Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.04.2015, Blaðsíða 48

Fréttatíminn - 17.04.2015, Blaðsíða 48
48 fjölskyldan Helgin 17.-19. apríl 2015 Nær þúsund myndir frá 43 grunnskólum  Börn Um 120 viðBUrðir á Barnamenningarhátíð Barnamenningarhátíð í fimmta sinn Ratleikur í varðskipinu Óðni, danssýning í Eldborg, spila­ stund í Ráðhúsi Reykjavíkur og hæfileikakeppnin Reykjavík got talent eru meðal þeirra 120 viðburða sem verða á dagskrá Barnamenningarhátíðar Reykja­ víkur í ár. Hátíðin verður haldin í fimmta skipti frá þriðjudegin­ um 21. apríl til sunnudagsins 26. apríl. Markmið hátíðarinnar er að efla menningarstarf barna og unglinga í borginni og skapa vett­ vang þar sem þau fá bæði kost á að njóta menningar og taka þátt í að ýmiss konar sköpun. Hátíðin er fyrir börn og ung­ linga allt frá tveggja ára til 16 ára. Það eru því fjölbreyttir viðburðir í boði sem höfða til mismunandi hópa á þessu aldursbili. Gæði, f jölbreytni, jafnræði og gott aðgengi eru höfð að leiðarljósi við skipulagningu hátíðarinnar sem rúmar allar listgreinar og er byggð upp á fjölbreyttum við­ burðum sem börn og fullorðnir í fylgd með börnum geta sótt sér að kostnaðarlausu. Dagskrá hátíðarinnar í heild sinni má nálgast á vefnum Barna­ menningarhatid.is. ­ eh Fjöldi viðburða á Barnamenningarhátíð Reykavíkur verða haldnir í Hörpu, en um 120 viðburðir verða haldnir víðs vegar um borgina á meðan á hátíðinni stendur. Tölvutek • Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 • Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 • www.tolvutek.is SMELLTUÁ KÖRFUNANETBÆKLINGUR Á WWW.TOLVUTEK.IS MEÐ GAGNVIRKUM KÖRFUHNAPP 30ÞÚSUND AFSLÁTTUR!VERÐ ÁÐUR 199.900 2 DAGA TILBOÐ GTA V FYLGIR MEÐAN BIRGÐIR END AST! Black edition lúxus fartölva úr úrvals- deild Acer með Soft-touch metal finish, 17” Full HD IPS skjá, ofur öflugu leikja- skjákorti og Dolby 4.0 hljóðkerfi.169.900 NITRO  SkólamjólkUrdagUrinn ÚrSlit í teikniSamkeppni grUnnSkólaBarna Ein af verðlaunateikningunum. Höfundur hennar er Ella Rose T. Patambag í 4. VE í Fellaskóla. Fellaskóli hefur verið sigursæll í keppninni og átt vinningsmyndir mörg ár í röð. Ú rslit í árlegri teiknisam­keppni fjórðu bekkinga í grunnskólum landsins réðust á dögunum en það var menntamálaráðherra og for­ maður dómnefndar, Illugi Gunn­ arsson, sem tilkynnti úrslitin. Keppnin er haldin í tengslum við Alþjóðlega skólamjólkurdaginn, sem er í september ár hvert, og var það í fimmtánda skipti sem dagurinn var haldinn hátíðlegur síðastliðið haust. Að sögn Guð­ nýjar Steinsdóttur, markaðsstjóra MS, er markmið keppninnar að vekja athygli á mikilvægi mjólkur og hollustu hennar í daglegu mataræði barna og það hefur sýnt sig að neysla mjólkur hefur aukist í grunnskólum á undanförnum árum. Það er að undirlagi Mat­ vælastofnunar Sameinuðu þjóð­ anna sem skólamjólkurdagurinn er haldinn og eru verðlaunateikn­ ingarnar notar á veggspjöld og annað kynningarefni vegna hans í framhaldinu, en slíkt vekur bæði stolt og lukku meðal nemendanna. Í framhaldi af skólamjólkurdeg­ inum hófst teiknisamkeppnin og höfðu nemendurnir góðan tíma til að vinna að myndunum og nutu til þess leiðsagnar frá kennurum sín­ um. „Eins og undanfarin ár barst mikill fjöldi teikninga í samkeppn­ ina og hugmyndaflug, sköpunar­ gáfa og litagleði var ótæmandi hjá börnunum. Alls bárust tæplega eitt þúsund myndir í keppnina frá 43 grunnskólum á landinu svo það var mikið og vandasamt verk sem beið dómnefndarinnar,“ segir Guðný. Að lokum eru tíu nemendum veittar viðurkenningar fyrir teikn­ ingar sínar og fær hver verðlauna­ hafi 25.000 krónur sem renna óskiptar í bekkjarsjóð viðkomandi. Vinningshafarnir í teiknisam­ keppninni 2014 eru: Arion Aron Veselaj – Fellaskóla, Reykjavík, Ella Rose T. Patambag – Fella­ skóla, Reykjavík, Ragnhildur Guðmundsdóttir – Flataskóla, Garðabæ, Anna Nguyen Ngoc Ha – Fossvogsskóla, Reykjavík, Sindri Sigurðsson – Hrafnagilsskóla, Eyjafjarðarsveit, Auður Dís Krist­ jánsdóttir – Húsaskóla, Reykja­ vík, Heiða María Hannesdóttir – Lágafellsskóla, Reykjavík, Markús Birgisson – Lindaskóla, Kópavogi, Saule Viktoría Tyscenko – Snæ­ landsskóla, Kópavogi og Markús Heiðar Ingason – Víðistaðaskóla við Engidal, Hafnarfirði. Mjólkursamsalan þakkar 4. bekkingum kærlega fyrir þátt­ tökuna og óskar vinningshöfum og skólunum þeirra innilega til hamingju. Tíu grunnskólanemendum voru veittar viðurkenningar fyrir teikningar sínar. Hver verðlaunahafi fékk 25 þúsund krónur sem renna í bekkjarsjóð viðkomandi. p Fósturforeldrar - fósturbörn Hefur þú áhuga á að gerast fósturforeldri? Barnaverndarstofa leitar að fólki sem er reiðubúið að sækja um leyfi til að taka börn í fóstur og að taka þátt í sérstakri þjálfun því til undirbúnings. Um getur verið að ræða tímabundið og/eða varanlegt fóstur. Æskilegt er að fósturheimili séu í eða í námunda við þéttbýli. Ýmis reynsla og menntun, einkum á sviði umönnunar barna, getur komið að góðu gagni. Nánari upplýsingar eru veittar á Barnaverndarstofu sími: 530 2600 eða netfang: bryndis@bvs.is. Einnig er hægt að afla sér upplýsinga um umsóknarferli og hlutverk fósturforeldra á www.bvs.is Laugavegi 53 Sími 552 3737 opið mán.-fös. 10-18, lau. 10-17 Iana Reykjavík 20% afsláttur af öllum vörum frá Bóboli föstudag og laugardag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.