Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2011, Page 85

Frjáls verslun - 01.10.2011, Page 85
FRJÁLS VERSLUN 10. TBL. 2011 85 Er sjálfstraustið besta eign einstaklingsins? ofurliði og hefur nei kvæð áhrif á frammistöðu okkar og um leið heildarinnar. Á hvaða sviði við upplifum árás á okkur ræður mestu um ákefð viðbragða okk­ ar (sjá mynd). Taktu egóið út fyrir sviga Það er gömul saga og ný að til að ná hámarksárangri þarf að hafa sjálfstraust en það þarf líka að vera fyrir hendi hæfilegur skammtur af auðmýkt, forvitni og áreiðanleika. Þessi þrjú atriði eru það sem höfundar stað­ hæfa að dugi til að sporna gegn viðvörunarmerkjunum sem að framan voru talin. Þegar við tökum sjálfið út fyrir sviga og hugum frekar að árangri heild ­ ar innar en okkar eigin, hætt um að einblína á það að koma betur út en aðrir og einbeitum okkur að því að meta framlag annarra förum við að ná áður óþekktum árangri með því að fá fram fleiri hugmyndir, afla viljugrar samvinnu og þegar allt kemur til alls öflum við okkur aukinnar virðingar. Það er hægara sagt en gert að tryggja það að við látum sjálfið ekki hlaupa með okkur í gönur og víst að flest höfum við gerst sek um slík upphlaup einhvern tíma á ferlinum. Lykilorðið er meðvitund um hvenær og hver einkennin eru. Bókin Egonomics er einkar góður leiðarvísir þar um. Ekki bara fyrir okkur sem stjórnend­ ur heldur einnig til að meta viðbrögð starfsmanna okkar í mikilvægum verkefnum. Með því að við sjálf lærum að hafa stjórn á „egóinu“ og styðjum fólkið okkar til hins sama náum við fram hámarksvirkni hópsins og þar með mesta mögulega árangri. fjögur viðvörunarmerki þess að „egóið“ flækist fyrir okkur: Óeðlilegur samanburður. samanburður upp að vissu marki er nauðsynlegur en þegar hann fer út í öfgar skiptir það eitt máli að gera betur en næsti maður, óháð ábatanum eða raunverulegum árangri sem það færir. sífelld vörn. Það er ekkert að því að verja góðar hugmyndir eða árangursríkar leiðir sem við sjáum og þurfum að berjast fyrir. Þegar við hins vegar hættum að verja hugmyndir og förum „í vörn“ verður það eina sem skiptir máli að sanna mál okkar og afsanna annarra óháð áhrifum þess á verkefnið á borðinu. Þörf fyrir að sýna eigin snilli. Þegar við hættum að deila hugmyndum og þörfin fyrir að sýna snilli verður yfirsterkari er meiri hætta á að hugmyndir okkar fái ekki hljómgrunn, sama hve snjallar þær eru. snilli okkar snýst því upp í andhverfu sína og hefur minni áhrif en annars. Mikil þörf fyrir viðurkenningu. ef okkur þyrstir um of í viðurkenningu erum við líklegri til að gera og segja það sem þarf til að við fáum viðurkenninguna. Það er ekki endilega það sem skilar mestum árangri. Orkuver okkar Hvert okkar býr yfir því sem höfundar kalla „orkuver“ sem endurspeglar meðal annars hver við erum. Orðið „ego“ þýðir „ég“ – í það minnsta það „ég“ sem ég er meðvituð/aður um. Ef okkur finnst sjálf okkar verða fyrir árás eykst ákefð viðbragðs okkar til að verja hver við erum. Ef litið er á myndina hér að neðan má segja að ákefð viðbragða okkar aukist eftir því sem innar dregur, því nær okkur sem „árásin“ er því harðari verða viðbrögðin ef egóið tekur völdin: Hugmyndir Framkvæmd: Athugasemdir við að ferðir eða hvernig við hrindum áætlunum okkar í fram- kvæmd. Áætlanir: Ráðist á hvað okkur finnst við eiga að gera – áætlanir okkar byggðar á þeim skoðunum sem við höfum. Skoðanir: Skorað er á skoðanir okkar, hvað okkur finnst rétt og rangt. Skoðanir okkar byggjast á grein ingu á upplýsingum við ákveðnar aðstæður. Sú greining leiðir til ályktana sem geta verið ólíkar ályktunum annarra og skapað þannig ágreining. Sjálfið Gildi: Ráðist gegn gildum sem eru okkur mikil­ væg svo sem sanngirni, virðingu, heilindum, hreinskilni, trúmennsku og trausti. Einkenni: Gerðar eru athugasemdir við hver við erum – persónu­ og faglega. Athugasemdirnar geta verið byggðar á mistúlkunum til hreinna og beinna fordóma. „Kostnaðurinn getur verið gríðarlegur og til mikils að vinna með því að hafa stjórn á sjálfinu svo það snúist ekki upp í and ­ hverfu sína.“ bækur

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.