Frjáls verslun - 01.01.2010, Blaðsíða 26
26 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 1 0
Forsíðu grein
Hvað eiga
vÍkingarnir núna?
Útrásarvíkingarnir og viðskiptablokkir þeirra sem fóru mikinn í útrásinni eru
ekki dauðar úr öllum æðum. Hvaða fyrirtæki eiga þær ennþá?
tExtI: JÓN G. HAUKSSoN
Bræðurnir í Bakkavör
Bræðurnir í Bakkavör eiga fyrst og fremst
Bakkavör Group. Þeir byggðu viðskiptaveldi
sitt í kringum eignarhaldsfélagið Exista.
Félag þeirra, Bakkabræður Holding, átti 45%
í Exista – en Exista átti hluti í Kaupþingi,
Sampo, Bakkavör, Storebrand, SPrON, Skipti
(Símanum). VÍS, Lýsing og Lífís sameinuðust
Exista á sínum tíma. Nýleg húsleit hjá Exista
gekk m.a. út á að rannsaka hlutafjáraukningu
hjá Exista í október 2008, skömmu eftir hrun.
Félag bræðranna tók hana og vafi leikur á þeim
verðmætum sem þeir greiddu fyrir. Með þessu
fór hlutur þeirra í Exista úr 45% í 78%. Svo kom
stóri gjörningurinn. Í september í fyrra, 2009,
seldu þeir hlut Exista í Bakkavör Group til félags
í eigu þeirra sjálfra. Vegna þessa gjörnings er
Bakkavör Group að stærstum hluta í eigu þeirra
núna.
Bónusfjölskyldan
Frægasta viðskiptablokkin. Hún stýrir Högum, rekur
fjárfestingarfélagið Gaum og er aðaleigandi 365
fjölmiðlaveldisins. Hagar eru með stærstu fyrirtækjum
landsins, veltan var 61 milljarður árið 2008 og starfs-
menn eru 1.500 talsins. Hagar reka Bónus, Hagkaup,
10-11, debenhams, Útilíf og fleiri verslanir. Hagar
verða skráðir í Kauphöllina og þangað til er félagið í
eigu Arion banka. Bónusfjölskyldan var kjölfestufjár-
festir í Glitni, FL Group, Landic Group og Baugi Group.
Þau hafa öll farið í þrot.