Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2011, Page 68

Frjáls verslun - 01.10.2011, Page 68
68 FRJÁLS VERSLUN 10. TBL. 2011 sOny Hver er lykillinn að baki velgengninni? Fyrir svörum verður Eyjólfur Jóhannsson, vörustjóri Sony hjá Nýherja. „Ég held að sá lyk ill felist í hugmyndafræði stofnenda Sony, Masaru Ibuka og Akio Morita, sem sögðu tilgang fyrirtækisins „að gera eitthvað sem aldrei hefur verið gert áður“. Þessi hugmyndafræði hefur haldið sér í gegnum tíðina og fyrirtækið vinnur enn þann dag í dag eftir henni. T.d. má nefna að 60 árum seinna er slagorð fyrirtækisins „make believe“ sem stendur fyrir að þróa og framleiða þær hugmyndir sem þróunardeildir og viðskiptavin­ ir Sony láta sig dreyma um. Öll Sony­sjónvarpstæki nettengjanleg Þetta kemur fram á mörgum sviðum, t.d eru öll sjónvarps­ tæki sem við seljum frá Sony orðin nettengjanleg og þar með er hægt að njóta efnis af netinu eða nýta efni sem fólk er með á heimilistölvunni á einfaldan hátt. Meginhugsunin er að geta samnýtt öll tæki heimilisins þar sem sjónvarpið er miðjan í allri upplifun á stafrænum miðlum, hvort sem það eru bíómyndir, tónlist eða ljósmyndir. Framtíðin lítur vel út fyrir Sony. Fyrirtækið er öflugt og er í fararbroddi í tækninýjungum á mörgum sviðum, s.s. mynda­ vélum þar sem fyrirtækið kynnti nýlega byltingu í tækni með svo kölluðum SLT­myndavélum sem hafa fengið frábærar mót­ tökur bæði hjá gagnrýnendum og neytendum. Einnig má nefna að í sjónvarpstækjum, þar sem samkeppnin á milli fram leiðenda er gífurlega hörð, fengu þeir EISA­verðlaun fyrir besta sjónvarpið 2011­2012. Sony­spjaldtölvur – öðru­ vísi hönnun Sony hefur einnig verið mjög öflugt í framleiðslu á hágæða­ fartölvum sem kallast VAIO og eru, að öðrum ólöstuðum, með glæsilegri PC­vélum á markaðn­ um. Síðan blandaði fyrirtækið sér nýlega í spjaldtölvufram­ leiðsluna með glæsilegri og öflugri spjaldtölvu sem er ólík öllum öðrum. Hún er einstök og ólík öðrum vélum í hönnun að því leyti að hún er þykkari öðrum megin, sem gerir að verkum að öll meðhöndlun er mjög þægileg og jafnvægið betra en þegar vél­ ar eru hannaðar á hefðbundinn hátt, eins og við þekkjum frá öðrum framleiðend um.“ „Meginhugsunin er að geta samnýtt öll tæki heimilisins þar sem sjónvarpið er miðjan í allri upplif­ un á stafrænum miðl ­ um, hvort sem það eru bíómyndir, tón list eða ljósmyndir.“ sony hefur verið frumkvöðull í þróun og framleiðslu tæknibúnaðar fyrir hljóð- og myndvinnslu í yfir 50 ár. Hágæðafartölvur Eyjólfur Jóhannsson, vörustjóri Sony hjá Nýherja, í nýrri glæsilegri Sony Center-verslun í Nýherja, Borgartúni.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.