Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2010, Blaðsíða 9

Frjáls verslun - 01.01.2010, Blaðsíða 9
F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 1 0 9 Alþjóðlegt umhverfi Að sögn Elínar Árnadóttur er mikilvægur hluti af starfsemi sviðsins að leiðbeina erlendum fyrirtækjum sem vinna hér á landi eða eru að koma sér fyrir. Einnig leiðbeinir PwC íslenskum fyrirtækjum með starfsemi í öðrum löndum. „Í þessum málum njótum við góðs af því að vera í stóru alþjóðlegu neti. Við sækjum reglulega námskeið, ráð- stefnur og fundi um alþjóðleg skattamál á vegum PwC erlendis og erlendir sérfræð- ingar PwC koma og vinna með okkur. Það er mjög gott og í raun lykilatriði þegar unnið er í alþjóðlegu umhverfi að hafa aðgang að þessu stóra heimsneti og þar með erum við jafnvíg hvar sem er í heiminum.“ Þekking og reynsla Eins og fram kemur að ofan er starfsemi skatta- og lögfræðisviðs PwC mjög víðtæk enda er í mörg horn að líta þegar kemur að reglum og lögum um skatta. Boðið er upp á faglega ráðgjöf á þessu sviði, sem og ráðgjöf tengda félagarétti og almennri ráð- gjöf er varðar allt frá starfsmannamálum til fullnustu- og skuldaskilaréttar. Sérfræðingar sviðsins veita einnig ráðgjöf varðandi end- urskipulagningu fyrirtækja í formi úttekta sem og innleiðinga í smærri eða stærri verk- efni og hafa notið mikils trausts í flóknum verkefnum sem upp hafa komið. Nýmæli Ýmsar breytingar eru í farvatninu á skatta- og lög- fræðisviði í takt við breytta tíma. Síðastliðið ár varð veruleg aukning í almennri lögfræðilegri ráðgjöf. Hagur fyrirtækja og ein- staklinga hefur breyst mikið á síðustu misserum. Vax- andi þörf er á að semja við lánafyrirtæki. Sumir samningar sem gerðir eru í nútíma við- skiptum eru oft það flóknir og margslungnir að erfitt er að segja fyrir um afleiðingar þeirra. Hefur því verið full og aukin þörf á góðri sérfræðikunnáttu við gerð slíkra samninga, sem ekki er hægt að ætlast til að einstaklingar og fyrirtæki hafi yfir að ráða. Eftir efnahagshrunið var verkefnið Bjargráður sett á laggirnar. Þar er um að ræða ráðgjöf varðandi fullnustu og skuldaskila- rétt bæði til einstaklinga og fyrirtækja. Í kjölfar þessarar þróunar kom fram sú hugmynd að víkka frekar út lögfræðiþjón- ustuna. Aukin áhersla er því á ráðgjöf í tengslum við nauðasamninga, greiðslustöðvanir og gjald- þrot því alltaf er hætta á að verðmæti fari for- görðum við slíkar aðgerðir. Jafnframt er hætta á að menn geti orðið skaðabótaskyldir eða sætt refsiábyrgð ef ekki er rétt að málum staðið. Starfsmenn hjá Skatta- og lögfræðisviði PwC hafa mikla reynslu og yfirgripsmikla þekkingu á sviði skatta- og félagaréttar og veita viðskiptavinum aðstoð og ráðgjöf varðandi lögfræðileg álitaefni sem skapast innanlands sem og erlendis. Skógarhlíð 12 • 105 Reykjavík Sími 550 5300 • Fax 550 5302 • www.pwc.com/is vi nn us to fa n. is / 01 10 Skattar 2009-2010 Upplýsingar um skattamál einstaklinga og fyrirtækja Skógarhlíð 12 · 105 Reykjavík · Sími 550 5300 · Fax 550 5302 · www.pwc.com/is Skattabæklingur PwC 2009- 2010 fylgir Frjálsri verslun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.