Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2010, Blaðsíða 45

Frjáls verslun - 01.01.2010, Blaðsíða 45
F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 1 0 45 n æ r m y n d Ó lafur Ragnar Grímsson er utanflokka en rammpólitískur nú eins og alltaf. Og hann er fyrsti forsetinn sem verður verulega umdeildur. Vinsældakannanir voru honum óhagstæðar allra síðustu ár og alveg þar til í janúar á þessu ári. Að þessu leyti skar hann sig mjög úr meðal fyrri forseta landsins og meðal þjóðhöfðingja í ríkjum með líku stjórnskipulagi – það er með þingbundnum ríkisstjórnum. Þetta eru þjóðhöfðingjar, sem eru hafnir yfir dægurþras, hvort sem þeir eru kjörnir eða hafa erft embættið. Íslensku þjóðinni virtist ekki líka við þjóðhöfðingja sinn. Svokallaðir bloggarar skrifuðu ýmislegt miður fallegt um Ólaf Ragnar Grímsson og fæst af því er hafandi eftir á prenti. Hann var kallaður ýmsum ljótum nöfnum og háðið náði hámarki og vinsæld- irnar lágmarki í áramótaskaupi sjónvarps á gamlárskvöld 2009. Nú er hins vegar ekki óalgengt að 60-70 prósent aðspurðra í könnunum lýsi ánægju með forsetann en 30 prósent óánægju. Þessu var öfugt farið áður en Ólafur Ragnar synjaði Icesave-lögunum alræmdu undirskriftar 5. janúar. Hann sneri við blaðinu með einu pennastriki. ný valdastofnun Og þetta er staðan heima. Á það er einnig bent að einmitt í upphafi þessa árs hefur forsetinn birst í erlendum fjölmiðlum sem hinn raunverulegi valdamaður, leiðtogi og málsvari fólks á hinni hrjáðu Sögueyju í norðri. „Enginn forseti Íslands hefur fyrr komið fram með þessum hætti og orðið miðdepill athygli erlendis sem stjórnmálaleiðtogi á Íslandi,“ segir Óli Björn Kárason viðskiptablaðamaður og rithöfundur, um nýja stöðu forsetans. Hann minnir á að þótt Vigdís Finnbogadóttir hafi hlotið mikla athygli erlendis þá var það á allt öðrum forsendum. „Hún var vinsæl og eftirsótt af fjölmiðlum þar sem hún kom vegna persónu sinnar en ekki sem stjórnmálamaður,“ segir Óli Björn. „Hún hélt sig fjarri stjórnmálum og talaði um menningu, tungu og sögu.“ valdið og þingið Þetta er sem sagt ný staða. En er hún viðunandi til lengdar? Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrum utanríkisráðherra, telur svo ekki vera. Hann er gamall samherji og vinur Ólafs Ragnars og segir að það sé núverandi stjórnmálaforystu að kenna að ekki er búið að taka af öll tvímæli um hvar valdið liggur. „Ólafur Ragnar hefur endurtúlkað stjórnarskrána og hrakið kenn- ingu júrista íhaldsins um að völd forseta séu aðeins formleg og ekki virk,“ segir Jón Baldvin. „Það átti að vera fyrir löngu búið að end- urskoða stjórnarskrána og síðasta tilefni til þess var eftir að forsetinn hafnaði fjölmiðlalögunum 2004. Þá tók Ólafur Ragnar sér pólitísk Jón Baldvin Hannibalsson. Ögmundur Jónasson. Óli Björn Kárason. viðmæleNduR: Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, á blaðamannafundi á Bessastöðum 5. janúar þar sem hann tilkynnti að hann synjaði Icesave lögunum staðfestingar og vísaði málinu þar með í þjóðaratkvæði, eins og stjórnarskráin gerir ráð fyrir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.