Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2011, Page 23

Frjáls verslun - 01.10.2011, Page 23
FRJÁLS VERSLUN 10. TBL. 2011 23 Veiðivötn Ertu að fá góða ávöxtun? Kynntu þér kosti Einkabankaþjónustu Arion banka • Virk stýring • Áhættudreing • Skattalegt hagræði • Þinn eigin viðskiptastjóri Leitaðu til okkar í síma 444-7410 eða sendu tölvupóst á einkabankathjonusta@arionbanki.is og við aðstoðum þig við að nna hvað hentar þér og þínum markmiðum. Hvað skiptir þig máli? Einkabankaþjónusta Arion banka Veiðivötn eru vatnaklasi á Landmannaafrétti, sem saman- stendur af allt að mmtíu vötnum, bæði smáum og stórum. Vötnin eru mörg sprengigígar sem mynduðust í Veiðivatna- gosinu árið 1477. Mikil urriðaveiði er í vötnunum en einnig hefur bleikju Žölgað síðustu árin, sérstaklega í þeim vötnum sem eiga samgang við Tungnaá. arionbanki.is – 444 7000 Í Stuttu máli HerdÍS endurkJörin Herdís Þorgeirsdóttir var nýlega end ur ­kjörin forseti Evrópusamtaka kven lög ­fræðinga (EWLA) á aðal fundi sam tak­ anna í Berlín. Fundurinn var sóttur af kven lög ­ fræðingum víða að úr Evrópu sem og full trúum aðildarfélaga samtakanna. Herdís var upphaflega kjörin forseti EWLA árið 2009 en sam tökin voru stofnuð af kvenlögfræðingum ríkja Evrópu sam­ band sins árið 2000. Herdís Þorgeirsdóttir Spáir 2,3% Hag- vexti á næSta ári Seðlabanki Íslands segir að hagvöxtur á fyrri hluta ársins hafi verið 2½% og gert sé ráð fyrir að hann verði rétt yfir 3% á árinu í heild. Þetta er meiri hag vöxtur en spáð var í ágúst og skýrist helst af hagstæðari þróun utanríkisviðskipta. Seðlabankinn spáir 2,3% hagvexti á næsta ári. StJÓrnendur Haga fá 340 millJÓnir gefinS Miklar umræður hafa orðið um þau hluta­ bréf í Högum sem Arion banki hefur afhent lykilstarfsmönnum án endurgjalds í aðdrag­ anda hlutabréfaútboðsins í Högum. Um er að ræða 1,4% hlut í Högum sem metinn er á 170 til 190 milljónir króna. Þar að auki tryggir Arion banki þeim skattfrelsi vegna þessara viðskipta og er talið að stjórnend­ urnir fimm séu í raun að fá jafnvirði 300 til 340 milljóna frá bankanum gefins vegna þessara viðskipta. Þeir Finnur Árnason, forstjóri Haga, og Guðmundur Marteinsson, framkvæmda­ stjóri Bónuss, fá hvor um sig 0,4 prósenta hlut í félaginu frá Arion banka án endur­ gjalds. Þrír aðrir stjórn endur fá 0,2 pró­ senta hlut hver. Það eru þeir Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hagkaupa, Kjartan Már Friðsteinsson, framkvæmda ­ stjóri Banana, og Lárus Óskarsson, fram­ kvæmdastjóri Aðfanga. guðmundur með þriggJa ára upp- SagnarfreSt Fram kemur í skráningarlýsingu Haga að Guð mundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, er með þriggja ára uppsagnarfrest hjá fyrirtækinu. Það kostar því sitt að segja honum upp – þótt ekki standi það til þar sem hann er af mörgum talinn maðurinn á bak við velgengni Bónuss í gegnum tíðina. Aðrir stjórnendur eru hins vegar með mun styttri frest, eða sex til tólf mánuði. Í skráningarlýsingunni kemur fram að Hagar greiddu samtals ríflega 110 milljónir króna í maí 2010, til tveggja framkvæmdastjóra og fjögurra milli stjórnenda, á grundvelli kaupréttar­ og sölu ­ samninga sem gerðir voru árið 2007. Þar af námu greiðslur til Gunn ars Inga Sigurðssonar 46 milljónum og greiðslur Lárusar Óskarssonar 27,6 milljónum.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.