Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2010, Blaðsíða 105

Frjáls verslun - 01.01.2010, Blaðsíða 105
Fólk F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 1 0 105 Ístarfi mínu ber ég ábyrgð á markaðs- og kynningarmálum Sjóvár. Í markaðs-deildinni berum við ábyrgð á þróun og framkvæmd markaðs- og auglýsingastefnu Sjóvár og störfum þétt með söluteymi fé- lagsins. Í markaðsdeildinni er einnig vefteymi sem vinnur að þróun ytri og innri veflausna, með sérstaka áherslu á þróun á þjónustu við viðskiptavini og starfsmenn félagsins. Ég hóf störf hjá Sjóvá 1998 og hef verið svo heppinn að fá að þróast í starfi hjá fyrirtækinu. Fyrsta starfið var í tjónaskoðunarstöð þar sem ég seldi tjónabíla og þaðan yfir í tjónadeild þar sem ég var rannsókna- og forvarnafulltrúi. Síðan lá leiðin í verkefnastjórnun og ég starfaði einnig á fyrirtækjasviði. Ég tók svo við stöðu kynningarstjóra 2007 og verð markaðsstjóri í janúar 2008. Það hefur verið mikill kraftur og at í kringum markaðs- og kynningarstarf Sjóvá síðustu mánuði og misseri. Þessa dagana tekur verkefni tengt vildarþjónustu Sjóvá mestan tíma en árið í ár er sextánda árið sem við endurgreiðum tjónlausum viðskiptavinum hluta af iðgjöldum sínum. Greiðslan er kölluð Stofnendagreiðsla og henni fylgir alltaf mikil sölu- og markaðsherferð. Upphaf hvers árs er því alltaf mjög skemmtilegur og spennandi tími fyrir okkur í markaðsdeildinni en ekki síður í öðrum deildum félagsins.“ Sigurjón ólst upp í Vestmannaeyjum, stundaði sjómennsku og fór í Menntaskólann að Laugarvatni. „Svo fór ég að vinna í bakaríinu hjá pabba og lærði bakarariðnina í Iðnskólanum og varð með því fimmti ættliðurinn í fjölskyldunni sem lagði fyrir sig baksturinn. Að námi loknu vann ég hjá föður mínum í Magnúsarbakaríi í Vestmannaeyjum. Síðan lá leiðin til Danmerkur þar sem ég hóf nám í konditor. Á meðan dvölinni ytra stóð áttum við hjónin von á okkar fyrsta barni og langaði að koma heim. Dvölin ytra varð því styttri en áætlað var. Þegar heim var komið ákvað ég að skipta um gír og réð mig hjá Sjóvá. Frá því ég hóf störf hjá fyrirtækinu hef ég verið duglegur að sækja mér meiri menntun, tók m.a. diploma í mannauðsstjórnun frá HÍ og alþjóðlegt próf í verkefnastjórnun, Six Sigma (Black Belt) og í vor klára ég MBA nám frá HR.“ Eiginkona Sigurjóns, Margrét Sara Guðjónsdóttir, er einnig frá Vestmannaeyjum og eiga þau tvær dætur. Stærsta áhugamál Sigurjóns fyrir utan fjölskylduna er ljós- myndun og allt sem tengist ljósmyndun, áhugamál sem hann stundar af miklum metnaði. „Ljósmyndaáhuginn og áhugi á að ferðast um landið með fjölskyldunni tengist mjög vel. Ég á geysimikið safn ljósmynda og myndbanda af fjölskyldu og vinum. Ég hef mikinn metnað fyrir aðgengi, skipulagi og öryggi á þessu safni enda mikil verðmæti þarna sem ég hef verið duglegur að varðveita og sinna. Ég hef einnig verið með námskeið í ljósmyndun fyrir starfsmenn Sjóvá. Fjölskyldan tekur þátt í þessu áhugamáli mínu og hefur jafngaman af að ferðast um landið og ég. Við hjónin erum alltaf búin að gera plan fyrir hvert sumar og tökum fyrir ákveðna landshluta og einbeitum okkur að því að kynnast sögu og náttúru á hverjum stað. Einnig erum við með sumarbústað í Gríms- nesinu sem langafi minn og nafni byggði og förum þangað eins oft og kostur er. Þess má svo geta að ég er meðlimur í Fyrirmyndarbílstjórafélaginu sem er vinahópur frá Vestmannaeyjum. Við höfum verið vinir frá því við vorum litlir peyjar, förum reglulega í skemmti- og fjölskylduferðir enda höfum við mjög gaman af að skemmta sjálfum okkur og öðrum.” markaðsstjóri Sjóvár SIGURJÓN ANDRÉSSON Sigurjón Andrésson. „Við hjónin erum alltaf búin að gera plan fyrir hvert sumar og tökum fyrir ákveðna landshluta og einbeitum okkur að því að kynnast sögu og náttúru á hverjum stað.“ Nafn: Sigurjón Andrésson. Fæðingarstaður: Akureyri, 10. desember 1970. Foreldrar: Hrafnhildur Ástþórsdóttir og Andrés Sigmundsson Maki: Margrét Sara Guðjónsdóttir. Börn: Hrafnhildur Svala, 12 ára og Hekla Sif, 9 ára Menntun: Iðnmenntun, (Bakari), diploma í mannuðsstjórnun, Verkefnastjórnun Six Sigma (Black Belt), stundar MBA nám við Háskólann í Reykjavík, útskrift vor 2010.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.