Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2010, Blaðsíða 88

Frjáls verslun - 01.01.2010, Blaðsíða 88
88 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 1 0 Loftbrú á milli Evrópu og Bandaríkjanna Iceland Express hefur verið að kynna nýjar og spennandi áætlunar- leiðir næsta sumar. Að sögn Matthíasar Imsland, forstjóra Iceland Express, munu áfangastaðir flugfélagsins næsta sumar verða 25 talsins: „Þar er fyrst að nefna New York og Winnipeg meðal helstu nýmæla og svo Evr- ópuborgirnar Lúxemborg, Mílanó, Birmingham, Ósló, Rotterdam og Gdansk í Póllandi. Við veljum nýja áfangastaði eftir ítarlegar skoðanir, þar sem óskir farþega okkar ráða miklu. Við lítum raunar á New York sem fyrsta áfangastað okkar í Bandaríkjunum svo þetta er aðeins byrjunin hjá okkur. Við erum að feta í fótspor Loftleiða sem á sinni tíð byggðu loftbrú á milli Evrópu og Bandaríkjanna.“ Bjartsýn á stóru markaðina „Iceland Express ætlar að hefja áætlunarflug til New York og Winni- peg í Kanada næsta sumar. Bókanir á báða þessa staði hafa farið afar vel af stað, svo ekki sé meira sagt. New York er náttúrlega engu lík og það er gamall draumur hjá okkur að hefja flug þangað. Varðandi Winnipeg, þá er Iceland Express eina flugfélagið sem verður með beint flug þaðan til og frá Evrópu. Hvort tveggja eru þetta stórir markaðir, svo við erum afar bjartsýn.“ Mikil stemning á árshátíðarferðum erlendis „Við höfum mikið skipulagt árshátíðir erlendis í gegnum tíðina og höfum gaman af því. Það er mikil stemning á slíkum ferða- lögum. Oftast hefur verið farið í helgarferðir til einhverra þeirra borga sem við fljúgum til. Ætli London og Kaupmannahöfn séu ekki vinsælastar í þeim efnum, en við höfum líka skipulagt slíkar ferðir til Varsjár og Berlínar til dæmis, ef fólk vill eitthvað öðruvísi. Við skipuleggjum í sjálfu sér ekki allan pakkann, ef svo má segja í slíkum ferðum, en að sjálfsögðu gefum við góð ráð, bendum á rútu- fyrirtæki til að koma fólki til og frá flugvelli, gististaði og veitinga- hús, sé þess óskað. Hins vegar eigum við ferðaskrifstofuna Express ferðir sem getur skipulagt svona ferðir frá a til ö. Það er nefnilega svo gaman, þegar heill hópur tekur sig saman og ákveður að hafa það skemmtilegt.“ icEland ExprEss „Við veljum nýja áfangastaði eftir ítarlegar skoðanir, þar sem óskir farþega okkar ráða miklu.“ Matthías Imsland er forstjóri Iceland Express.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.