Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.04.2015, Blaðsíða 26

Fréttatíminn - 17.04.2015, Blaðsíða 26
Hann var mjög upptekinn af því að við skildum ekki eftir minnstu brauðskorpur. Þ egar við vorum krakkar og fórum í sumarbústað harð-bannað pabbi okkur að drepa flugurnar. Hann sagði að flugur ættu fullan rétt á að lifa eins og aðr- ir,“ segir Leifur Muller, sonur og al- nafni Leifs Mullers heitins sem þola mátti helvíti á jörðu í fangabúðum nasista í heimsstyrjöldinni síðari. Leifur, faðir hans, var aðeins 22ja ára gamall og stundaði nám í Osló árið 1942 þegar hann var handtek- inn af Gestapó og gert að sök að hafa ætlað að yfirgefa Noreg með ólögmætum hætti og fara heim til Íslands. „Pabbi upplifði þarna al- gjört helvíti,“ segir Sveinn, yngri sonur Leifs. Miðvikudaginn 15. apríl var end- urútgefin bókin „Í fangabúðum naz- ista“ sem Leifur skrifaði eftir heim- komuna til Íslands við lok stríðsins þar sem hann greindi frá skelfilegri vist í fangabúðunum en bókin kom fyrst út aðeins þremur mánuðum eftir að Leifur kom heim – í sept- ember 1945. Það eru því 70 ár frá því hún kom upphaflega út og sam- kvæmt Wiesenthal-stofnuninni er þetta ein af þremur fyrstu bókunum sem rituð var í heiminum um Hel- förina, en upphafsmaður stofnunar- innar helgaði líf sitt því að koma lög- um yfir stríðsglæpamenn úr seinni heimsstyrjöldinni. Lítið rætt á æskuheimilinu 15. apríl var ekki valinn af handa- hófi til útgáfunnar því eiginkona Leifs, Birna Sveinsdóttir, hefði fagn- að 90 ára afmæli sínu á þessum degi og höfðu fimm börn þeirra því fyrir löngu gert ráð fyrir að koma saman á þessum tímamótum. Birna lést hins vegar 15. desember og koma börn þeirra því saman í öðrum til- gangi – að jarðsetja ösku móður sinnar við hlið jarðneskra leifa föð- ur síns í Fossvogskirkjugarði og fagna endurútgáfu bókarinnar sem pabbi þeirra skrifaði um hræðilega reynslu sem mótaði allt hans líf en var þó var lítið rædd á æskuheimili þeirra. „Hann lokaði tilfinningar sínar inni,“ segir Leifur yngri. „Á sama tíma og pabbi var í fangabúðunum við ömurlegar aðstæður í stríðinu var mikill uppgangur á Íslandi, fólk átti oft erfitt með að trúa honum. Vistin í fangabúðunum háði honum alla ævi, bæði andlega og líkamlega. Á þessum tíma var enga áfallahjálp að fá,“ segir hann. Tveimur dögum fyrir útgáfu bók- arinnar taka þrjú af fimm börnum Leifs á móti mér á heimili Sveins í reisulegu húsi í Grafarvogi. Leifur yngri er búsettur í Suður-Noregi og það er einnig systir þeirra, Björg, en þau komu fyrr um daginn til lands- ins með flugi. Hin systkinin tvö eru Stefanía, elsta systirin sem fædd er árið 1951 og María en þær voru væntanlegar heim til Íslands úr ferðalagi strax næsta dag. Raunar hringir Björg sérstaklega í Maríu til að athuga hvort hún vilji koma ein- hverju að í viðtalinu. „María pass- aði alltaf mikið upp á pabba. Hún vildi bara nefna að sunnudagar voru hans tími með okkur þegar við vor- um lítil. Við bjuggum mestallan tím- ann á Hraunteignum í Reykjavík og á sunnudögum fyllti pabbi bílinn af krökkum og við fórum ýmist á skíði, í sund eða fórum að spila badmin- ton,“ segir Björg eftir símtalið. Merktur með rauðum þrí- hyrningi Systkinin sitja við stofuborðið og virða fyrir sér tvær litlar bækur sem faðir þeirra átti og eru í dag merkar sagnfræðilegar heimildir. Önnur bókin er örsmá. Það er minn- isbókin sem Leifur var með í fanga- búðunum og bókin „Í fangabúðum nazista“ var að hluta til byggð á þessum minnispunktun, en þó var hún einnig að stórum hluta skrifuð eftir minni enda Leifur nýkominn úr fangabúðunum þegar hann skrif- aði hana. „Við vitum ekki nákvæm- lega hvernig hann geymdi þessa minnisbók en flestir fangarnir voru með tannbursta og fötin sín á sér- stökum stað. Norrænu fangarnir fengu síðan reglulega böggla frá Rauða krossinum sem bókstaflega bjargaði lífi þeirra,“ segir Sveinn en faðir þeirra var í fangabúðunum í Sachsenhausen í Þýskalandi auð- kenndur með rauðum þríhyrningi sem þýddi að hann var pólitískur fangi og nutu þeir meiri virðingar en margir aðrir hópar fanga, svo sem gyðingar eða samkynhneigðir. Hina bókina fundu systkinin aðeins fyrir stuttu þegar þau fóru í gegn um geymsluna hjá móður sinni heit- inni. „Þetta er bók þar sem fangarn- ir skrifa kveðjur til pabba og þakka honum fyrir samveruna. Þetta hef- ur verið skrifað um það leyti sem stríðinu var að ljúka og hann var á leiðinni heim,“ segir Sveinn og þykir þeim öllum afar vænt um þau orð sem samfangar föður þeirra láta þarna um hann falla. Heppinn að fá vinnu í lík- brennslunni Þrátt fyrir rauða þríhyrninginn var Pabbi upplifði helvíti Sveinn Muller segir föður sinn hafa upplifað helvíti í fanga- búðum nasista, en Leifur faðir hans var aðeins 22ja ára þegar hann var handtekinn af Gestapó. Lítið var rætt um fangavistina á æskuheimili systkinanna, sem eru fimm talsins, en börnin tóku þó eftir því að pabbi þeirra svaf alltaf með fötin sín á gólfinu við hliðina á rúminu – tilbúinn til að flýja. Hann bar öll merki áfallastreituröskunar og skrifaði bók um reynslu sína til að reyna þannig að vinna úr henni. Í bókinni, sem nú hefur verið endurútgefin, sleppti Leifur að segja frá því að hann starfaði við að taka gulltennur úr líkum fanga áður en þau voru brennd því hann óttaðist fordæmingu samfélagsins. Leifur var aðeins 22ja ára gamall þegar hann var handtekinn af nasistum og settur í fangabúðir. Í Sac- henhausen bar hann fanganúmerið 68138. Mynd af forsíðu bókarinnar Leifur þó fyrst og fremst fangi í því sem hann sjálfur kallar „gereyðing- arbúðir nasistanna.“ Leifur lýsir í bókinni hversu litlir matarskammt- arnir voru sem jafnvel þurfti að borða úr óhreinum matardöllum sem deilt var með berklasjúkling- um. Hann lýsir því hvernig hann horfði upp á félaga sína hengda jafnvel fyrir að stela sér efnisbút til að búa til eitthvað sem líkist skóm og síðast en ekki síst var það lík- brennslan í búðunum. Í eigin bók segir hann vissulega frá sérstökum kjallara þar sem lík voru brennd en það var ekki fyrr en í æviminning- um Leifs sem Garðar Sverrisson tók saman og komu út árið 1988 undir yfirskriftinni „Býr Íslendingur hér?“ – sama ár og Leifur lést – að fram kemur að hann starfaði sjálf- ur í líkkjallaranum. „Hann sleppti þessu líklega í upphafi af ótta við að vera dæmdur af samfélaginu,“ segir Björg en starfið í kjallaranum fólst meðal annars í því að taka gull- tennur úr líkum áður en þau voru brennd.. „Hann ræddi þetta aldrei við okkur en mamma sagði að hann hefði í raun verið heppinn að fá þetta starf. Flestir fangarnir stund- uðu erfiða útivinnu en þarna var pabbi allavega inni í hitanum. Hann fékk líka auka matarbita fyrir vikið. Stundum voru nasistarnir að grípa í hann í gríni þarna í líkbrennslunni og segja: „Næst tökum við Muller.“ Auðvitað varð hann dauðhræddur því víst er að þeir voru alveg nógu brjálaðir til að fram- kvæma þetta,“ segir hún. Svaf með opnar dyr Sveinn segir að þegar hann var strákur hafi hann stundum gortað sig af því við fé- laga sína að pabbi sinn hafi nú verið í fangabúðum nas- ista. „Mér þótti þetta einhvern veg- inn spennandi en auðvitað hafði ég engan þroska til að skilja hvað fólst í því að hafa verið í fangabúðunum,“ seg- ir hann. Sveinn var um tíu ára þegar hann las sjálfur upp- haflega útgáfuna af „Í fangabúð- um nazista“ en jafnvel eftir það var erfitt fyrir lítinn dreng að skilja. Björg segir að þegar hún las bók-Minnisbókin sem Leifur skrifaði í fangabúðunum er afar smá og þéttskrifuð á norsku. Mynd/Hari Leifur, Sveinn og Björg Muller fara yfir bækurnar sem faðir þeirra skildi eftir sig. Þau eiga tvö systkini til viðbótar, þær Maríu og Stefaníu sem er elst og fædd sex árum eftir að Leifur kom heim úr stríðinu. Mynd/Hari Framhald á næstu opnu 26 viðtal Helgin 17.-19. apríl 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.