Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2010, Blaðsíða 73

Frjáls verslun - 01.01.2010, Blaðsíða 73
F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 1 0 73 Fundir og ráðsteFnur okkur sambönd og þegar umræðan fór af stað um veisluþjónustu okkar var ekki að spyrja að því að fljótt varð mikil aukning í þessari starfsemi. Það hefur aldrei verið meira að gera hjá okkur á þessu sviði heldur en nú. Mest eru þetta fyrirtæki og stofnanir sem panta en einstaklingar panta einnig fyrir ýmsar veislur og uppákomur. Við þjónum ekki mjög stórum samkomum en öllum venjulegum fundum, stjórnarfundum, litlum ráðstefnum og uppákomum í fyrirtækjum þar sem fjöldinn er þetta frá tíu upp í tuttugu manns. En þegar svo ber undir getum við boðið veislur fyrir stærri mannfagnaði.“ Jómfrúin er dagstaður og er opinn frá kl. 11–18. Undantekning er desember en þá er opið til 22 mörg kvöld: „Sá mánuður er gífurlega stór hjá okkur. Mikið er um fjölskyldur og vinahópa sem koma í desember og hef ég heyrt fleiri en einn segja að jólastemningin sé ekki almennilega komin fyrr en búið er að fara út að borða á Jómfrúnni.” Engin ástæða til að breyta því sem virkar Að sögn Jakobs hefur það alltaf verið mottó staðarins að þegar byrjað er á einhverju sem vel tekst til með þá er að halda því áfram. Þannig er það með sumardjassinn: „Þó að alls ekki sé um mikla tekjulind að ræða höldum við honum áfram enda þótti okkur takast vel til í upphafi og djassinn auglýsir staðinn. Í dag er sumardjassinn okkar fastur liður í bæjarlífinu á sumrin.“ Útlitslega séð hefur Jómfrúin verið eins í fjórtán ár og Jakob er ekkert að fara að breyta honum. „Þegar eitthvað virkar er engin ástæða til að breyta. Við vorum mjög ánægðir með hvernig til tókst í upphafi og það á einnig við um gesti okkar, framundan er að halda áfram á sömu braut, Við getum alveg hugsað okkur að auka enn meira við veisluþjónustuna en það kemur í ljós hvað verður. Ég lít björtum augum til fram- tíðarinnar þótt á móti blási nú um stundir í þjóðfélaginu. Enn eru til fyrirtæki sem eru að stunda viðskipti og sýna árangur og við erum til staðar fyrir þau, sem og ein- staklinga. Slagorð okkar er: Smurbrauð frá Jómfrúnni á fundarborðið og árangur næst. Glæsilegar veitingar, fallega á borð bornar, geta gert gæfumuninn í samninga- gerð.“ „Slagorð okkar er: Smurbrauð frá Jómfrúnni á fundarborðið og árangur næst. Glæsilegar veitingar fallega á borð bornar geta gert gæfumuninn í samningagerð.“ Jómfrúin er vinsæll hádegisverðarstaður og er yfirleitt setið við öll borð og málefni dagsins krufin til mergjar yfir góðum veitingum. Á þeim fjórtán árum sem Jómfrúin hefur starfað hefur Jakobi ekki fundist ástæða til að breyta enda strax ánægður með hvernig tókst til í upphafi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.