Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2011, Síða 36

Frjáls verslun - 01.08.2011, Síða 36
36 FRJÁLS VERSLUN 8.- 9. TBL. 2011 bækur Spegill, spegill herm þú mér … „Framúrskarandi forysta snýst ekki um að hafa svörin á reiðum höndum – miklu fremur snýst hún um að hafa hugrekki til að spyrja erfiðra spurninga.“ – Robert S. Kaplan Bókin What To Ask the Person In the Mirror: F ramúrskarandi forysta snýst ekki um að hafa svörin á reiðum hönd­ um – miklu fremur snýst hún um að hafa hugrekki­til­að­spyrja­erfiðra­ spurninga.“ Á þessum orðum hefur­Robert­S.­Kaplan­bókina­ What­To­Ask­the­Person­In­the­ Mirror og gefur um leið tóninn fyrir bókina og inntak hennar. Bókinni­er­ekki­ætlað­að­svara­ spurningum heldur fyrst og síð ast að varpa fram krefjandi spurningum sem leiðtogar leyfa sér ekki, þora ekki og/eða hafa ekki tíma til að spyrja sig og starfsmenn sína. Þær kröfur, sem gerðar eru til stjórnenda fyrirtækja núna, eru meiri en áður. Oft á tíðum er gerð sú krafa að stjórnend­ ur nái meiri árangri í dag en í­gær­jafnvel­þótt­þeir­hafi­úr­ færri auðlindum að moða. Óhjákvæmilega kallar slíkt á aukið álag, stjórnandinn vinnur fleiri­vinnustundir­og­hamast­við­ að halda hlutunum gangandi. Það gerir það að verkum að hann hefur ekki, eða gefur sér ekki, tíma til að staldra við, líta­yfir­sviðið­og­spyrja­sig­og­ starfs menn sína krefjandi spurn­ inga um reksturinn. Slík þróun kann ekki góðri lukku að stýra og getur orðið til þess­að­fyrirtæki­fljóti­sofandi­ að­feigðarósi.­Í­bókinni­What­To­ Ask the Person In the Mirror sér höfundurinn­Robert­S.­Kaplan­ stjórnendum fyrir hagnýtum verkfærum í formi krefjandi spurn inga sem hjálpa þeim að spyrna við fótum og taka á ný stjórn í sínum rekstri. Einfalt og á mannamáli Kostur bókarinnar er fyrst og síðast hversu einföld og að­ gengileg hún er. Hún er ekki flókin­hugmyndafræðilega­séð.­ Hún er ekki ítarleg greining á­viðskiptaumhverfinu.­Í­raun­ ekki það sem búast má við frá virtum prófessor við Harvard­ háskóla. Þvert á móti er bókin sérlega einföld og aðgengileg. Hún er uppfull af krefjandi spurningum sem knýja stjórn­ andann til að taka eitt skref aftur á bak og skoða stóru mynd­ ina. Hún leiðir stjórnandann í gegnum einfalt ferli sem hjálpar honum og starfsfólki hans að ná enn meiri árangri. Gríptu til aðgerða – og fáðu fólkið þitt til að gera slíkt hið sama Í­lok­hvers­kafla­er­stutt­og­ hnit­miðuð­samantekt­yfir­efni­ kafl­ans­og­listi­yfir­aðgerðir­sem­ höfundur stingur upp á. Að gerð­ irnar eru einfaldar og fela oftar en­ekki­í­sér­að­draga­þarf­fleiri­ aðila að borðinu. Það, sem er sérstaklega athyglisvert, er að­síðasta­skrefið­er­gjarnan­ útfærsla af setningunni: „Hvettu undirmenn þína til að gera slíkt hið sama.“ Höfundur er því að hvetja stjórnandann til að rækja skyldu sína sem leiðtogi við að efla­starfsfólk­sitt­og­hvetja­það­ til að spyrja krefjandi spurninga. Slíkt getur aldrei leitt til annars en aukins árangurs. Nálin í heystakknum Á hverjum einasta degi kemur út fjöldi stjórnunar­ og leiðtoga­ bóka sem ætlað er að hjálpa stjórnendum að ná enn meiri árangri.­Það­að­finna­ómissandi­ bók­í­þessu­bókahafi­er­eins­og­ að­finna­nál­í­heystakki.­Fyrir­ þá leiðtoga, sem eru að leita að bókinni sem enginn, sem vill ná meiri árangri, má láta framhjá sér fara, þarf ekki að leita lengra. Þessi bók er nálin í heystakknum, bókin sem stjórn­ endur, reyndir sem óreyndir, verða að lesa. Hún opnar augu stjórnandans, setur hluti í áður óþekkt samhengi og þeir stjórn­ endur sem tileinka sér þær aðferðir sem höfundur setur fram í bókinni munu án nokkurs vafa ná auknum árangri. Unnur Valborg Hilmarsdóttir Bókin What To ask the Person in the mirror. „Þessi bók er nálin í heystakknum, bókin sem stjórnendur, reyndir sem óreyndir, verða að lesa.“ 1. Sýn og forgangsverkefni. Markaðu skýra sýn og þau forgangsatriði sem þarf að vinna til að ná henni. Gakktu úr skugga um að ALLIR starfsmenn viti hver sýnin og forgangsatriðin eru. 2. tímastjórnun. Með skýrri sýn og forgangsverkefnum er auðveldara að einbeita sér að því sem mestu máli skiptir og þannig stýra tíma sínum betur. 3. veita og taka við endurgjöf. Endurgjöf og stöðug markþjálfun starfsmanna og stjórnenda er nauðsynleg til að tryggja framúrskarandi árangur. 4. Eftirmannaáætlanir og valddreifing. Til að tryggja viðgang fyrirtækisins þarf stöðugt að huga að mannauðnum og kortleggja í hvaða störf fólk getur þróast. Stjórnandinn þarf einnig að dreifa verkefnum með markvissum hætti svo hann geti einbeitt sér að aðalatriðunum. 5. Mat og samhljómur. Nauðsynlegt er að meta reglulega hvort enn sé samhljómur milli þarfa fyrirtækisins og núverandi uppbyggingar. Erum við að vinna hlutina á besta mögulega máta eða vinnum við hlutina „eins og þeir hafa alltaf verið unnir“? 6. leiðtoginn sem fyrirmynd. Hvað þú gerir er áhrifameira en orð þín. Segir þú eitt og gerir annað? Það sem meira er; gerir fólkið þitt það? 7. náðu þeim árangri sem efni standa til. Ekki er hægt að ná hámarksárangri nema með því að þekkja styrkleika sína, veikleika og ástríður. Í bókinni setur höfundur fram sjö meginsvið sem stjórnendur ættu að ein beita sér að og reglulega spyrja sig krefjandi spurninga um. Hverju þeirra fylgja krefjandi spurningar sem fá stjórnandann til að horfast í augu við raun veruleikann og átta sig á hvar úrbóta er þörf. Sviðin byggjast hvert á öðru. Þau eru: Sviðin Sjö Hver er Robert S. Kaplan? Dr. Robert S. Kaplan er Baker Foundation-prófessor við Harvard Business School í Bandaríkjunum. Hann er einn hugmyndasmiða hinnar útbreiddu Balanced Scorecard-hugmyndafræði (ísl. stefnumiðað árangursmat) sem víða er notuð til að meta árangur og frammistöðu með tilliti til stefnu og langtímamarkmiða fyrirtækja. Hann hefur í félagi við samstarfsmann sinn Dr. David Norton skrifað bækur um Balanced Scorecard og sjálfur hefur hann skrifað fjölda greina, fræðirita og bóka um vítt svið stjórnunar. Hann er án efa einn fremsti hugsuður á sviði stjórnunarvísinda í dag. Nýjasta bók hans er What to ask the person in the mirror og hefur hún fengið afbragðsgóða dóma sem leiðarvísir fyrir leiðtoga sem vilja með einföldum hætti auka árangur sinn og fyrirtækja sinna.Róbert S. Kaplan
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.