Frjáls verslun - 01.10.2011, Side 89
FRJÁLS VERSLUN 10. TBL. 2011 89
Á
rið 2006 birtist í
tíma ritinu Scientific
Amer ican Mind (Vol.
17, No. 3) greinin
„Burned out“ eftir
Þjóð verjann Ulrich Kraft, undir
yfir skriftinni „The Science of
Burn out – Why it happens and
how to stop it“. Greinin er áhuga
verð fyrir margar sakir. Sögð er
saga fólks sem hefur upp lifað
kulnun í starfi og lýst er á áhrifa
ríkan hátt bæði aðdraganda og
afleiðingum kulnunar. Jafn framt
er sagt frá því hvernig bregð
ast megi við og koma í veg fyrir
kulnun.
En hvers vegna á greinin erindi
við íslenska stjórnendur? Kulnun
í starfi er afleiðing langvarandi
streitu og álags. Rekstrarumhverf
ið á Íslandi er krefjandi og þar
skipt ast á skin og skúrir. Upp
sveiflan einkennist jafnan af mikilli
spennu þar sem öllu er tjald að til.
Vertíðarástand ríkir þegar menn
keppast við að nýta þau tækifæri
sem skapast. Í niður sveiflu
þyngist róðurinn vegna aukins
kostnaðar og minni veltu, starfs
fólki fækkar vegna niðurskurðar
og samkeppni um störfin
eykst. Það er því gömul saga
og ný að streita og álag fylgi
stjórnendum og starfsmönn um
íslenskra fyrirtækja. Stjórnendur
þurfa að hafa vakandi auga fyrir
einkennum sem eru undanfari
kulnunar. Ef ekki er að gætt er
hætta á að við missum stjórn á
aðstæðum og streita og lang
var andi álag hafi alvarlegar
afl eið ingar, ekki aðeins varðandi
ár angur heldur einnig fyrir heilsu
okkar og framtíð.
vítahringur kulnunar
Bakbeinið í grein Krafts er lýs
ing á tólf stigum eða einkenn
um kulnunar sem þýskætt
aði sálgreinirinn Herbert J.
Freud enberger í samstarfi við
Gail North tók saman. Freuden
berger (19261999), sem starfaði í
Banda ríkjunum, er þekktastur fyrir
það að hafa fyrstur veitt kulnun í
starfi sérstaka athygli og fjallað
um hana af alvöru sem áhættu
þátt varðandi heilsufar, líðan og
árangur stjórnenda og starfsfólks.
Þetta gerðist á árunum eftir 1970
og árið 1980 gaf hann út bókina
„Dealing with Burnout“.
Einkenni kulnunar birtast á
löngum tíma áður en eiginleg
kulnun á sér stað. Freuden
berger og North greindu 12 stig
í þessu ferli. Þótt þessu sé stillt
upp sem þróunarferli er tekið
fram að kulnun þróist ekki endi
lega stig af stigi, margir sleppi
ákveðnum stigum og sumir geti
upplifað sig á mörgum stigum
samtímis. Jafnframt er breytilegt
hversu lengi hver og einn dvelur
á hverju stigi. Það liggur þó fyrir
að ef ekkert er að gert til að
stöðva þróunina og fyrirbyggja
kulnun birtast kulnunareinkennin
fyrr en varir. Stigin eru þessi:
Ert þú í draumastarfinu sem felur í sér spenn andi og krefjandi verkefni á hverjum
degi? Áttu jafnframt fullt í fangi með að halda jafnvægi milli vinnu og einkalífs?
Ertu stundum alveg að bugast?
TexTi: siGrún ÞorleifsdÓTTir mynd: Geir Ólafsson
„Sá sem vinn ur
12 tíma á dag, alla
daga, en finnur sér
leiðir til hvíldar og
slökunar er ólíklegur
til að upplifa
kuln un.“
kulnunar
vÍtaHringur
ÚTBRUNNiNN!
allt um tólf Stiga ferlið
Sigrún Þorleifsdóttir.
stjórn enda þjálfari hjá vendum.