Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2011, Síða 44

Frjáls verslun - 01.10.2011, Síða 44
mark aður er líflegastur. Ódýrara er að búa á afskekktum stöðum en þar er líka minna í boði. Það er óraunhæft að ætla að kaupa þar sem vinnan er mest. Fjögurra herbergja íbúð/raðhús í austurborg Óslóar er á tvær og hálfa til þrjár milljónir norskar – það er milli 50 og 60 milljónir íslenskar. Lán eru reiknuð út frá tekjum og eigin fé. Bankarnir sjá um greiðslumat. Lánið er ekki miðað við verðmæti íbúðar heldur greiðslugetu lántakanda. ekki hlaupið í banka eftir láni Skuldlaus hjón með tvö börn, annað í leik ­ skóla, og 600 þúsund norskar krónur í tekjur á ári geta samkvæmt greiðslumati Den norske bank fengið 1,1 milljón í húsnæð islán. Þau þurfa þá að eiga minnst 1,4 milljónir norskra króna – eða 28 milljónir íslenskra – skuld­ lausar til að fá yfirleitt lán fyrir þessu hús­ næði. Bankarnir eru strangir á að lána ekki meira en sem nemur greiðslugetu á mánuði Þetta er vonlaust dæmi fyrir þau Jón og Gunnu. Í raun þýðir þetta að sárafáir heima­ menn komast inn á húsnæðismarkaðinn án þess að eiga verulegt eigið fé eða hafa þeim mun meiri tekjur. Ungt fólk í Noregi treystir oftast á arf frá foreldrum til að komast yfir sína fyrstu íbúð. Þetta húsa- kaupadæmi gengur einfaldlega ekki upp fyrir eignalaust fólk þótt það sé fullvinn­ andi. leigumarkaður og barnagæsla Þá er það leigumarkaðurinn. Þar er hægt að komast inn án þess að fara í greiðslumat og leigjandi getur lagt meira á sig en bankinn vill gefa honum færi á. En húsaleiga er líka há. Hundrað fermetra íbúð/raðhús í Ósló er almennt á 15 þúsund norskar krónur á nánuði; eða 307 þúsund krónur. Það er um það bil tvöfalt á við leigu í Reykjavík. Hjón, sem bæði eru í vinnu, ráða samt við þetta. Af 39 þúsund norskum krónum í mán að­ ar tekjur heimilisins eru þar farnar 15 þús - und norskar krónur. Þá eru eftir 24 þúsund norskar. Börnin þurfa sitt meðan foreldrarnir eru í vinnunni. Eldra barnið er í skóla og á skóladagheim ili. Dagheimilisvist fyrir börn foreldra með þessar tekjur kostar 1.660 norsk ar krónur á mánuði. Það eru 33 þús­ und íslenskar. Yngra barnið er á leikskóla. Það kost­ar 2.430 norskar krónur á mánuði, eða 50 þúsund íslenskar. Matur er ekki innifalinn og börnin hafa með sér nesti. Dagvist barn anna er útgjaldaliður upp á fjögur þúsund norskar krónur. Að þeim greiddum eru eftir 20 þúsund norskar af mánaðartekjun um. Á móti kemur að barnabætur eru hærri í Noregi en á Íslandi. Með tveimur börnum fást 1.800 norskar krónur og það er peningur sem ytra er oft lagður í banka sem sparnaður barnanna. Áhyggjur af hita Upphitun er stór útgjaldaliður og hærri en á Íslandi. Hætt er við að Jón og Guðrún sakni fljótlega Orkuveitu Reykjavíkur, þrátt fyrir gjaldskrárhækkanir. Þau þurfa líka að venja sig við að hiti í húsum er almennt umræðuefni fólks á meðal rétt eins og veðr­ ið á Íslandi. Þetta er útgjaldaliður sem erfitt er að reikna út í Noregi því fólk reynir að leysa húshitun með ýmsu móti. T.d. með því að komast yfir ódýran eldivið. Annars þarf að kaupa rafmagn eða olíu. Olíuverð er nokkuð stöðugt en rafmagnsverð sveiflast mikið. Og það eru mörg sparnaðarráð í gangi. Neytendablöð hafa reynt að reikna þetta út. Algengt er að fólk borgi tvö þús ­ und norskar á mánuði í upphitun og raf ­ magn – um 40 þúsund íslenskar – og sumir borga meira. Þar fóru tvö þúsund norskar krónur til viðbótar af mánaðartekjum og nú á heim­ ilið eftir 18 þúsund norskar á mánuði. bíll eða strætó? Margir útgjaldaliðir eru enn eftir. Þar á meðal bíll. Bílar eru dýrir og bensín dýrt og oft þarf að borga tolla á vegum. Í alvöru er ráðlegast fyrir Jón og Guðrúnu að kaupa ekki bíl og nota almenningssamgöngur, sér staklega ef þau eru þegar búin að borga all hátt verð fyrir húsnæði miðsvæðis. Mánaðarkort kostar 590 norskar krónur, 1.180 fyrir þau bæði. Það eru 24 þúsund íslenskar á mánuði í ferðakostnað. Ef bíllinn verður fyrir valinu kostar hann 4.600 norskar krónur á mánuði. Þetta er byggt á útreikningum Félags norskra bifreiða eigenda, sem miðar við kaup á fimm ára gömlum bíl af hefðbund- inni fjölskyldu stærð og meðalnotkun. Þar í eru útgjöld eða kostnaður vegna afborgana, verðrýrn unar og vaxta og bensínið er á 266 krónur íslensk ar lítrinn. Ef bíllinn er valinn eru nú eftir 13.400 norskar til annarrar neyslu á mánuði. Ef almenningssamgöngur eru látnar duga – og það er kostur sem heimamenn velja miklu oftar en Íslendingar – eru 16.800 norsk ar krónur eftir. Það er afgangur Nú er eftir að kaupa allt annað. Bankinn segir að fjögurra manna fjölskylda þurfi 10 þúsund norskar krónur á mánuði í heim­ ilisútgjöld eins og mat og föt og svolitla skemmtun þegar búið er að opna allan glugga póstinn. Þetta er talan sem bankinn leggur til grundvallar þegar greiðslugeta heimilis er metin. Auðvitað má deila um hvort það er raun ­ hæf tala. Sumir eyða minna, aðrir meira. Verðlag er hærra en á Íslandi þannig að mörgum bregður í brún þegar komið er í matvörubúðirnar. Verðkönnun í lágverðs­ verslun sýnir það. Í dæmi okkar um Jón og Guðrúnu eiga þau nú þrjú til sex þúsund norskar krónur eftir um mánaðamót, allt eftir því hvort þau hafa verið sparsöm og neitað sér um bíl eða önnur útgjöld. Það er einkum hægt að spara við sig í ferðakostnaði og upphit­ un. Hér er ekki heldur talinn með kostnaður­ inn við flutning. Fyrir kemur að væntanleg- ur vinnuveitandi borgar flutninginn. Þetta eru líka útgjöld sem aðeins eru greidd einu sinni – ja nema Jóni og Guðrúnu leiðist og þau flytji heim aftur. Hagtölur sýna reyndar að Íslendingar eru ekki sérlega gjarnir á að snúa heim. „Römm er sú taug“ sagði skáldið og „fögur er hlíðin“ var haft eftir hetjunni en þrátt fyrir þjóðarstolt snúa ekki margir landar aftur. Um langt árabil hefur verið halli á flutningsjöfnuði íslensku þjóðarinnar gagn- vart útlöndum. „Í dæmi okkar um Jón og Guðrúnu eiga þau nú þrjú til sex þúsund norskar krónur eftir um mánaðamót, allt eftir því hvort þau hafa verið sparsöm og neitað sér um bíl eða önnur útgjöld. Það er einkum hægt að spara við sig í ferðakostnaði og upphit un. “
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.