.