Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2011, Page 20

Frjáls verslun - 01.10.2011, Page 20
20 FRJÁLS VERSLUN 10. TBL. 2011 Í Stuttu máli Svarta Hag kerfið aldrei einS StÓrt Ný könnun á dulinni atvinnustarfsemi leiddi í ljós að svört laun, svart hagkerfi og skattsvik hafa aldrei verið eins mikil og núna. Könn­ unin leiddi í ljós að 12% starfsmanna lítilla og meðalstórra fyrirtækja á Íslandi eru í svartri vinnu. „Það kom mér mest á óvart að þetta væru svona mörg fyrirtæki sem eitthvað var athugavert við,“ sagði Skúli Eggert Þórð­ ar son ríkisskattstjóri við Morgunblaðið. Í umræðum um könnunina á Alþingi neitaði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra því að umfang vandans væri tilkomið vegna skattastefnu ríkisstjórnarinnar. Um viðvar­ andi vandamál væri að ræða sem ekki tengdist sköttum. Miklar væntingar eru bundnar við hluta ­ fjár útboðið í Högum en Arion banki hefur ákveðið að selja 20­30% í fyrirtækinu af 56% hlut sínum. Þetta er fyrsta hlutafjár út ­ boðið eftir hrun og bíða flestir spenntir eftir að sjá hvernig til tekst. Gengi bréf anna er frá 11 til 13,5 og gæti andvirði sölunnar legið á bilinu 2,7 milljarðar til 3,9 eftir því hvernig til tekst. Síðastliðið vor keypti fyrirtækið Búvellir 34% í Högum af Arion banka. Nýlega keyptu Búvellir 10% til viðbótar og fór hlut urinn í 44%. Uppstokkun hefur hins vegar orðið í fjáar festahópnum og hafa líf eyrissjóðirnir yfir ­ gefið hópinn og eiga hluti sína núna beint. Þegar í upphafi lá fyrir að hópurinn myndi skiptast upp og eignast hluti sína beint í fyrirtækinu þegar fram liðu stundir og fyrirtækið færi á markað. Yfirtökuskylda myndast við 33% eignarhlut í fyrirtækjum á markaði. Árni Hauksson er formaður stjórnar Haga. Hann og viðskiptafélagi hans, Hall björn Karlsson, eiga um 10% í fyrir tækinu og ætla ekki að eignast meira í því. fyrSta Hluta fJár- útbOð eftir Hrun Íslensk stjórnvöld og Alþjóða­gjald eyrissjóðurinn héldu mikla ráðstefnu í Hörpu í end aðan októ ber til að fara yfir það hvern ig okkur Íslendingum hefði vegn að eftir hrun, hvaða lærdóm við gæt um dregið af hrun inu – og hvort við hefðum gert réttu hlutina þau þrjú ár sem eru liðin frá hruninu. Hingað kom stórskotalið á borð við hagfræðingana og nóbels­ verð laun a hafana Paul Krugman og Joseph Stiglitz, prófessor við Columbia­háskóla. Viljum við ekki annars láta útlendinga segja okkur hlutina? Þótt núverandi ríkisstjórn hafi eflaust ætlað að slá sér upp með þess um fundi var niðurstaðan eiginlega sú að ríkisstjórn Geirs H. Haarde var sigurvegarinn – en hann er maðurinn sem stjórnvöld og meirihluti alþingis hafa nú dreg ið fyrir Landsdóm. Það sem stendur upp úr eru neyðar lögin sem Geir setti og gengu út á að vernda ríkissjóð fyrir bönk unum. Í rauninni var það sjálf gert því ríkið hafði engin tök á að bjarga þeim. Joseph Stiglitz kvað upp úr með það að rétt hefði verið hjá Íslend ingum að hafna Icesave­ samn ing unum og var því ekki mótmælt á fund inum. Almennt voru sérfræðingarnir, þar á meðal tveir nóbels verðlauna­ hafar, á því að farsælt hefði verið að „sam félags væða“ ekki gríðar ­ legar skuldir bankanna. Það hefði skipt sköpum við endurreisn efnahags lífsins. Fjármálaóveðrið sem reið yfir Bandaríkin, Evrópu og Vestur ­ lönd haustið 2008 felldi íslensku bankana – og raunar líka þá stærstu í Evrópu og Banda ríkjun ­ um, en þeim var bjarg að af ríkis ­ stjórnum þessara landa með inn ­ spýtingu fjár. En skuldavandi fyrirtækja, heimila og ríkja í Evrópu og Banda ­ ríkjunum hvarf ekki úr píp unum þótt stutt hefði verið við bankana sem riðuðu til falls. Seðlabankar heimsins eru núna farnir á taugum og hafa í sameiginlegu átaki sett prentvélarnar í gang til að prenta peninga fyrir skuldunum. Það hefur eflaust heimsverðbólgu í för með sér. Hreyflarnir hafa verið settir á fullt afl til að fara ekki út af bjarg ­ brúninni. Grípum niður í því helsta sem erl endu spekingarnir sögðu á ráð stefn unni. Joseph Stiglitz sagðist telja að ekki hefði verið þörf á jafn miklum niðurskurði ríkisútgjalda og raun ­ in varð á eftir fjármálahrunið. Stiglitz sagði að sú stefna íslenskra stjórnvalda að gera lánardrottna og hluthafa bankanna ábyrga fyrir falli þeirra hefði skipt sköpum við endurreisnina hér á landi. Willem Buiter, aðalhagfræð ­ing ur Citigroup, en sá banki þurfti á vænni ríkisaðstoð að halda haustið 2008 til að falla ekki, sagði m.a. að Ísland hefði áratuginn fyrir hrun verið dæmi um „sam eiginlega sturlun“ þar sem heil brigð skynsemi hefði farið lönd og leið. Spurning hvaða „heilbrigða skyn ­ semi“ og „sameiginlega sturlun“ var hjá stórbankanum Citi group áratuginn fyrir hrun. Sér kennilegur gorgeir þetta hjá Buiter. Pauk Krugman taldi ekki tímabært að losa um gjaldeyris ­ höftin – þótt ástandið hér væri betra en ætla mætti – þar sem hættan á gengishruni væri enn of mikil. Hann sagðist undrandi á því að Íslendingar vildu taka upp evruna því íslenskt hagkerfi hefði ekki nægjan legan sveigjanleika til þess takast á við efnahagsáföll án þess að gengi gjaldmiðilsins lækkaði. Willem Buiter hvatti Íslendinga hins vegar til að ganga í ESB og taka upp evru. Hagfræðingurinn Martin Wolf, sem er með fastan dálk í Financial Times, sagði m.a.: „Ég lít á það sjónar mið sem það allra mikilvægasta í efnahagsstjórn á okkar dögum að vernda ríkissjóð fyrir bönkunum.“Árni Páll Árnason. Martin Wolf. Willem Buiter. Paul Krugman. Jóhanna Sigurðardóttir. HOrft um öxl Í Hörpunni 12%

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.