Frjáls verslun - 01.10.2011, Page 37
FRJÁLS VERSLUN 10. TBL. 2011 37
staðfærsla með tilliti til samkeppni
Ásmundur Helgason, markaðsfræð ingur hjá Dynamo:
þau hafa orðið
Ásmundur Helgason segir að fyrirtæki á samkeppnismarkaði
þurfi að skilgreina hverjir
keppinautar þeirra séu;
þau þurfi að átta sig á
hvaða fyrirtæki keppa um
sama markhóp og eru
að uppfylla sömu þörf.
Það þarf því að skoða vel
hvað þau gera svipað og
hvað frábrugðið öðrum
fyrir tækjum.
„Allt snýst þetta um
að finna aðgreininguna
og staðfærsluna og þá
þarf að greina keppi
naut ana; það þarf að
greina styrkleika þeirra
og veikleika og fyrirtæki
þurfa að átta sig á hvaða
veikleika annarra þau vilja
ráðast á í raun og veru.
Það þarf að átta sig á í
hvaða átt hver og einn
keppinautur er að fara og
þá kannski er hægt að sjá
hvað er líklegt að hann
geri næst og í nánustu
framtíð.“
Ásmundur segir að þeg
ar fyrirtæki fara í svona
vinnu þurfi þau fyrst að
skoða sameiginlega eða
sambærilega eiginleika
(e. points of parity).
„Einnig þarf fyrirtækið
að skoða hvaða eiginleika
það getur boðið upp á
sem aðrir bjóða ekki.
Þess ir eiginleikar þurfa
að vera eftirsóknarverðir,
aðgreinanlegir og fyrir
tækið verður að geta
stað ið við loforðið um að
afhenda þessa eiginleika.
Og mikilvægast er kann ski
að þetta séu eiginleik ar
sem hægt er að verja
– og erfitt að herma
eftir. Þetta gætu t.d. verið
um búð irnar, staðsetning,
verð eða gæði vörunnar.
Þetta er grundvallaratriði
fyrir fyrirtæki sem eru að
leita eftir aðgreiningu frá
keppinautum og vinna að
staðfærslu á markaði.“
Sigurður B. Stefánsson, sjóðstjóri hjá
Eignastýringu Landsbankans:
Lýðræði er margþætt hugtak. Það byggist m.a. á tveimur grunn for send um sem báðar eiga upp runa sinn í frjálslyndisstefn unni. Sú fyrri
er að allt opinbert vald hvíli á samþykki og
vilja þegnanna og skuli ein ungis fram
kvæmt í umboði þeirra. Seinni forsendan
er hins vegar sú að allir eru jafngildir og
hafa einstaklingsbundin réttindi sem þeir
verða ekki sviptir án dóms og laga. Lýð
ræði er jafnframt aðferð til að velja forystu
sveit hins opin bera og þá stefnu sem
henni ber að fylgja. Stjórnarstefnan er samt
engu að síður afrakstur margs konar mála
miðlana á milli einstaklinga og stjórnmála
flokka innan þinga og sveitarstjórna. Og
hún endurspeglar líka áhrif hagsmunasam
taka, leiðandi einstaklinga og fyrirtækja í
samfélaginu sem og útbreidd sjónarmið
og vanafestu.
Allir eiga því hlutdeild í lýðræðinu en
einstaklingar eru misjafnlega virkir þegar
kemur að lýðræðislegri þátttöku. Enda
ræðst virkni þeirra ekki síst af hagsmun a
mati á mikilvægi stjórnmála þátt tök unn ar.
Á umbrotatímum eins og þeim sem við nú
lifum á er fólk síður tilbúið að treysta stjórn
málamönnum og þá vex krafan um að tak
marka vald þeirra. Þetta sést t.d. glöggt í
vaxandi áhuga á beinu lýðræði og þátttöku
í mótmælaaðgerðum bæði hérlend is og
erlendis á síðustu misserum.“
Fólkið og opinbera valdið
Dr. Stefanía Óskarsdóttir, sjálfstætt
starfandi stjórnmálafræðingur:Hækkuðu um 5-10%
Hlutabréf á al þjóðlegum markaði
hækk uðu um 510% í
októ ber eftir 1520%
lækkun frá síðustu
viku í júlí. Þrátt fyrir
þenn an hækkunar
legg hefur órói á
mark aði haldist afar
mikill.
Óvissa á markaði er
mæld með svonefndri
óttavísitölu (VIX) sem
sýnir flökt á markaði.
Gildi hennar ofan við
3032 þykir benda
til mikils óróa en
gildi neðan við 1820
sýna eðlilegt ástand.
Óttavísitalan hefur
legið ofan við 30 að
mestu leyti í meira en
þrjá mánuði og vafa
laust á sinn þátt í því
skuldavandi Grikkja
og Ítala og ótti við
að ekki finnist lausn
á peningamálum á
evrusvæðinu.
Það hefur ekki bætt
úr skák að nokk
uð hefur hægt á
vexti heimsframleiðsl
unnar á árinu 2011.
Verðbólga hefur
aukist í flestum mikil
væg um iðnríkjum og
er til dæmis 5,2% á
Bretlandi, nærri 4%
í Bandaríkjunum og
7,3% í Brasilíu.
Þegar lækkun hófst
í síðustu viku júlí í
sumar virtist í fyrstu
sem um væri að
ræða fyrsta legg í
lækk unarskeiði sem
gæti tekið heilt ár eða
lengri tíma. Sú hætta
er ekki enn liðin hjá.
Hlutabréf í Asíu og
Kyrrahafslöndum hafa
verið afar veik síðustu
12 mánuði og ekki
bólar á snúningi til
hækkunar þar. Sömu
sögu má segja um
hlutabréf í Evrópu
sem hafa lækkað
mikið í verði í sumar
vegna fjárhagsvanda
evruríkjanna.“
AUGLÝSINGAR
STJÓRNMÁL
ERLEND HLUTABRÉF