Frjáls verslun - 01.10.2011, Síða 18
18 FRJÁLS VERSLUN 10. TBL. 2011
Tölvukerfi fyrirtækisins
á okkar ábyrgð
Grensásvegi 10
108 Reykjavík
Tryggvabraut 10
600 Akureyri
440 9000
sala@ejs.is
Okkar ábyrgð er meira en lögleg lágmarksábyrgð. Okkar ábyrgð nær líka
yfir þjónustuverið sem er alltaf opið og yfir vöruúrvalið sem samanstendur
af vörum sem þú getur treyst.
Kauptu tölvukerfi fyrirtækisins á okkar ábyrgð.
www.ejs.is/tolvubunadur
Hvað er okkar ábyrgð?
Dell netþjónar
Öflugir netþjónar
sem henta litlum
fyrirtækjum. Ódýrir
og áreiðanlegir.
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
1
1
-2
3
2
1
Dell borðtölvur
Öruggar og auðveldar
í umsýslu. OptiPlex
tölvurnar passa í nánast
hvaða skrifstofuumhverfi
sem er.
Dell fyrirtækjafartölvur
Dell Latitude eru öflugar,
öruggar og sérstaklega
sterkbyggðar fartölvur
fyrir viðskiptalífið.
Dell fartölvur
Dell Vostro eru hannaðar
með lítil fyrirtæki í huga,
einfaldar en sterkbyggðar.
Hlaðnar nýjustu tækni og
skila fyrsta flokks árangri.
3 ára
ábyr
gð
Verð nú
129.950 kr.
Verð nú
149.950 kr.
Verð nú
139.950 kr.
Dell PowerEdge T110 II
Verð áður
299.950 kr.
Dell OptiPlex 790
Verð áður
183.750 kr.
Dell Vostro 3550
Verð áður
189.900 kr.
Dell Latitude E5520
Verð áður
199.950 kr.
Verð nú
209.950 kr.
5 ára
vara
hlut
aáby
rgð
3 ára
vinn
uáb
yrgð
5 ára
vara
hlut
aáby
rgð
3 ára
vinn
uáb
yrgð
Allar upplýsingar birtar með fyrirvara um prentvillur, myndabrengl og ófyrirsjáanlegar breytingar. Öll tilboð gilda á meðan birgðir endast. Verð eru með vsk.
5 ára
vara
hlut
aáby
rgð
3 ára
vinn
uáb
yrgð
Í stuttu máli
Obama talar um
feita ketti
Það hefur verið stirt á milli Obama Banda ríkja forseta
og stjórnenda fjármála -
fyrirtækja á Wall Street að
undanförnu. Hann hefur
meðal annars nefnt þá
feita ketti en það orðalag
festist við bankamenn þeg -
ar útlánabólan reis sem
hæst og feitir bónusar og
kaupréttarsamningar voru
í gildi. Fjármálafyrirtækin
á Wall Street flagga núna
góðum hagnaðartölum
og hefur umræðan færst
í aukana um að helstu
stjórnendur fjármála fyrir -
tækjanna fái núna góða
bónusa. Málið er hins vegar
að stór hluti af hagnaðinum
er tilkominn vegna þess að
ríkið dældi hundruðum
millj arða inn í fyrirtækin
í formi björgunarpakka
eftir hið alþjóðlega fjár -
málafárviðri haustið 2008.
Almenningur kom til
hjálpar en forstjórarnir fá
núna bónusa vegna auk -
ins hagnaðar. Hann er víða
vand rataður meðal veg ur inn.Obama talar um feita ketti á Wall Street.
Það er því miður bláköld staðreynd að ég er kúg-aður millistéttarauli. Undanfarin þrjú ár hef ég verið kúgaður af
lána stofnunum og stjórn völdum.
Í efnahagsþrengingum landsins
hef ég eins og aðrir mátt þola
kaup máttarrýrnun upp á tugi
pró senta og skattahækkanir. Því til
viðbótar (og það vegur þyngst) hef
ég verið rændur af Íbúðalánasjóði
gegn um verðtryggingarákvæði
lána. Til að bæta gráu ofan á svart
hef ég, kúgaði millistéttaraulinn,
verið skilinn út undan á meðan
útvöldum þjóðfélagshópum
hefur verið rétt hjálparhönd með
ýmsum hætti. Það er staðreynd
að skulda úrræði þau sem boðið
hefur verið upp á til lausnar
skulda vanda heimilanna fela í sér
um fangsmikla og ósann gjarna
mis munun. Úrræðin verðlauna
fjármálaskussa á kostnað hinna
hagsýnu og ábyrgu. Þeir sem
skuldsettu hús sín í topp fá lán
sín afskrifuð á meðan þeir sem
settu sparifé sitt í fasteignakaup og
stilltu skuldsetningu í hóf neyðast
til að horfa upp á sparifé sitt
brenna upp til agna
Þegar við hjónin keyptum
okkur hús vorið 2006 tókum
við lán fyrir um 65% af virði
hús sins, sem á þeim tíma þótti
hófleg skuldsetning. Við tókum
þá ákvörðun að skuldsetja okkur
eins lítið og mögulegt var og setja
í stað inn allt okkar sparifé í fast -
eignina eins og tíðkast hefur hér
á landi um áratuga skeið. Einn ig
vorum við íhaldssöm hvað varðar
erlenda skuldsetningu og tókum ¾
hluta láns ins í íslensku verðtryggðu
láni frá Íbúða lána sjóði.
Eftir á að hyggja er þetta versta
fjár hagslega ákvörðun sem ég hef
tekið um ævina. Síðastliðin þrjú
ár hef ég horft á allt sparifé fjöl-
skyldunnar brenna upp til agna
– allt saman! Fasteignin hefur
lækkað í verði um 15% og lánin
hækkað um 40% sem í stuttu
máli merkir að við skuldum í dag
um 107% af virði fasteignarinnar
samkvæmt mati viðskiptabanka
okkar. Fasteign sem við keyptum
fyrir fjórum árum með 65%
skuldsetningu.
Árið 2006 stóðu okkur til boða aðrir kostir en sá sem
við völdum. Við hefðum til að
mynda getað farið „eyðslu- og
glam úrleiðina“, það er, skuldsett
okkur í botn með erlendu láni,
að sjálfsögðu – fyllt húsið af
tíma lausum hágæðahúsgögnum,
tækjum og tólum og jafnvel farið
til útlanda einu sinni á ári fyrir
afganginn. Hefðum við farið á slíkt
„eyðslufyllerí“ væri staða okkar
síst verri en hún er í dag og í raun
betri. Skuldastaða okkar væri
110%, þökk sé Árna Páli og hinni
umtöluðu 110% afskriftarreglu. Því
til viðbótar hefðum við ekki þurft
að greiða nema hluta afborgana
af okkar erlenda láni í tvö til þrjú
síðastliðin ár sökum óvissu um
lögmæti þeirra. Við værum trygg
með lága óverðtryggða vexti af
húsnæðislánum næstu fimm árin
og sennilega sætum við hólpin í
rándýrum hönn unar húsgögnum
úr Epal. Ekki slæmt það!
Þegar horft er til þeirra úrræða sem stjórnvöld hafa boðið
upp á til að vinna á skuldavanda
heimilanna er ljóst að mér er
refsað fyrir að sýna hagsýni og
varkárni í fjármálum á meðan
hin um óábyrgu er bjargað á
minn kostnað. Mér finnst að
ég sé hafður að fífli fyrir það
eitt að hafa lagt allt kapp á að
standa við allar fjárhagslegar
skuldbindingar mínar, þrátt fyrir
breyttar efna hagslegar forsendur.
Hvaða skila boð er verið að senda
mér og afkomendum mínum
varðandi réttlæti, ábyrgð og heið -
ar leika sem undirstöðugildi í lýð -
ræðissamfélagi?
Mér líður eins og aula! Hvað
með ykkur hin – eruð þið sátt?“
– Karl Sigfússon verkfræðingur í
Fréttablaðinu 10. nóvember.
ég er kúgaður milli
stéttarauli!
Hagar
um tÍma Í
fJölmiðla
útgáfu
Það hefur stundum verið talað um 365
miðla sem Baugsmiðla og oft á tíðum
við litlar vinsældir sumra. Nafngiftin kom
til af tengslum Baugs við endurreisn
Frétta blaðsins á sínum tíma en um nokk
urt skeið var ekki vitað hvaða fjárfestar
endurreistu blaðið.
Þetta kemur óneitanlega upp í hugann
þegar sagt er frá því að Hagar hafi keypt
hlut í 365 miðlum ehf. fyrir 810 milljónir
króna skömmu eftir bankahrun. Jón Ás
geir Jóhannesson og fjölskylda voru þá
aðaleigendur Haga. Hagar voru því um
tíma með meirihlutann í félaginu Rauðsól
sem keypti allt hlutafé í 365 miðlum og
þar af leiðandi með meirihlutann í fjöl
miðla risanum.
Það hefur löngum verið vitað að lausa
fjárstaða Haga hefur oft verið góð og
sjóð streymi þar mikið.
En þetta var aðeins tímabundin ráð
stöfun. Hagar seldu síðar helminginn
af fjárfestingunni til Jóns Ásgeirs, þá
aðaleiganda Haga, á sama verði, eða á
405 milljónir króna. Hagar töpuðu hins
vegar 300 milljónum þegar þeir seldu
hinn helminginn til 365 miðla sem var þá
að mestu í eigu hóps undir forystu Jóns
Ásgeirs.
Kaup Haga á meirihlutanum í 365 voru
gerð 2. nóvember 2008. Þá var sagt frá
því að hópur fjárfesta undir stjórn Jóns
Ásgeirs hefði greitt 1,5 milljarða inn í 365
undir merkjum nýs félags, Rauðsól ar, og
yfirtekið 4,4 milljarða skuld.
Öll þessi viðskipti eru fullgerð, sam
kvæmt skráningarlýsingu Haga.
Karl Sigfússon verkfræðingur.