Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2010, Blaðsíða 33

Frjáls verslun - 01.01.2010, Blaðsíða 33
F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 1 0 33 Bankarnir: Hvers vegna eru ekki samræmdar reglur? Óánægja fólks í viðskiptalífinu með að ekki séu samræmdar reglur um afskriftir lána hjá bönkunum er að stigmagnast. Hvers vegna eru ekki samræmdar reglur hjá bönkunum? Eftir hrunið finnst fólki að það eigi ekki að skipta máli hvaða banka það eigi viðskipti við þegar kemur að afskriftum. Þá hefur líka borið á óánægju forráðamanna fyrirtækja hvað varðar mismunun þegar kemur að aðgangshörku fyrirtækja. Margar sögur ganga um skuldug fyrirtæki, sem sögð eru hafa meiri framlegð en önnur í sama banka, og skulda jafnvel minna en þau, fái samt harðari meðferð af hálfu bankans. Þá heyrast sögur um að mismunandi aðferðum sé beitt innan banka eftir því hvort viðkomandi fyrirtæki sé inni á lánasviði eða fyrirtækjasviði, svo dæmi sé tekið. Loks ber á orðrómi um miklar afskriftir á skuldum illa staddra einstaklinga á meðan aðrir, sem skulda frekar lítið og eru skilvísir, fá engar afskriftir og finna fyrir harðara viðmóti í sinn garð en áður. Sögurnar eru margar en fæstir vita hvort þær eigi við rök að styðjast. Ástæðan; Pukur og leynd um aðgerðir bankanna umfram það sem þeir auglýsa að þeir geri gagnvart skuldugum fyrirtækjum og einstaklingum. En hvers vegna eru ekki samræmdar reglur í bönkunum þegar ríkið rétti alla bankana við eftir hrun og tryggði innstæður í þeim öllum? Þegar fólk situr ekki við sama borð skapast óréttlæti og óréttlæti leiðir til reiði. er búið að afskrifa lán bankamanna? Miklar sögur gengu um það í aðdraganda hrunsins að starfsmenn banka og sparisjóða hefðu fengið lán hjá vinnuveitendum sínum til að kaupa hlutabréf í viðkom- andi banka eða sparisjóði. Oftar en ekki voru það bank- arnir og sparisjóðirnir sjálfir sem áttu frumkvæði að því að starfsmenn keyptu hlutabréf eða stofnfjárbréf. Það pirrar marga, sem eru að ræða við starfsmenn banka og sparisjóða og finnst lítið að gerast í sínum málum og harkan vera mikil, að vita ekki hvort bank- arnir og sparisjóðirnir séu búnir að afskrifa öll lán vegna hlutabréfakaupa til bankamannanna sjálfra. Eru bankar og sparisjóðir búnir að afskrifa lán til starfsfólks vegna hlutabréfakaupa í viðkomandi banka og sparisjóði? Litlar upplýsingar búa til vangaveltur og reiðin magnast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.