Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2011, Side 33

Frjáls verslun - 01.10.2011, Side 33
FRJÁLS VERSLUN 10. TBL. 2011 33 Dr. Stefanía Ósk­ars dóttir, lektor í stjórn mála fræði við Háskóla Íslands, segir að Bjarni Benedikts­ son hafi sýnt pólitískan styrk með því að ná endurkjöri á landsfundinum. „Hanna Birna Kristjánsdóttir var mjög sterkur mótframbjóðandi og skoð­ ana kannanir meðal al mennra kjós enda höfðu bent til mikils stuðnings við hana. Þrátt fyrir það bar Bjarni sigur úr býtum sem sýnir að hann nýtur trausts meðal þeirra sem mynda kjarna Sjálfstæðisflokks ins. Nú þarf hann að nýta þennan stuðning til sóknar út á við.“ Stefanía segir að Bjarni hafi tekið við formannsembættinu á mjög erfiðum tíma og þá verið fremur óreyndur stjórnmála­ maður. „Í formannstíð sinni hefur hann síðan mætt ýmsu mótlæti. En með þessum sigri má ætla að hann hafi náð að festa sig í sessi og þurfi ekki að óttast mótframboð í bráð nema því aðeins að hann klúðri málum illa. Bjarni hefur líka liðið fyrir það að frá hruni hafa við horf ­ in til fólks í viðskiptum verið neikvæð. Og tortryggni hef ur ríkt gagnvart tengslum við ­ skipta og stjórnmála.“ Stefanía telur að líklega vinni tíminn með Bjarna eftir því sem lengra líður frá hruni. „Ef Bjarni kemur frá hruninu með hreint borð eins og allt virðist stefna í, og ef honum tekst að snúa því upp í styrk­ leika að tengjast atvinnulífinu, get ég alveg séð að stuðning ­ urinn við hann eigi eftir að auk ast enda fékk hann byr í segl in á landsfundinum.“ framboð Hönnu Birnu Stefanía bendir á að í fyrstu hafi tvær ástæður einkum verið gefnar fyrir því hvers vegna Hanna Birna ætti að gefa kost á sér á móti sitjandi formanni. Sú fyrri hafi verið mikið fylgi við framboð hennar í skoðanakönn­ unum en sú síðari að gott væri að geta valið á milli frambjóð­ enda. Hanna Birna gaf hins vegar ekki kost á sér fyrr en tveimur vikum fyrir landsfund. Þá hafði umræðan um framboð hennar staðið í nærri tvo mánuði. Það var erfið staða fyrir Bjarna. Þegar hún svo loks tilkynnti fram boð sitt gaf Hanna Birna STAÐA BJARNA Á nýafstöðnum landsfundi Sjálfstæðisflokksins bauð Hanna Birna Kristjánsdóttir sig fram gegn sitjandi formanni. Bjarni Benediktsson var hins vegar endurkjörinn formað ur flokksins með 55% atkvæða. Hver er nú staða þeirra og flokksins? TexTi: svava JÓnsdÓTTir myndir: Geir Ólafsson Stefanía óSkarSdóttir lektor Stefanía óskars- dóttir lektor.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.