Frjáls verslun - 01.01.2010, Blaðsíða 60
60 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 1 0
Mestur varð hluti Eskju í félaginu tæplega 47,5%. Af ýmsum
ástæðum hugnaðist heimamönnum þó ekki samstarfið og í júlí
2003 keypti óstofnað hlutafélag í jafnri eigu Tanga, Vopnafjarð-
arhrepps og Bíla og véla hf. á Vopnafirði rúmlega 12% hlut í Tanga
af Eskju.
Einnig var kveðið á um valrétt á kaupum á 24,4% hlut til
viðbótar. Ennfremur var samið um að Eskja keypti um þriðjung
loðnukvóta Tanga og greiddi með peningum eða með þeim 10,9%
eignarhlut Eskju sem eftir stóð. Tangi komst þar með í eigu heima-
manna.
,,Hagur HB Granda af samrunanum fólst fyrst og fremst í
eflingu uppsjávarsviðs félagsins, en ásamt aðstöðu til vinnslu þá
var mjög reynslumikið og hæft fólk í vinnslu uppsjávarfisks hjá
Tanga,“ segir Vilhjálmur Vilhjálmsson, deildarstjóri uppsjávarsviðs
HB Granda. Vilhjálmur var áður framkvæmdastjóri Tanga.
Eftir sameininguna lá fyrir að veiði- og vinnslugeta hins samein-
aða fyrirtækis var of mikil miðað við aðstæður í uppsjávarveiðum.
Auk þess var félagið með fjórar fiskmjölsverksmiðjur. Frá samrun-
anum hafa þrjú uppsjávarskipanna verið seld og eitt skip verið
keypt í staðinn. Við samruna félaganna var einnig tekin sú stefna
að sérhæfa vinnslustöðvarnar. Á Akranesi yrði unninn þorskur, í
Reykjavík ufsi og karfi en uppsjávarfiskur á Vopnafirði.
Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri HB Granda.
Forráðamenn HB Granda á Vopnafirði um miðjan desember þegar þeir
kynntu sveitarstjórnarmönnum á Vopnafirði starfsemina og framtíð-
arsýn félagsins á sviði uppsjávarvinnslu fyrir austan.